
Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham
Nottingham Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham eftir að Lundúnaliðið reyndi að lokka Morgan Gibbs-White úr Skírisskógi. Forest heldur því fram að Tottenham hafi talað við leikmanninn án leyfis.
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.
Nottingham Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham eftir að Lundúnaliðið reyndi að lokka Morgan Gibbs-White úr Skírisskógi. Forest heldur því fram að Tottenham hafi talað við leikmanninn án leyfis.
Spænski fótboltamaðurinn Yeray Álvarez hafði betur í baráttunni við krabbamein en féll síðan á lyfjaprófi. Þarna er tenging á milli samkvæmt færslu hans á samfélagsmiðlum.
Sveindís Jane Jónsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í gærkvöldi í lokaleik íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Sviss.
Komið var að kveðjustund hjá Aroni Guðmundssyni og Sindra Sverrissyni sem fylgdu landsliði kvenna eftir á vonbrigðamóti þar sem allir þrír leikir töpuðust á EM í Sviss. Þeir gerðu mótið upp og litu til framtíðar í lokaþætti EM í dag.
Bestu leikmenn íslenska liðsins hafa hlotið gagnrýni þegar hlutirnir gengu ekki upp á Evrópumótinu í Sviss. Sökin liggur miklu víðar í leikmannahópnum samkvæmt tveimur sigursælum reynsluboltum sem mættu í Besta sætið.
N1 mótið fór fram í veðurblíðu á Akureyri um síðustu helgi. Yfir tvö þúsund keppendur í meira en tvö hundruð liðum léku listir sínar og fleiri þúsund fjölskyldumeðlimir klöppuðu fyrir þeim á hliðarlínunni. Sumarmótaþáttinn um N1 mótið má sjá hér fyrir neðan.
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið lánaður til danska félagsins Lyngby frá norska félaginu Rosenborg og mun spila með liðinu í næstefstu deild Danmerkur út næsta tímabil. Kaupmöguleiki fylgir lánssamningnum.
Jordan Henderson var fljótur að finna sér nýtt félag eftir að hann fékk sig lausan frá hollenska félaginu í Ajax í gær.
Olivia Smith verður dýrasta knattspyrnukona heims og sú fyrsta sem verður keypt á eina milljón punda eða 166 milljónir íslenskra króna.
Besti markvörður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi er hörð á því að hún vill sjá nýjan þjálfara hjá liðinu. Henni hugnast það ekki að Þorsteinn Halldórsson fái að halda áfram en framtíð landsliðsins var rædd í Besta sætinu.
Fyrrum leikmaður íslenska karlalandsliðsins og tvöfaldur Íslandsmeistari með KR er ekki ánægður með tækifærin sem dóttir hans er að fá hjá Þorsteini Halldórssyni, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta.
Heimsmeistarakeppni félagsliða er að ljúka en aðeins úrslitaleikurinn er eftir. Keppnin sem Jürgen Klopp hatar en Arsene Wenger hrósar.
Eftir mikinn niðurskurð í starfsmannahaldi hjá Manchester United hefur stjórn liðsins ákveðið að búa til nýja stöðu og leitar nú að rétta manninum í hana.
Evrópumóti vonbrigða er lokið fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Mótið þar sem Ísland komst aldrei á skrið og spurningarnar sem sitja eftir eru margar og stórar.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði 3-0 sigri á Hlíðarenda í kvöld en Valur lagði eistneska liðið Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Hann var einkar ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik.
Sveindís Jane Jónsdóttir var besti leikmaður Íslands í tapi gegn Noregi í síðasta leik liðsins á EM 2025. Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað en gat ekki verið annað en svekkt með niðurstöðuna í mótinu.
Hlín Eiríksdóttir átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði lokaleik sínum á EM gegn Noregi 4-3 en hún bæði skoraði mark og fiskaði vítaspyrnu. Bekkjarsetan í síðasta leik fór ekki vel í hana en hún virðir ákvarðanir þjálfarans.
Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði landsliðsins var svekkt með tapið í kvöld gegn Noregi og mótið í heild sinni. Það var öruggt fyrir leikinn í kvöld að Ísland kæmist ekki upp úr riðlinum en Glódís segir að það hafi ekki verið neitt sérstaklega skrýtið að fara inn í þennan leik.
Dagný Brynjarsdóttir fór yfir vítt svið í viðtali eftir tapleikinn gegn Noregi fyrr í kvöld á EM 2025. Mótið var gert upp og rætt um framtíð leikmannsins bæði hjá félagsliðum og landsliði.
Valur sigraði Flora Tallinn örugglega, 3-0, í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og fara Valsmenn með gott veganesti í seinni leikinn í Eistlandi eftir viku.
Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka.
Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn.
Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum.
Sviss tekur 2. sætið í C-riðli á Evrópumóti kvenna en liðið gerði dramatískt 1-1 jafntefli við Finnland í kvöld.
Forsvarsmenn ítalska knattspyrnusambandsins stefna að því að leikur í Seríu A verði spilaður í Ástralíu á komandi tímabili en það yrði í fyrsta sinn sem leikur í evrópskri deild yrði utan heimalands viðkomandi deildar.
Valsmenn mæta Flora Tallinn í forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn ætla sér áfram í næstu umferð.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik, fyrir leikinn við Noreg á EM í kvöld.
Víkingar unnu gríðarlega góðan 0-1 sigur í fyrri leik viðureignar þeirra gegn Malisheva frá Kósóvó í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Sambandsdeildina, sem Víkingar fóru alla leið í 16-liða úrslit í á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram ytra og Víkingar því með gott veganesti fyrir seinni leikinn í næstu viku.
Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks.
Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta létu sig ekki vanta á stuðningsmannasvæðið í Thun í Sviss í dag fyrir lokaleik Íslands á EM þetta árið gegn Noregi.