
Einar Daði reddaði sér í síðasta kastinu í kúlunni - áfram í 8. sæti
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að byrja vel á Evrópumótinu í frjálsum en hann kastaði kúlunni 13,65 metra í þriðju grein og er þar með áfram í 8. sæti tugþrautarkeppninni.
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að byrja vel á Evrópumótinu í frjálsum en hann kastaði kúlunni 13,65 metra í þriðju grein og er þar með áfram í 8. sæti tugþrautarkeppninni.
FH-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson var langt frá sínu besta í undankeppni kúluvarpsins á Evrópumótinu í frjálsum í Helsinki og er úr leik á mótinu. Óðinn kastaði 18,19 metra og endaði í 22. sæti.
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í 8. sæti eftir tvær greinar í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum en hann stökk lengst 7,33 metra í langstökkinu og fékk fyrir það 893 stig. Það voru bara fjórir sem stukku lengra en Einar Daði.
Tugþrautarkappinn Asthon Eaton hneig til jarðar og grét gleðitárum þegar hann kom í mark í 1500 metra hlaupinu á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í London. Heimsmetið í tugþraut, sem verið hafði í eigu Tékkans Romans Seberle í ellefu ár, var hans.
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson setti persónulegt met í fyrstu greininni í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum íþróttum þegar hann hljóp 100 metra hlaup á 11,11 sekúndum. Einar Daði er í 15. sæti eftir fyrstu grein.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir vann fyrstu verðlaun Íslands á EM fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi í dag þegar hún krækti í bronsverðlaun í langstökki. Matthildur Ylfa hafði fyrr um daginn endaði í 8. sæti í 200 metra hlaupi.
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er að fara að keppa á sínu sjötta stórmóti á Evrópumótinu í Helsinki sem hefst á morgun. Hún á góðar minningar frá Evrópumótinu í Barcelona fyrir tveimur árum þegar hún komst í úrslitin og náði að lokum tíunda sætinu. "Snýst um að hafa hausinn í lagi, " segir Ásdís.
Helgi Sveinsson varð í fjórða sæti í flokki T42 á Evrópumóti fatlaðra sem hófst í Hollandi í gær. Helgi hljóp á tímanum 14,41 sekúnda en vindur mældist 2,3 m/s og fékkst nýtt Íslandsmet því ekki staðfest.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir varð í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á Evrópumóti fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentímetra. Ingeborg átti gamla metið sjálf en hún kastaði slétta 15 metra á Íslandsmóti ÍF. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍF.
Frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir, ÍR, bætti í dag gamalt Íslandsmet í 800 metra hlaupi á móti í Þýskalandi.
Fimm íslenskir keppendur fara á Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum sem fram fer dagana 27. júní til 1. júlí í Helsinki. Það eru þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni, Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR, FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari, Trausti Stefánsson sem keppir í 400 m hlaupi og Kristinn Torfason sem keppir í langstökki.
Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti.
Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hlaut í gær styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Helga Margrét er skráð í nám í næringarfræði í haust.
FH-ingarnir Kristinn Torfason og Trausti Stefánsson náðu góðum árangri á móti í Austurríki á laugardag.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, var töluvert frá sínum besta árangri á Norðurlandamóti unglinga í sjöþraut sem fram fór um helgina í Sandnes í Noregi. Helga Margrét er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London en hún á enn langt í land miðað við árangur hennar um helgina.
Óðinn Björn Þorsteinsson, frjálsíþróttamaður úr FH, kastaði 19,30 metra á Kastmóti FH sem fram fór í Kaplakrika í gærkvöldi.
Sjö íslenskir frjálsíþróttamenn verða meðal þátttakenda á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum í Sandnes í Noregi um helgina. Þeirra á meðal er Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem stefnir á að ná Ólympíulágmarki í sjöþraut.
Einar Daði Lárusson var aðeins 52 stigum frá því að ná lágmarkinu fyrir tugþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í London. Hann bætti sig um 308 stig meðal stóru nafnanna í Kladno og er núna orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar.
Spretthlauparinn Usain Bolt lenti í bílslysi rétt hjá heimili sínu fyrr í dag en samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Bolt slasaðist hann ekki.
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut.
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, keppti í dag á Demantamótinu í New York í Bandaríkjunum. Ásdís kastaði spjótinu lengst 58,72 metra sem er hennar lengsta kast í ár. Ásdís hafði áður kastað lengst 58,47 metra á þessu ári en það var á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Riga í síðustu viku.
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að standa sig vel á geysisterku alþjóðlegu tugþrautarmóti í Kladnó í Tékklandi. Hann fékk 4130 stig fyrir fyrstu fimm greinarnar sem er 143 stigum meira en í þraut hans á Ítalíu fyrr í vor. Einar Daði er í 3. sæti eftir fyrri daginn. Dmitriy Karpov frá Kazastan leiðir með 4248 stig en í öðru sæti er Adam Sebastian Helcelet með 4159 stig.
Einar Daði Lárusson tugþrautarmaður úr ÍR keppir um helgina á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) sem fram fer í Kladno í Tékklandi. Fyrir mánuði síðan náði Einar Daði þeim frábæra árangri að ná þriðja sæti á öðru slíku stigamóti sem fram fór á Ítalíu.
Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar sigraði í 100 og 200 metra hlaupi kvenna á vormóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardal í gærkvöldi.
Usain Bolt kom fyrstur í mark í 100 m hlaupi á demantamótinu í Osló í kvöld en hann hljóp vegalengdina á 9,79 sekúndum - næstbesta tíma ársins.
Óðinn Björn Þorsteinsson hafnaði í sjötta sæti í kúluvarpi á demantamóti í Osló sem fer þar fram í dag. Hann kastaði lengst 18,66 m.
Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson verður meðal keppanda á Demantamóti í Osló 7. júní næstkomandi en honum var boðið að keppa á mótinu sem fer fram á Bislett-leikvanginum. Óðinn er að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í London.
Usain Bolt náði besta tíma ársins og áttunda besta tíma sögunnar þegar hann hljóp 100 metrana á 9.76 sekúndum á móti í Róm í kvöld. Bolt hljóp á miklu betri tíma en í síðustu viku þegar hann kom í mark á "aðeins" 10.04 sekúndum á móti í Ostrava.
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir stendur í ströngu þessa dagana en um helgina keppti hún á móti í Rio de Janeiro í Brasilíu.
Kári Steinn Karlsson varð þriðji í 10 km hlaupi á Norðurlandameistarmótinu sem fór fram í Kaupmannahöfn í gær.