

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.
Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir.
Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf,, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.
Í fyrirspurninni er óskað eftir sundurliðun eftir dómstólum, flokkum brota sem rannsókn beindist að, þjóðerni þeirra sem úrskurður beindist gegn og lagaákvæði sem hann var reistur á.
Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna.
Karlmaður fæddur árið 1996 hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ungri konu, menntaskólanema, að lokinni skemmtun á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú í janúar 2016.
Þrítugur lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi við handtöku fyrir utan Búlluna í Kópavogi árið 2017.
Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar.
Allir 47 dómarar réttarins tóku þátt í kosningunni en valið stóð milli hans og portúgalska dómarans Paulo Pinto de Albuquerque.
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurði yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra.
WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta.
Tæplega sextug kona hefur verið ákærð fyrir fjárdrátt með því að hafa millifært 2,2 milljónir króna af reikningi nýlátins föður síns sem búsettur var á norðvesturlandi.
Nova, Samkeppniseftirlitið, Sýn og Sendafélagið voru í morgun sýknuð af stefnu Símans í máli sem snerist að aðgerð Nova og Sýnar til að samnýta tíðiniheimildir félaganna í sérstöku rekstrarfélagi, fyrrnefndur Sendafélagi.
Hrannar Páll Róbertsson, 31 árs karlmaður, hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í eldhúsaðstöðu fanga á Litla-Hrauni í apríl í fyrra.
Einkahlutafélag var í Landsrétti í gær sýknað af ákæru um brot gegn áfengisauglýsingum.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni.
Bandarískur ferðamaður hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi er hann ók á kyrrstæðan bíl á Reykjanesbraut í fyrra. Maður slasaðist lífshættulega. Kröfu um farbann var hafnað og fór ferðamaðurinn til síns heima.
Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum.
Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert.
Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason.
Húsleitir á átta stöðum í febrúar beinast að mönnum er voru dæmdir í sama mánuði fyrir innherjasvik. Báðir grunaðir um skattalagabrot. Rannsóknin lýtur einnig að meintri vændissölu og annarri umfangsmikilli brotastarfsemi.
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt.
Skipunartími sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu rennur út um áramót, en Þórólfur Halldórsson var skipaður í embættið 1. janúar 2015.
Síminn hf. var fyrir helgi dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða TSC ehf. 50 milljónir króna í bætur vegna samkeppnislagabrota.
Helgi Magnússon háði baráttu fyrir kosningarétti og braut blað í réttindamálum fanga meðan hann sat í gæsluvarðhaldi.
Maðurinn, Jaskirat Singh Sidhu, er talinn hafa sýnt af sér ógætilegt aksturslag sem leiddi til mannskæðs áreksturs.
Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna.
Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur.
Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin.
Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni.