
Vegurinn heim
Á dögunum var ég að blaða í gegnum pappíra heima í stofu og rakst þá á frétt sem ég skrifaði fyrir margt löngu um fjölfarinn vegarslóða vestur á fjörðum. Við lesturinn fékk ég heimþrá. Heimamenn voru að barma sér yfir sviknum loforðum um vegabætur og fékk ég þær upplýsingar að á vegarkaflanum hafði helstu hindrunum á leiðinni verið gefin örnefni – voru það gjarnan stærstu steinarnir sem höfðu komið í ljós í gegnum árin og verið skírð eftir mönnum sem höfðu strandað bílum sínum á veginum – gjarnan í illviðrum. Ég á sjaldan leið um Vestfirði, svo ég hef aldrei séð þessar klettamyndanir á veginum – en ég geri ráð fyrir að þær séu fallegar, rétt eins og náttúran öll þarna fyrir vestan.