Njarðvík vann í framlengingu Njarðvík hafði betur gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld í framlengdum spennuleik, 84-82, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir fyrir fjórða leikhluta. Körfubolti 8. október 2012 21:25
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 80-95 Íslandsmeistarar Grindavíkur reyndust of stór biti fyrir granna sína í Keflavík í kvöld þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Fimmtán stiga sigur gestana staðreynd. Körfubolti 8. október 2012 16:47
Keflvíkingar bæta við sig manni fyrir leik kvöldsins Keflvíkingar munu tefla fram nýjum bandarískum leikmanni þegar liðið fær Íslandsmeistara Grindavíkur í heimsókn í Toyota-höllina í kvöld í fyrstu umferð Dominos-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en fara einnig fram tveir aðrir leikir: Snæfell-ÍR og Þór Þorlákshöfn-Njarðvík. Körfubolti 8. október 2012 16:30
Páll Axel nær tvöfaldaði verðmæti sitt í Draumaliðsleiknum Þeir sem höfðu vit á því að velja Pál Axel Vilbergsson í draumalið sín uppskáru heldur betur eftir fyrstu leiki Dominos-deildar karla í gær. Pál Axel fór nefnilega á kostum í fyrsta leik sínum með Skallagrími og skoraði 45 stig á móti KFÍ. Körfubolti 8. október 2012 13:30
Fjölnismenn í stuði - myndir Fjölnir kom skemmtilega á óvart í kvöld með því að skella meistaraefnunum í KR í fyrstu umferð Dominos-deildar karla. Körfubolti 7. október 2012 23:00
Stórleikur Páls Axels dugði ekki til | Úrslit kvöldsins Páll Axel Vilbergsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, fór hamförum með Skallagrími í Ísafirði í kvöld og skoraði 45 stig í uppgjöri nýliðanna í Dominos-deild karla. Körfubolti 7. október 2012 21:48
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 93-90 Fjölnir skellti KR 93-90 í fyrstu umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Grafarvogi í kvöld. Mikil barátta og dugnaður lagði grunninn að sigrinum en lið KR virkar ekki í formi og langt í land miðað við leikinn í kvöld. Körfubolti 7. október 2012 19:01
Grindvíkingar meistarar meistaranna annað árið í röð Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Körfubolti 4. október 2012 21:20
KR og Keflavík spáð Íslandsmeistaratitli í körfunni KR og Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta á árlegum kynningarfundi KKÍ áðan. Deildirnar munu bera nafn Dominos í vetur. Körfubolti 2. október 2012 14:00
ÍR-ingar spila hér eftir í Hertz Hellinum ÍR-ingar hafa gefið heimavelli sínum nýtt nafn fyrir komandi átök í Dominos deild karla í körfubolta. Þeir spila hér eftir í Hertz Hellinum og ætla ennfremur að vígja nýja stúku í fyrsta leik sem verður á móti Þór Þorlákshöfn. Körfubolti 21. september 2012 14:30
Sautján stiga tap í Tel Aviv Íslenska körfuknattleikslandsliðið barðist hetjulega gegn Ísrael í Tel Aviv í kvöld en varð að sætta sig við sautján stiga tap, 92-75, að lokum. Körfubolti 5. september 2012 19:50
Friðrik og Kristján taka fram skóna Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Friðrik Stefánsson hefur tekið fram skóna á nýjan leik og mun leik með Njarðvík í Domino's-deildinni í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 31. ágúst 2012 15:30
Karlalið Keflavíkur komið með nýjan Kana Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Kevin Giltner fyrir komandi leiktíð í Domino's deildinni í vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Körfubolti 27. ágúst 2012 14:00
Körfuboltalandsliðið í Smáralind í dag Körfuboltaunnendur geta hitt Jón Arnór Stefánsson og félaga í íslenska körfuboltalandsliðinu í Skemmtigarðinum í Smáralind í dag. Körfubolti 20. ágúst 2012 12:00
Jón Arnór: Ég skal bjóða Miðjunni á leikinn Íslenska körfuboltalandsliðið fylgdi á eftir frábærum seinni hálfleik á móti Serbum á þriðjudaginn var með því að vinna stórglæsilegan útisigur á Slóvakíu á laugardaginn. "Ég myndi segja að þetta væri stórt skref fram á við. Þetta er miklu erfiðari leikur en leikurinn við Serbíu í Höllinni. Við vorum að koma hingað í útileik og vissum ekki mikið um liðið. Þetta var því miklu meiri leikur heldur en í Höllinni,“ sagði Jón Arnór Stefánsson besti maður íslenska liðsins í þessum 81-75 sigri á Slóvökum. Körfubolti 20. ágúst 2012 10:30
Keyrði í þrjá og hálfan tíma á leikinn Helena Sverrisdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins og leikmaður slóvakíska liðsins Good Angels Kosice, var meðal áhorfenda á körfuboltalandsleik Slóvaku og Íslands í Levice á laugardaginn. Hún ók í þrjá og hálfan tíma frá Kosice til að horfa á leikinn. Körfubolti 20. ágúst 2012 09:45
Jón Arnór sjóðheitur í frábærum sigri í Slóvakíu Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann frækinn útisigur, 75-81, gegn Slóvakíu í dag. Þetta var annar leikur liðsins í A-riðli fyrir undankeppni EM. Körfubolti 18. ágúst 2012 17:50
Logi er veikur Logi Gunnarsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu þegar liðið mætir Slóvakíu á laugardaginn. Körfubolti 17. ágúst 2012 06:00
Strákarnir stóðu í Serbum - myndir Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sýndi stórt hjarta, dug og þor er það tók á móti Serbum í Laugardalshöll en Serbar eru með eitt besta landslið heims. Körfubolti 14. ágúst 2012 22:27
Verður örugglega troðið í grillið á okkur Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. Körfubolti 14. ágúst 2012 07:00
U-18 ára liðið komst ekki áfram Íslenska U-18 ára landsliðið í körfuknattleik komst ekki í úrslitakeppni átta efstu liðanna í B-deild EM eftir tap gegn Finnum í kvöld, 86-78. Ísland leiddi í hálfleik, 49-45. Körfubolti 13. ágúst 2012 19:47
Tómas Heiðar snýr heim | Leikur með Fjölni Bakvörðurinn Tómas Heiðar Tómasson leikur með meistaraflokki Fjölnis í körfuknattleik í Domino's-deildinni í vetur. Tómas staðfestir þetta í samtali við Karfan.is. Körfubolti 8. ágúst 2012 13:57
Helgi Már ráðinn spilandi þjálfari KR Helgi Már Magnússon hefur verið ráðinn spilandi þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá KR. Körfubolti 7. ágúst 2012 16:41
Íslands- og bikarmeistaranir saman í riðli í Lengjubikar karla Það styttist í að körfuboltatímabilið hefjist og í dag var dregið í riðla í Lengjubikar karla og kvenna. Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki lentu í sama riðli og bikarmeistarar Keflavíkur og hjá honunum drógust Reykjanesbæjarliðin, Njarðvík og Keflavík, í sama riðli. Körfubolti 7. ágúst 2012 14:02
Annar Kani kominn til Snæfells Asim McQueen er genginn í raðir karlaliðs Snæfells í körfuknattleik. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 1. ágúst 2012 20:45
Jones hættur við að spila með Njarðvík Bandaríkjamaðurinn Jonathan Jones, sem spila átti með Njarðvík í efstu deild karla í körfuknattleik í vetur, mun ekki koma til liðsins. Karfan.is greinir frá þessu. Körfubolti 1. ágúst 2012 18:00
Páll Axel búinn að semja við nýliða Skallagríms Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Íslandsmeistara Grindavíkur, verður ekki með liðinu á næsta tímabili því hann er búinn að semja við nýliða Skallagríms. Karfan.is segir frá þessu. Páll Axel hefur áður spilað í Borgarnesi en hann skoraði 21,2 stig að meðaltali í níu leikjum með liðinu veturinn 1997 til 1998. Körfubolti 27. júlí 2012 12:14
Bullock eltir Watson til Finnlands Körfuknattleiksmaðurinn J'Nathan Bullock, sem varð Íslandsmeistari með Grindavík á síðustu leiktíð, hefur samið við finnska úrvalsdeildarliðið Karhu. Frá þessu er greint á Karfan.is. Körfubolti 21. júlí 2012 20:15
Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Körfubolti 16. júlí 2012 06:45
Brynjar og Helgi komnir heim Körfuknattleiksdeild KR tilkynnti formlega til leiks í gær þá Brynjar Þór Björnsson og Helga Má Magnússon sem eru komnir heim í heiðardalinn. Körfubolti 14. júlí 2012 14:30
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti