

Fastir pennar

Mamma Mia
Ég man eftir því að hafa velt því fyrir mér þegar ég var lítil hvor væri meiri pæja, Agnetha Fältskog eða Anni-Frid Lyngstad. Þá bjó ég í Svíþjóð og söngkonur Abba þóttu afbragð annarra kvenna.

Alla söguna takk
Krafan um að rannsóknin á hruni bankanna nái líka yfir aðdraganda einkavæðingar þeirra er sanngjörn. Í raun er bráðnauðsynlegt að Alþingi taki af öll tvímæli um að sá kafli verði hluti af starfslýsingu fyrirhugaðrar rannsóknarnefndar.

Þjóð í hafti
Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að breyta ráðuneyti sínu í ráðuneyti hafta og gjaldeyrisskömmtunar. Samhliða hefur Alþingi samþykkt að framselja Seðlabankanum vald til að stýra gjaldeyrisskömmtunarkerfi með öllum gömlu refsiheimildum haftaáranna. Skömmtunarstjórn verður nú aðalhlutverk bankans.

Gufubaðið
Á Laugarvatni - hvaðan ég er ættaður - var einu sinni æðislegt, náttúrulegt gufubað. Þetta var einn af uppáhaldsstöðunum mínum á Íslandi.

Nýtt skref
Formenn stjórnarflokkanna hafa kallað til formlegra samtala við stærstu samtök launþega og atvinnufyrirtækja í landinu. Líta verður svo á að í þessu nýja skrefi felist ákvörðun um að leita eftir víðtækri samstöðu um stærstu viðfangsefni næstu missera. Í eldfimri stöðu var það tímabært.

Björgvin Geisp Zzzigurðsson
Í vor sá ég merkilega fréttaskýringu í hinum virta bandaríska sjónvarpsþætti 60 mínútur. Innslagið fjallaði um svefnrannsóknir og nýjustu niðurstöður sprenglærðra háskólamanna þar í landi, sem hafa komist að því að svefn sé manninum miklu mikilvægari en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir.

Úrræði í peningamálum
Reiði almennings vegna kreppunnar er skiljanleg. En því má ekki gleyma, að hún er alþjóðleg lánsfjárkreppa, sem bitnar ekki aðeins á Íslendingum. Víða annars staðar riða bankar til falls, fyrirtæki komast í þrot, fólk missir vinnuna. Við urðum harðar úti en aðrir af tveimur ástæðum.

Það er hættulegt að vera kona
Í Afríkuríkinu Kongó er hættulegra að vera kona en að vera hermaður. Þetta kom fram í máli hinnar norsku Gro Lindstad á morgunverðarfundi UNIFEM í upphafi árlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gro er yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing.

Hvert stefnir gengið?
Er hægt að sjá fjármálakreppur fyrir? Já, með því að telja byggingarkranana. Ef þeir eru orðnir ískyggilega margir eins og í Bangkok 1996 og í Reykjavík 2006, þá er klár hætta á kreppu.

Ofurhetjan Kreppumann
Inni í mér syngur Bonní Tyler smellinn sinn Holding out for a hero. Ég og Bonní þurfum sárlega hetju í líf okkar þessi misserin. Þar sem engin íslensk hetja er í sjónmáli hef ég brugðið á það ráð að hengja plakat af Barack Obama upp á vegg heima hjá mér. Það er skárra en ekkert.

Rökrétt tortryggni
Tortryggni og efi eru áberandi í tilfinningalífi landsmanna þessa dagana. Þetta eru eðlileg og rökrétt viðbrögð við því að uppgötva að svo margt sem haldið var fram sem staðreyndum reyndist, þegar til tók, tóm steypa.

Pant vera Geir
Rosalega er ég eitthvað úrræðalaus í dag. Svona hlýtur manni að líða sem er í einhverju ábyrgðarstarfinu. Mér líður eins og Geir. Þetta sést kannski eins mikið á mér og honum.

Nauðsyn á endurskipulagningu
Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Þjóðleikhúsi vekur kröfu um að stjórnvöld taki til í leiklistarmálum. Þau hafa um langt skeið verið í kyrrstöðu og ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgðina. Í úttektinni kemur í ljós að ráðamenn hafa lengi látið viðhald á húsinu dankast, hrun úr ytra byrði þess er ekki lengur hættulegt vegfarendum, og áhorfendasvæðum var breytt fyrir nær tveimur áratugum: aðalsvið, starfsmannaaðstaða og tækjabúnaður hafa beðið endurnýjunar og bíða enn.

Öldur reiðinnar
Umtalsverð gengishækkun hefur orðið á reiðinni síðustu vikur. Telst hún ótvírætt til tekna í yfirstandandi umróti. Um það vitna svör almennings í fjölmiðlum, hvort heldur er á mótmælafundum, vinnustöðum eða á götum úti.

Vinalegir þjófar
Júnínótt eina árið 1994 sté ég úr hótelrekkju í Amsterdam og ákvað að bregða mér í reiðhjólatúr um borgina. Ég rataði vissulega ekkert en nóttin var að renna sitt skeið á enda og ég átti að taka lest til Parísar að morgni og ég vildi ekki hætta á það að sofna í morgunsárið og sofa fram á miðjan dag. Ætlaði ég heldur að þrauka án þess að sofa um nóttina, og í þeim tilgangi fór ég í hjólreiðatúrinn, en sofna svo í lestinni og vakna stálsleginn í Frans.

Vannýtt auðlind
Hin alltumlykjandi kreppa hefur nú eitrað tilveruna í margar vikur. Hvarvetna getur að líta sökudólga sem eiga það helst sameiginlegt að vera steinhissa á alls kyns ásökunum því tilgangur þeirra hafi svo sannarlega verið góður.

Endurreisnin
Með sanni verður ekki sagt að gangur stjórnarsamstarfsins hafi verið vakur síðustu daga. Einörð afstaða formanns Samfylkingarinnar sýnist hafa ráðið því að flokkurinn hvarf ekki úr stjórnarsamstarfinu eftir ræðu talsmanns bankastjórnar Seðlabankans í Viðskiptaráðinu á dögunum. Markmið hennar var að grafa undan ríkisstjórninni.

Stjörnur tvær
Í þessari miklu kreppu sem nú ríður eins og holskefla yfir heim allan standa tveir franskir stjórnmálamenn með pálmann í höndunum, og það eru Nikulás forseti og bréfberinn Besancenot.

Spektir
Að kasta eggjum og tómötum er góð skemmtun. Það er löng hefð fyrir því að það sé táknræn athöfn til að láta í ljós megna óánægju. Enginn meiðist og ekkert skemmist og því er hvorki hægt að flokka það sem ofbeldi né skemmdarverk.

Hjálp!
Hefðbundin meðul hagfræðinnar eru ekki líkleg til að mega sín mikils gagnvart þeirri vá sem stendur nú fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Eigi að takast að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu frá fjöldagjaldþroti, atvinnuleysi og óðaverðbólgu þarf til samstillt og risastórt átak sem á sér engan sinn líka í Íslandssögunni.

Dagar víns og prósaks
Ég sakna góðærisins. Það var skemmtilegt. Maður gat farið í helgarferðir til útlanda og keypt sér trefil og stundum buxur líka án þess að gengið sveiflaðist upp og niður eins og maníu-depressívu-sjúklingur.

Í deiglunni býr nú fjölbreytileiki
Fyrir fáum vikum síðan voru mun meiri höft á því hvað hægt var að segja, svo tekið væri mark á því. Þetta átti til dæmis við þá sem voru taldir standa nokkuð um of til vinstri, í fornum tímum kommúnismans sem ætti ekki við lengur, og því var hægt að dæma þá orðræðu úr leik.

Hvað er málið með Geir?
Umfang Davíðs Oddssonar í umræðu undanfarna daga er orðið með öllu óþolandi. Það versta er þó að við eigum einskis annars úrkosta en að halda áfram að tala um hann. Því eins og allir vita hverfa vandamálin ekki þótt við hættum að tala um þau. Það kallast bara uppgjöf. Vandamál hverfa ekki fyrr en þau eru leyst.

Tilraunaeldhúsið
Ilmur af íslenskri kjötsúpu tók á móti mér þegar ég kom heim úr skólanum í gær. Ég brosti út í annað enda benti lyktin til þess að atvinnulausi bankamaðurinn á heimilinu hefði ekki setið auðum höndum þann daginn. Sú var líka raunin.

Versló, SUS og Andri Snær
Rithöfundurinn, og handhafi frelsisverðlauna SUS, Andri Snær Magnason, lýsti því yfir í þættinum Silfri Egils fyrir rúmri viku að efnahagsvandinn á Íslandi væri gjaldþrot Heimdallar, SUS, Verslunarskóla Íslands og viðskiptaháskólanna. Líklega hefur hann þar fyrst og fremst verið að vísa til einhvers konar staðalmyndar af fólki sem tilheyrir þessum félagsskap. Nú þegar hefur forseti Nemendafélags Verslunarskólans lýst óánægju sinni með þennan málflutning rithöfundarins, enda hljóta það að teljast kaldar kveðjur frá Andra Snæ til ungs fólks á aldrinum 16 til 20 ára í tilteknum skóla að við því blasi einhvers konar gjaldþrot.

Listin að pirra fólk
Það er orðið ljóst, ef það var það ekki fyrir löngu, að hefðbundnar mótmælaaðgerðir skila engu á Íslandi. Borgaraleg óhlýðni er marklaust hugtak ef óhlýðnin veldur engum ama nema í besta falli nokkrum blaðamönnum sem fá yfir sig endurkast af jógúrtsulli á Alþingishúsið. Í gær kom fólk svo saman og myndaði skjaldborg utan um þinghúsið. Gallinn var sá að enginn var staddur í húsinu nema hópur skólabarna í kynnisferð.

Rök fyrir utanþingsstjórn
Kreppan nú er þríþætt og snýst um fjármál, gjaldeyrismál og stjórnmál. Fjármálakreppan skall á, þegar þrír stærstu bankar landsins hrundu eins og spilaborg.

Sikileyjarvörnin
Sú harka sem fram kom í gagnrýni bankastjórnar Seðlabankans á forsætisráðherra á fundi Viðskiptaráðs í vikunni kom flestum í opna skjöldu. Hins vegar kom ekki á óvart að bankastjórarnir freistuðu þess að hræra í þeirri pólitísku deiglu sem nú kraumar.

Bankastjórnin eða ríkisstjórnin
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, flutti ræðu á morgunfundi Viðskiptaráðs í gær. Ræðu seðlabankastjórans var beðið með mikilli eftirvæntingu og um fátt meira rætt í gær, eins og vænta mátti enda hefur formaður stjórnar Seðlabanka Íslands ekki svarað þeirri gagnrýni sem bankinn hefur sætt síðan í fyrstu viku bankakreppunnar.

Skorpuþjóðin
Á sjöunda áratugnum gekk síldin um Íslandsmið sem aldrei fyrr. Búinn ASDIC-fiskleitartækjum og kraftblökkum mætti íslenski flotinn henni og hreinsaði hana upp. Með öllu. Veiðin fór úr 770 þúsund tonnum árið 1966 í síldveiðibann árið 1972. En síldin var í okkar lögsögu og við vorum því í fullum rétti.