Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði

Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar kynslóðir Range Rover Sport og Range Rover

Jaguar Land Rover við Hestháls frumsýnir á laugardag, 8. október, nýjar kynslóðir tveggja bíla frá Land Rover í Bretlandi. Um er að ræða Range Rover Sport (L461) og Ranger Rover (L460), en framleiðandinn frumsýndi þann fyrr nefnda á heimsvísu með eftirminnilegu myndbandi við Kárahnjúka fyrr á árinu, sem streymt var á netinu. 

Innlent
Fréttamynd

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa útvíkkað samstarf sitt. Max mun ber merki Viaplay á keppnishjálminum sínum frá og með Singapúrkappakstrinum sem fram fór í gær og á derhúfunni sinni frá upphafi næsta keppnistímabils.

Bílar
Fréttamynd

Polestar 3 verður frumsýndur í október

Sænski bílaframleiðandinn Polestar mun frumsýna nýjustu viðbótina í sínu framboð í Kaupmannahöfn, þann 12. október næstkomandi. Um er að ræða rafjepplinginn Polestar 3.

Bílar
Fréttamynd

Smart #1 - Rafhlaðbakur í heimsklassa

Smart er merki sem margt fólk þekkir og einkennist af litlum skilvirkum bílum sem koma notendum frá einum stað til annars án mikillar fyrirhafnar og viðhafnar. Smart hefur hingað til ekki verið hátt hlutfall bílaflota Íslendinga. En Smart #1 ætlar sér að breyta því og mun mæta með látum á næsta ári.

Bílar
Fréttamynd

Gríðarlegt eignatjón, einhverjir virtu lokanir að vettugi

Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Vegagerðin hefði mátt loka vegum fyrr og manna lokanir að sögn upplýsingafulltrúa. Verið er að skoða að setja upp fleiri lokunarhlið.

Innlent
Fréttamynd

Ford frestar afhendingu 45.000 F-150 bíla vegna merkjavanda

Birgjar Ford hafa brugðist þegar kemur að afhendingu Ford-merkja á bíla framleiðandans. Það er skortur á bæði hinu fræga sporöskjulaga bláa Ford-merki sem og tengunda merkjum. Af þessum sökum hefur framleiðandinn frestað afhendingu um 45.000 bíla vegna skortsins.

Bílar
Fréttamynd

Toyota lokar verksmiðju sinni í Rússlandi

Fyrirtækið mun áfram þjónusta Toyota eigendur í Rússlandi en ekki framleiða neina bíla þar. Fyrirtæki hafa mörg hver yfirgefið Rússland í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Nú hefur Toyota bæst við á þann lista.

Bílar
Fréttamynd

Ný Toyota skorar Tesla Model 3 á hólm

Toyota kynnti nýlega rafbíl sem líklega mun bera nafnið bZ3 og er ætlað að koma á markað í Evrópu eftir að verða fyrst settur á markað í Kína. Bíllinn er einn af þeim fyrstu í einni umfangsmestu rafvæðingu sögunar hjá einum og sama framleiðandanum.

Bílar
Fréttamynd

Meiri ævintýri

Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnt á umhverfisvænasta bílaþvott sem völ er á

Löður rekur 15 bílaþvottastöðvar á Íslandi og á hverju ári fara um 250 þúsund bílar í gegnum þvott á stöðvum fyrirtækisins. Í bílaþvotti þarf að nota sápur og önnur hreinsiefni ásamt því að nota mikið af vatni.

Bílar
Fréttamynd

Þriðja kynslóð Kia Niro frumsýnd

Nýr Kia Niro verður frumsýndur um allt land í dag, laugardag frá 12-16. Þetta er þriðja kynslóð Niro sem hefur verið einn allra vinsælasti bílinn frá Kia á Íslandi og um allan heim undanfarin ár. Kia Niro mætir nú til leiks með nýtt útlit og enn rafmagnaðri en áður.

Bílar
Fréttamynd

Tesla opnar fimm Supercharger stöðvar fyrir aðra en Tesla eigendur

Tesla hefur nú hafið tilraunaverkefni sem felur í sér að opna á nokkrar Supercharger hraðhleðslustöðvar fyrir notendur og eigendur rafbíla af öðrum tegundum en Tesla. Tesla eigendur geta haldið áfram að nota þessar stöðvar eins og þeir hafa alltaf gert og Tesla mun fylgjast náið með nýtingu á hverri stöð.

Bílar
Fréttamynd

Lakkverkstæði BL innleiðir nýja umhverfisvænni málningarlínu

BL hefur tekið í notkun nýtt málningarkerfi frá þýska lakkframleiðandanum Glasurit sem framleiðir bílalökk fyrir marga helstu lúxusbílaframleiðendur heims. Uppsetning og innleiðing kerfisins er liður í því að uppfylla ströngustu gæðastaðla Jaguar Land Rover, BMW og Mini á þessu sviði, en áður hafði fyrirtækið tekið í notkun sérstakt réttingaverkstæði fyrir bíla smíðaða úr áli frá sömu framleiðendum. Nýja kerfið inniheldur meðal annars háþróaðan litaskanna sem greinir mjög nákvæmlega liti.

Bílar
Fréttamynd

„Gamaldags skattahækkun“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, gagnrýnir áform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum. Hann segir að reikna megi að verð á rafbílum hækki um 600.000 krónur til milljónar á bifreið á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Hækka lág­mark bif­reiða- og vöru­gjalda

Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Nissan X-Trail e-Power

Nissan hefur kynnt fjórðu kynslóð af jepplingnum X-Trail, sem kynntur verður hjá BL í desember. X-Trail státar af háþróuðu fjórhjóladrifi. Bíllinn er búinn bensínvél sem hleður orku beint inn á rafhlöðu bílsins þaðan sem 94 kW rafmótorinn notar hana.

Viðskipti