Bandaríkin með gott forskot fyrir lokadag Ryder-bikarsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. október 2016 23:30 Rory hefur verið öflugur en liðsfélagar hans hafa ekki náð sér á strik. Vísir/Getty Bandaríska liðið er með þriggja stiga forskot fyrir lokadag Ryder-bikarsins í golfi eftir góðan lokasprett á öðrum degi. Bandaríska liðið byrjaði helgina af krafti og vann allar fjórar viðureignirnar í fjórmenningi á dögunum en keppt var í fjórbolta í dag. Evrópsku kylfingarnir byrjuðu betur og náðu að minnka muninn niður í eitt stig eftir fyrri átján holur vallarins. Rory McIlroy og Thomas Pieters jöfnuðu metin fyrir Evrópu í fyrsta holli á seinni hring dagsins en bandaríska liðið tók seinustu þrjá leikina og náði góðu forskoti á ný fyrir lokahringinn. Alls eru tólf stig eftir í pottinum fyrir lokadaginn en bandaríska liðið þarf fimm stig til viðbótar til þess að tryggja sér Ryder-bikarinn á heimavelli. Útsending frá lokadegi Ryder-bikarsins hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríska liðið er með þriggja stiga forskot fyrir lokadag Ryder-bikarsins í golfi eftir góðan lokasprett á öðrum degi. Bandaríska liðið byrjaði helgina af krafti og vann allar fjórar viðureignirnar í fjórmenningi á dögunum en keppt var í fjórbolta í dag. Evrópsku kylfingarnir byrjuðu betur og náðu að minnka muninn niður í eitt stig eftir fyrri átján holur vallarins. Rory McIlroy og Thomas Pieters jöfnuðu metin fyrir Evrópu í fyrsta holli á seinni hring dagsins en bandaríska liðið tók seinustu þrjá leikina og náði góðu forskoti á ný fyrir lokahringinn. Alls eru tólf stig eftir í pottinum fyrir lokadaginn en bandaríska liðið þarf fimm stig til viðbótar til þess að tryggja sér Ryder-bikarinn á heimavelli. Útsending frá lokadegi Ryder-bikarsins hefst klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira