Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Valentino Rossi og Lewis Hamilton skiptust á græjum

Lewis Hamilton, nýkrýndur sexfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og áhugamaður um mótorhjól, skipti á Formúlu bíl sínum við Valentino Rossi, fyrir mótorhjól nífaldan heimsmeistarans í MotoGP og áhugamanni um bíla. Myndband af viðburðinum er í fréttinni.

Bílar
Fréttamynd

Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu

Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis.

Bílar
Fréttamynd

Vetrardekkin skipta máli

Við hér á Íslandi búum við þær aðstæður að í sex mánuði af 12 má búast við snjó og vetrarfærð á vegum úti. Það er því afar mikilvægt að vera á góðum dekkjum.

Bílar
Fréttamynd

Jeppar ógna grænu byltingunni

Jeppar (SUV) auka losun koltvísýrings ef marka má Rannsóknarsetur orkumála í Bretlandi (UKERC). Samkvæmt skýrslu setursins eru kröfur neytenda um stærri bíla skemma fyrir "grænu samgangna byltingunni“.

Bílar
Fréttamynd

Elsti löglegi götubíll Þýskalands

Það er þekkt staðreynd að Þýskaland er Mekka bílasmiða. Elsti eldsneytisknúni bíllinn með brunahreyfli er Benz Patent-Motorwagen frá árinu 1885. Hann er hins vegar ekki löglegur á götum úti.

Bílar
Fréttamynd

Toyota Camry sveif óvart yfir fjölda bíla

Alla jafna fara áhættuatriði sem þessi fram í þeim tilgangi að búa til bíómyndir. Þá er búið að áhættumeta allt og setja ökumann í fimm punkta belti og setja veltibúr í bílinn. Ekkert svoleiðis var til staðar þegar þessi Toyota Camry sveif yfir kyrrstæða bíla á bílastæði í Flórída á dögunum.

Bílar
Fréttamynd

Damon Hypersport er mótorhjól með árekstrarvörn

Mótorhjól eru almennt talin ekki eins öruggur ferðamáti og bifreiðar. Einfaldlega vegna þess að ökumaður mótorhjóls er ekki umlukinn málmi sem verndar hann. Svo er ekki hægt að detta af bíl. Nú er komið fram á sjónarsviðið mótorhjól með árekstrarvörn, sem gerir það öruggara.

Bílar
Fréttamynd

Slökktu í BMW með mannaskít

Ef kviknar í vélinni í bílnum þínum á ferð, þá er dagurinn ekki að fara eins og hann átti að fara. Ökumaður þessa BMW í Rúmeníu lenti í því en lausnin var að slökkva í bílnum með vökva úr skólphreinsibíl.

Bílar
Fréttamynd

Sex hjóla ofurbíllinn Covini 6CW

Covini 6CW er eini sex hjóla ofurbíllinn sem má aka á götum. Einstök hönnunin var fyrst frumsýnd 2008 og fékk bíllinn mikla athygli á sínum tíma en lítið hefur spurst til hans síðan.

Bílar
Fréttamynd

Bílastæðahús í útboð

Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins.

Skoðun
Fréttamynd

BMW gerir grín að brotnum rúðum í Tesla Cybertruck

Lego hefur þegar gert grín að Cybertruck frá Tesla og sagt sína útgáfu óbrjótanlega. Nú hefur BMW tekið upp þráðinn og gerir grín með skotheldum X5. Þetta er þó raunverulegur bíll og samkvæmt BMW er hann "með skotheldum rúðum og það flísast ekki úr honum ef hann verður fyrir játnkúlu“.

Bílar
Fréttamynd

Skyldum við þurfa hleðslustöðvar á hálendið?

Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvarvetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu.

Bílar
Fréttamynd

Raunverulegar leiðir að eldsneytissparnaði

Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Þetta myndband gefur raunhæf ráð í átt að lægri eldsneytisnotkun.

Bílar
Fréttamynd

Þjónustuhlé í þyngdarleysi

Þjónustulið Red Bull liðsins í Formúlu 1 tókst á við nýstárlega áskorun á dögunum. Þjónustuliðið framkvæmdi þjónustuhlé í þyngdarleysi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni.

Bílar
Fréttamynd

Askja heldur upp á komu Honda

Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16.

Bílar
Fréttamynd

Kia XCeed hlýtur Gullna stýrið

Nýr Kia XCeed var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri á verðlaunahátíð í Þýskalandi sl. fimmtudag. Verðlaunin eru talin þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi en það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976.

Bílar
Fréttamynd

Getum farið hratt í rafbílavæðingu

Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengil­tvinnbíla á næs

Viðskipti innlent