Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Jöfn toppbarátta eftir fyrsta hring á Players

Þrír leiða á fimm höggum undir pari en allir bestu kylfingar heims eru meðal þátttakenda á TPC Sawgrass. Rory McIlroy fór vel af stað en Tiger Woods lét lítið að sér kveða á fyrsta hring.

Golf
Fréttamynd

Spieth úr leik en McIlroy enn í baráttunni

16 kylfingar eru eftir á TPC Harding Park vellinum en mörg stór nöfn duttu úr leik í gær. Miguel Angel Jimenez stal þó sviðsljósinu en hann hnakkreifst við kylfusvein mótspilara síns í beinni sjónvarpsútsendingu.

Golf
Fréttamynd

McIlroy og Spieth fara vel af stað á heimsmótinu

64 bestu kylfingar heims eru samankomnir í Kaliforníu þar sem Cadillac meistaramótið, veglegasta holukeppnismót ársins, fer fram. Nokkur óvænt úrslit voru í fyrstu umferð en golfáhugamenn ættu að fá mikið fyrir sinn snúð yfir helgina.

Golf
Fréttamynd

Veðrið í aðalhlutverki á Zurich Classic

Ekki allir þátttakendur náðu að klára annan hring í gær vegna þrumuveðurs en margir kylfingar eru í toppbaráttunni á TPC Louisiana vellinum þegar mótið er næstum því hálfnað.

Golf
Fréttamynd

Fuglaveisla á fyrsta hring í New Orleans

Margir kylfingar léku vel á fyrsta hring á Zurich Classic sem fram fer á TPC Louisiana vellinum. Boo Weekley og Brendon de Jonge leiða á átta höggum undir pari en nokkur stór nöfn eru ofarlega á skortöflunni.

Golf
Fréttamynd

Spieth fimm höggum á eftir Merritt

Masters-meistarinn Jordan Spieth er fimm höggum á eftir Troy Merritt fyrir síðasta hringinn á RBC Heritage mótaröðinni í golfi, en leikið er í Bandaríkjunum.

Golf
Fréttamynd

Guðmundur Ágúst að spila vel í Bandaríkjunum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, hefur leikið á alls oddi á þessu tímabili. Guðmundur stundar nám við East Tennessee State háskólann í Bandaríkjunum og spilar fyrir golflið háskólans.

Golf
Fréttamynd

Sjáðu frábært högg Tiger

Tiger Woods hefur verið að spila frábært golf á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta International vellinum í Bandaríkjunum. Tiger er á sex undir pari eftir hringina þrjá sem búnir eru.

Golf
Fréttamynd

McIlroy: Þarf að eiga tvo magnaða hringi

Masters-mótið í golfi er í gangi á Augusta vellinum þessa helgina. Rory McIlroy var spáð mikilli velgengni á mótinu, en hann er nú tólf höggum á eftir efsta manni eftir fyrstu hringina tvo.

Sport
Fréttamynd

Jordan Spieth áfram í sérflokki á Masters

Hélt áfram að spila frábært golf og leiðir með fimm höggum eins og er. Tiger Woods átti fínan dag og er meðal efstu manna en Spieth hefur þægilegt forskot þrátt fyrir að margir góðir kylfingar eigi eftir að koma inn.

Golf