Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Nýr Ford Bronco loksins frumsýndur

Eftir 24 ára hlé þá hefur Ford Bronco snúið aftur. Eftirvænting var eftir formlegri frumsýningu bílsins í gær. Hann er nú kominn og fáanlegur bæði tveggja- og fjögurra dyra.

Bílar
Fréttamynd

Hvað er á bak við „hestaflið“

Hestafl er gjarnan notað til að lýsa afli véla eða mótora í bílum. Hvað eru hestöfl og hvernig eru þau mæld? Í fréttinni má finna myndband sem útskýrir hestöfl.

Bílar
Fréttamynd

Nissan Ariya rafbíllinn kynntur

Nissan Ariya er rafjepplingur frá Nissan hann verður kynntur formlega á miðvikudag. Myndbönd af bílnum eru komin á Youtube-rás Nissan.

Bílar
Fréttamynd

Hvað verður í nýjum Mercedes-Benz S-Class

Nýr Mercedes-Benz S-Class er væntanlegur seinna á árinu. Spennan er yfirleitt gríðarleg þegar nýr S-Class er kynntur. Í S-Class er yfirleitt að finna nýstárlega tækni sem verður orðin staðalbúnaður í nýjum bílum eftir 10-15 ár.

Bílar
Fréttamynd

Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní

Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða.

Bílar
Fréttamynd

Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D Power

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun banda­ríska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könn­un J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Citroen C4 rafbíll

Citroen kynnti á dögunum nýjan C4 sem mun koma sem hreinn rafbíll, auk þess að koma í bensín og dísel útgáfum. Þægindi voru sett í forgrunn þegar kom að hönnun bílsins, að sögn Citroen.

Bílar
Fréttamynd

Tesla tekur fram úr Toyota

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi heims. Tesla tekur þar með fram úr Toyota, þrátt fyrir að japanski bílaframleiðandinn framleiði þrjátíu sínnum fleiri bíla og sé með tíu sinni hærri tekjur en Tesla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hobby áfram næst mest nýskráða ökutækið

Flestar nýskráð ökutæki í júní voru af gerðinni Toyota eða 105. Næst flest voru af Hobby gerð eða 77 og Suzuki kom í þriðja sæti með 70 nýskráð ökutæki. Toyota og Hobby vermdi tvö efstu sætin í maí líka.

Bílar
Fréttamynd

Formúlu 1 tímabilið hefst 3. júlí

Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 3.–5 júlí.

Bílar
Fréttamynd

Vali á bíl ársins seinkað fram á vor

Stjórn Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur í ljósi aðstæðna tekið þá ákvörðun að gera breytingar á tilhögun varðandi val á bíl ársins á Íslandi. Valið verður fært til vormánaða, eins og áður var venja.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-Benz E 63 fær nýtt útlit

Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl.

Bílar
Fréttamynd

Rafknúni jepplingurinn MG ZS EV frumsýndur hjá BL

BL við Sævarhöfða frumsýnir á laugardag milli kl. 12 og 16, rafknúna jepplinginn MG ZS EV sem fyrirtækið fékk nýlega umboð fyrir. MG ZS EV er boðinn í tveimur stöðluðum útfærslum, Comfort og Luxury. Á frumsýningunni verða reynsluakstursbílar til taks.

Bílar
Fréttamynd

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu að ná jafnvægi

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur hefur verið áþekk umferð á svæðinu í sömu vikum á síðasta ári. Miklar sveiflur eru á umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar inn í en fleiri halda út á land af höfuðborgarsvæðinu ef spáin er góð.

Bílar
Fréttamynd

Að leggja bílnum á líf­eyris­aldri

Það getur verið æði kostnaðarsamt að eiga og reka bíl. Auk þess getur komið sá tími að við treystum okkur ekki eða kjósum síður að keyra sjálf og viljum skoða aðra fararmáta. En hvað kostar þetta allt saman? Er ekki allt of dýrt að skipta bílnum út fyrir leigubílaferðir eða gæti það verið raunhæfur kostur?

Skoðun
Fréttamynd

Forsala á tengiltvinnbílum frá Jeep hafin

ÍSBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum (e.Plug-In-Hybrid) frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu.

Bílar
Fréttamynd

Ert þú með eitt­hvað grænt í gangi?

Síðustu ár hafa bílaframleiðendur markvisst aukið framleiðslu á umhverfisvænni farartækjum og í dag er úrval rafmagns-, hybrid- og tengiltvinnbíla allt annað og meira en það var.

Skoðun
Fréttamynd

MG ný bíltegund á Íslandi

Hin sögufræga bíltegund MG sem margir þekkja frá gamalli tíð hefur formlega innreið sína á íslenska bílamarkaðinn síðar í þessum mánuði þegar bílaumboðið BL kynnir hinn nýja framhjóladrifna og rafknúna sportjeppa MG ZS EV í sýningarsalnum við Sævarhöfða.

Bílar