

Fréttir af keppendum og mótum í CrossFit.
Rökkvi Hrafn Guðnason byrjaði frábærlega á heimsleikunum í CrossFit í dag en þá hófst keppni í aldursflokkum.
Heimsleikarnir í CrossFit hófust í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í gær.Þetta eru sextánda heimsmeistarakeppni CrossFit íþróttarinnar og líkt og undanfarin ár þá á Ísland flotta fulltrúa í keppninni.
Kanadíska CrossFit konan Emily Rolfe varð að hætta keppni á heimsleikunum í Madison eftir aðeins eina grein.
Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar í liði CrossFit Reykjavíkur eru langt frá toppbaráttunni eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit.
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit en hlutirnir fóru ekki alveg eins og skipuleggjendur höfðu séð fyrir sér á degi eitt á sextándu heimsleikunum.
Björgvin Karl Guðmundsson er áttundi eftir fyrstu grein heimsleikanna í Crossfit. Bandaríkjamaðurinn Spencer Panchik leiðir karlamegin en landa hans Haley Adams leiðir keppni kvenna.
Þetta er stór dagur fyrir CrossFit íþróttina því sextándu heimsleikarnir hefjast það í Madison en kvöldið fyrir keppnina þá kom stór tilkynning frá CrossFit samtökunum.
Í dag hefst nýr kafli í heimsleikasögu íslensku CrossFit goðsagnarinnar þegar Anníe Mist Þórisdóttir hefur keppni í liðakeppni á heimsleikunum í Madison.
Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun en Ísland á sem fyrr flotta fulltrúa í heimsmeistarakeppni CrossFit íþróttarinnar.
Oft hefur fólk í CrossFit heiminum velt því fyrir sér hvað sé eiginlega í vatninu á Íslandi því hvernig gæti svona lítil þjóð annars skilað frá sér öllu þessu frábæra heimsklassa fólki inn í CrossFit íþróttina. Nú segist fólkið á Morning Chalk Up hafa fundið svarið.
Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, er orðinn risastórt nafn í CrossFit heiminum enda með fjölda skjólstæðinga sem eru í fremstu röð í greininni.
Sólveig Sigurðardóttir er nýjasta CrossFit-stjarna okkar Íslendinga, en hún tekur þátt á heimsleikunum í CrossFit í næstu viku. Þetta verður í þriðja skipti sem Sólveig keppir á leikunum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún vinnur sér inn þátttökurétt í einstaklingskeppninni.
Joke Dikhoff er mætt aftur á heimsleikana í CrossFit eftir sjö ára fjarveru. Góður árangur en verður enn glæsilegri þegar fólk áttar sig á því að hún er orðin 72 ára gömul.
Anníe Mist Þórisdóttir og Rich Froning eru tvær af stærstu goðsögnunum í sögu CrossFit íþróttarinnar og þau eru bæði enn að.
Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði stödd í æfingabúðum í Bandaríkjunum þar sem þau eru að undirbúa sig fyrir komandi heimsleika í CrossFit.
Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta vonarstjarna Íslands á komandi heimsleikum í CrossFit nú þegar Anníe Mist Þórisdóttir er búin að skipta yfir í liðakeppnina og þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir mistókst að tryggja sér farseðil á leikanna.
Við þekkjum Anníe Mist Þórisdóttur sem brosandi og jákvæða keppniskonu sem kemur alltaf brosandi í mark sama hvað hefur gengið á. Það lítur út fyrir að við sjáum aðeins aðra mynd af okkar komu í nýrri mynd um heimsleikana í CrossFit.
Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á heimsleikunum í CrossFit í ár. Hún náði bara tólfta sætinu í Last-Chance Qualifier mótinu þar sem tvö efstu sætin tryggðu farseðil á heimsleikana.
Katrín Tanja Davíðsdóttir mun ekki taka þátt á heimsleikunum í CrossFit í ár. Katrín Tanja hefur tekið þátt á síðustu sjö heimsleikum en mun ekki bæta þeim áttundu við í safnið.
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í þriðja sæti eftir fyrri daginn á Last-Chance Qualifier en þar liggur síðasti möguleiki hennar að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár.
Þetta var merkilegt sumar fyrir bandaríska CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer sem voru ekkert að hvíla sig á íþróttinni sinni þótt að þau hafi verið að láta pússa sig saman.
Last Chance Qualifier hefst í dag en þar keppa þrjátíu karlar og þrjátíu konur um fjögur laus sæti á heimsleikunum í CrossFit, tvö hjá hvoru kyni. Eftir þessa keppni verður það endanlega ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár.
Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust.
Það vantaði ekki mikið upp á það að Sara Sigmundsdóttur næði að tryggja sér sæti á heimsleikunum í Amsterdam í Hollandi um helgina.
Anníe Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í CrossFit Reykjavik liðinu tryggðu sér sæti á heimsleikunum um helgina og það eins sannfærandi og hægt er. Þetta gerðu þau á undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Amsterdam.
Ísland á fjóra keppendur og eitt lið í undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Hollandi sem fram fer um helgina en þar er keppt um fimm laus sæti á heimsleikunum í haust í karlaflokki, kvennaflokki og hjá liðum.
Hvað er í vatninu á Íslandi? Af hverju á Ísland svona frábært afreksfólk í CrossFit íþróttinni. Tveir miklir áhugamenn um hreysti og líkamsrækt með 171 þúsund áskrifendur á Youtube reyndu að komast að því.
Anníe Mist Þórisdóttir hefur stundað það að koma CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það kemur vel fram í umfjöllun heimasíðu heimsleikanna um nýjasta ævintýri íslensku CrossFit drottningarinnar.
Crossfit drottningin Annie Mist birti færslu á Instagram þar hún opnar sig um eigin líkamsvirðingu gegn þeim athugasemdum á líkama sinn sem hún hefur fengið í gegnum tíðina.
Nú þegar átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru að baki er kominn tími á styrkleikaröðun á þeim bestu í heimi.