
Birna segir mál Atla Rafns, Kristínar og Borgarleikhússins snúið
Málið hefur verið rætt á fundi norræna leikararáðsins í Kaupmannahöfn.
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.
Málið hefur verið rætt á fundi norræna leikararáðsins í Kaupmannahöfn.
Maður höfðaði mál gegn opinberri stofnun þar sem hann krafðist bóta vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi með því að hafa tvisvar á árinu 2017 ráðist á unnustu sína.
Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð.
Lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem sætir ákæru fyrir brot í opinberu starfi fletti á þriggja vikna tímabili fjórtán sinnum upp máli tengdu syni hans.
Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni Sigurðssyni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar í dag.
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu er ósátt við lítið vægi réttinda barns þegar kemur að ákvörðun um hæfni fósturforeldra
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í.
Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg.
Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað.
Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess verða fósturforeldri væri um margt óljós.
Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil.
Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað þrotabú flugfélagsins Wow air af kröfum flugvirkja sem sagt var upp störfum hjá flugfélaginu í desember síðastliðnum, skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta eins og frægt er orðið.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, lýsti sig vanhæfa í Samherjamálinu svokallaða og hefur erindi forsætisráðuneytisins í málinu því verið sent til lögreglustjórans á Vestfjörðum.
Lántakandi hjá Landsbankanum þarf ekki að greiða bankanum 36,4 milljónir króna vegna láns sem hann tók hjá bankanum til hlutabréfakaupa árið 2007.
Jón Birkir Jónsson, karlmaður á fertugsaldri búsettur á Akureyri, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir alls tuttugu og tvö fjársvikabrot sem hann framdi á netinu.
Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum.
Fyrrverandi forstjóri Matís ákærður fyrir að hafa brotið lög um slátrun.
Fyrrverandi kennari við Kvennaskólann í Reykjavík hefur tapað máli sem hann höfðaði á hendur Hjalta Jóni Sveinssyni, skólastjóra Kvennaskólans.
Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra, eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið.
Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi.
Karl og kona hafa verið ákærð fyrir ofbeldisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart barnsmóður karlsins. Barnsmóðirin mátti þola spörk í höfuð þar sem hún lá liggjandi á jörðinni en þrjú börn hennar og sambýlismaður horfðu á
Maður sem var tekinn með þúsundir barnaklámsmynda fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm, meðal annars vegna þess að ákæra var ekki gefin út fyrr en fjórum árum eftir að hann var handtekinn.
Forsætisráðherra vísaði mögulegum leka frá Seðlabankanum til RÚV um rannsókn á Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst.
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum.