Hyundai birtir fyrstu myndir af sportlegum Tucson N Line Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. janúar 2021 07:01 Afturendinn á nýjum Tucson N Line Á dögunum kynnti Hyundai á Íslandi nýjan og gjörbreyttan Tucson; fjórðu kynslóð þessa vinsæla sportjepplings, sem er mest seldi bíll framleiðandans á Evrópumarkaði. Nýi bíllinn er mikið breyttur í útliti bæði að utan og innan. Auk þess sem öryggis- og þægindabúnaður hefur verið uppfærður. Í vor kynnir Hyundai Motor svo formlega sportlega N Line útgáfu Tucson á 19“ felgum og birti framleiðandinn fyrstu tvær myndirnar af bílnum í síðustu viku. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Ný og framúrstefnuleg hönnun Tucson Bæði Tucson og N Line útgáfan sameina nýja framúrstefnulega hönnun og þægindi, en N Line útgáfan gengur skrefinu lengra með háþróaðri tengingu við mótorsport eins og aðrar N Line gerðir Hyundai, bæði í hönnun ytra útlits og sérhönnun í farþegarýminu eins og Hyundai mun kynna nánar er nær dregur formlegri frumsýningu. Báðar gerðir Tucson státa t.d. af alveg breyttu og meira áberandi grilli þar sem Hyundai hefur jafnframt haft endaskipti á staðsetningu dagljósa og aðalljósa bílanna því nú blasa við alls tíu díóðuljós, fimm hvoru megin sem flæða ofarlega á ofanverðu grillinu þar sem aðalljósin voru áður. Framendinn á nýjum Tucson N Line. Áberandi breytingar Aðalljósin eru komin neðarlega í utanverða sambyggða svuntuna, þar sem við eigum því að venjast að dagljósin séu staðsett. Einnig hafa orðið áberandi breytingar að aftan, bæði hönnun afturljósa, skotthlera og stuðara, en umfram Tucson sem BL hefur kynnt fær N Line sportlegri og útstæðari stuðari við neðanverðar hlerann. Ýmis smáatriði í ytra útliti munu svo prýða N Line umfram staðalútgáfur Tucson, svo sem svartir rammar við aðalljós, stærri vindskeið, sportlegra púst og fleira. Aðrar áherslur Hyundai í sérhönnun N Line sem vekja frekari hughrif með mótorsportinu verða svo kynnt er nær dregur vorinu þegar bíllinn verður frumsýndur á helstu mörkuðum Evrópu. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Ný og framúrstefnuleg hönnun Tucson Bæði Tucson og N Line útgáfan sameina nýja framúrstefnulega hönnun og þægindi, en N Line útgáfan gengur skrefinu lengra með háþróaðri tengingu við mótorsport eins og aðrar N Line gerðir Hyundai, bæði í hönnun ytra útlits og sérhönnun í farþegarýminu eins og Hyundai mun kynna nánar er nær dregur formlegri frumsýningu. Báðar gerðir Tucson státa t.d. af alveg breyttu og meira áberandi grilli þar sem Hyundai hefur jafnframt haft endaskipti á staðsetningu dagljósa og aðalljósa bílanna því nú blasa við alls tíu díóðuljós, fimm hvoru megin sem flæða ofarlega á ofanverðu grillinu þar sem aðalljósin voru áður. Framendinn á nýjum Tucson N Line. Áberandi breytingar Aðalljósin eru komin neðarlega í utanverða sambyggða svuntuna, þar sem við eigum því að venjast að dagljósin séu staðsett. Einnig hafa orðið áberandi breytingar að aftan, bæði hönnun afturljósa, skotthlera og stuðara, en umfram Tucson sem BL hefur kynnt fær N Line sportlegri og útstæðari stuðari við neðanverðar hlerann. Ýmis smáatriði í ytra útliti munu svo prýða N Line umfram staðalútgáfur Tucson, svo sem svartir rammar við aðalljós, stærri vindskeið, sportlegra púst og fleira. Aðrar áherslur Hyundai í sérhönnun N Line sem vekja frekari hughrif með mótorsportinu verða svo kynnt er nær dregur vorinu þegar bíllinn verður frumsýndur á helstu mörkuðum Evrópu.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent