Kisner efstur eftir 36 holur í Kína - Hefur enn ekki fengið skolla 6. nóvember 2015 17:30 Kisner einbeittur á öðrum hring í nótt. Getty. Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner er í efsta sæti á HSBC Meistaramótinu eftir 36 holur en hann hefur leikið frábært golf, ekki fengið einn einasta skolla og er á 14 höggum undir pari. Skotinn Russell Knox er í öðru á 12 höggum undir pari og Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sem leiddi eftir fyrsta hring er í þriðja sæti á tíu undir. Skor keppenda var ekki jafn gott á öðrum hring í nótt og á þeim fyrsta enda aðstæður á Sheshan International vellinum ekki jafn heppilegar. Stór nöfn á borð við Rickie Fowler, Rory McIlroy, Bubba Watson og Jordan Spieth sitja á fjórum undir pari, tíu höggum á eftir efsta manni. Hinn högglangi Dustin Johnson er þó meðal efstu manna á átta undir pari, einu verri heldur en ungstirnið Patrick Reed sem er í fjórða sæti á níu undir. Þá hefur slöpp frammistaða fyrrum besta kylfings heims, Adam Scott, vakið athygli en hann er í næst síðasta sæti mótsins á sjö höggum yfir pari. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 03:00 í nótt. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner er í efsta sæti á HSBC Meistaramótinu eftir 36 holur en hann hefur leikið frábært golf, ekki fengið einn einasta skolla og er á 14 höggum undir pari. Skotinn Russell Knox er í öðru á 12 höggum undir pari og Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sem leiddi eftir fyrsta hring er í þriðja sæti á tíu undir. Skor keppenda var ekki jafn gott á öðrum hring í nótt og á þeim fyrsta enda aðstæður á Sheshan International vellinum ekki jafn heppilegar. Stór nöfn á borð við Rickie Fowler, Rory McIlroy, Bubba Watson og Jordan Spieth sitja á fjórum undir pari, tíu höggum á eftir efsta manni. Hinn högglangi Dustin Johnson er þó meðal efstu manna á átta undir pari, einu verri heldur en ungstirnið Patrick Reed sem er í fjórða sæti á níu undir. Þá hefur slöpp frammistaða fyrrum besta kylfings heims, Adam Scott, vakið athygli en hann er í næst síðasta sæti mótsins á sjö höggum yfir pari. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 03:00 í nótt.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira