Fjölmenning og fjölmenni Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt án þess að ljúga nokkru að ég man tímana tvenna. Þegar ég fyrst kveikti á perunni var sirka 1980. Í minningunni var Reykjavík dimm og grá. Flest var einsleitt og sljótt. Smám saman fór að rofa til. Margt fyrir tilstilli útlendinga sem settust hér að, eða fólks sem kom heim með ferskar hugmyndir frá hinum risastóra heimi. Bakþankar 12. júlí 2007 06:00
Eru ekki allir í stuði? Í síðustu viku fór ég með tveggja ára gamlan son minn til Kaupmannahafnar til að sýna honum Tívolíið og dýragarðinn. Þegar ég velti framtíðinni fyrir mér sé ég alltaf fyrir mér hvað við eigum eftir að ferðast mikið saman. Ég myndi til að mynda bjóða honum á Hróarskelduhátíðina þegar hann fermdist. Þangað fór ég fyrir sjö árum og sá meðal annars Travis, Kent, Willy Nelson og Moloko. Bakþankar 11. júlí 2007 07:00
Réttar skoðanir Það er haugalygi að allar skoðanir séu jafn réttháar. Það hljómar vel og réttlátt en eftir smá umhugsun sér hver maður að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp. Skoðanir eru nefnilega sjaldnast einkamál þess sem hefur þær heldur hafa þær áhrif á umhverfi manns. Bakþankar 10. júlí 2007 08:00
Stúlka í Prag Fyrir nokkrum árum sýndi tékknesk stúlka mér alveg sérstakan áhuga. Það gerðist í Borgarvirki eða Hradcany í Prag. Því miður beindist áhugi hennar ekki að mér persónulega heldur var það þjóðerni mitt sem gerði mig spennandi. Það var hinn íslenski lögreglumaður Erlendur í bókum Arnaldar Indriðasonar átti hug hennar og hjarta. Bakþankar 9. júlí 2007 06:00
Taugarnar í mér Stundum tekur maður þannig til orða að maður sé illa upplagður. En ef rýnt er í orðasambandið sést að hin undirliggjandi merking þess er afar varhugaverð. Þannig líkir maður sjálfum sér í raun við kapal sem ekki gengur upp, að eitthvað vald, manni sjálfum óviðkomandi, leggi mann ýmist upp eða niður eftir eigin geðþótta, ef ekki beinlínis af handahófi. Bakþankar 8. júlí 2007 06:00
070707 Ég er ekki einn af þeim sem hafa gert ráðstafanir til þess að gera eitthvað rosalega spes í dag, en í dag er 7. júlí 2007, sem er einstaklega fallegur dagur út frá talnalegu sjónarmiði. Ég hyggst til dæmis ekki kvongast í dag, en fréttir hafa borist um það að einstaklega margir hugðust um tíma ganga í heilagt hjónaband á þessum degi, en svo bárust reyndar tíðindi af því nú í vikunni að margir höfðu hætt við af einhverjum orsökum. Bakþankar 7. júlí 2007 06:00
La det svinge Á dauða mínum átti ég von en ekki því að gerast fréttaritari þessarar baksíðu á heimsmeistaramótinu í siglingum, sem nú fer fram í Cascais í Portúgal. Sú er þó raunin. Ég get lýst því yfir með stolti að ég þekki hinar ýmsu bátategundir og einkenni þeirra, til dæmis veit ég að sætustu siglingamennirnir sigla bátum sem kenndir eru við töluna 49. Siglingafólk almennt minnir helst á stúlkuna frá Ípanema; hávaxið, sólbrúnt, ungt og yndislegt. Bakþankar 6. júlí 2007 00:01
Geirvörtur Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skraufþurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. Bakþankar 5. júlí 2007 00:01
Grill Þótt ég rembist alla daga ársins við að vera besta mamma í heimi man ég bara stundum eftir því að setja á börnin mín sólarvörn. Það er að segja hér á Íslandi því um leið og komið er út fyrir landsteinana er ég meðvitaðasta konan veraldar um skaðsemi útfjólublárra geisla. Bakþankar 4. júlí 2007 06:00
Töffið í felulitum Fátt þykir karlmannlegra en að drepa fugla. Ég hef lengi haft megnasta ímugust á svokölluðum veiðimönnum. Með auknum þroska hefur hugsjónum mínum fækkað og fyrirlitning mín á hinum ýmsu þáttum mannlegrar tilveru útvatnast. Bakþankar 3. júlí 2007 06:00
Íslendingar í útlöndum Marmaris heitir lítið sjávarpláss í Tyrklandi. Þetta er útgerðarbær og lifir á ferðamönnum en ekki fiskveiðum. Tiltölulega stutt er síðan Íslendingar fóru að venja komur sínar til Marmaris að njóta góðrar aðhlynningar í sumarleyfinu. Öldum saman hafði þá verið lítill samgangur milli Tyrklands og Íslands. Bakþankar 2. júlí 2007 07:00
Byggðir Ég er höfuðborgarbúi í húð og hár og hef alið manninn á mölinni allt mitt líf hingað til. Reyndar, þegar ég þarf að segja deili á mér úti á landi kemst ég stundum upp með að segja einfaldlega að ég hafi alist upp við hafið. Það hljómar svo ansi hreint vel. Ef ég er spurður nánar neyðist ég þó til að bæta við að þar eigi ég reyndar við Arnarnes. Bakþankar 30. júní 2007 09:00
Olía á eldinn Þýðandi sem ég þekki sagði mér á dögunum frá bandarískum reyfara sem hann las og gerðist í olíuhreinsunarstöð. Hann taldi ólíklegt að hægt væri að snara henni yfir á íslensku; alltof mörg orð sem lutu að þessum iðnaði væri ekki að finna í okkar tungumáli. Bakþankar 29. júní 2007 06:00
Verðlaun Á hverju ári er fólk hér að myndast við að veita verðlaun fyrir framúrskarandi listræn afrek. Auk hávirðulegra bókmenntaverðlauna forsetans eru haldnar Eddu-, Ístón- og Grímuverðlaunaveislur og fólk mætir dragfínt í sparifötunum. Þetta er ágætis úthald hjá þjóð sem telur jafn margar hræður og Coventry. Bakþankar 28. júní 2007 06:00
McFréttir eða lífrænt ræktaðar Hið gamla spakmæli „allt er best í hófi“ kemur upp í hugann þegar maður fer í sumarleyfi og finnur hvílík hvíld er fólgin í því að losna úr heljargreipum þess lífsmynsturs sem maður er fastur í dagsdaglega. Maður hringir bara nauðsynleg símtöl til að tilkynna aðstandendum að maður hafi náð að komast á réttan áfangastað og sé ekki kafnaður úr hita. Maður fær bara nauðsynlegar fréttir af því að ekki hafi gleymst að vökva blómin og skipta um sand í kattakassanum. Bakþankar 27. júní 2007 08:30
Á ferð með afturgöngum Hvað er eiginlega bak við þessa hurð,“ spurði ég eitt sinn konu sem var að sýna mér íbúð sem ég hafði í hyggju að kaupa. „O, svo sem ekkert,“ svaraði konan. Þegar henni hafði tekist að ljúka upp dyrunum með háværu marri blasti ekkert annað við en stigagangur frá undarlegu sjónarhorni og töluverð hæð niður að þrepunum. „Þetta hús var byggt þegar enn tíðkaðist að fólk dæi heima hjá sér. Bakþankar 26. júní 2007 08:00
Ríkar stelpur stuða Þegar ég vann á vikublaði spurði ég eitt sinn kollega minn hvort honum þætti eðlilegt að þegar hann skrifaði um karla í nýjum samböndum segði hann að þeir væru „komnir með nýja upp á arminn“ en þegar konur byrjuðu með nýjum manni fylgdi alltaf sögunni að þær væru „lausgyrtar“. Bakþankar 25. júní 2007 06:00
Viltu eitthvað meira? Í Ofvitanum segir Þórbergur Þórðarson frá því þegar afgreiðslustúlka spyr hann: „Var það eitthvað fleira fyrir yður?“ Hann varð felmtri sleginn og fór að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum hún gæti átt við með þessari spurningu. Niðurstaða hans var sú að hún hlyti að hafa verið að gera honum ósæmilegt tilboð og kætti það hann talsvert. Bakþankar 24. júní 2007 06:00
Álæði Að vera umhverfisverndarsinni á Íslandi virðist vera svona svipað og að vera ævintýrariddari sem fær það erfiða og að mörgu leyti vanmetna hlutskipti að berjast við dreka með sverði. Eins og í flestum slíkum ævintýrum verður drekinn aldrei lagður auðveldlega. Þegar eitt höfuð hans er hoggið af, eftir talsverða fyrirhöfn, vaxa jafnan tvö í staðinn. Bakþankar 23. júní 2007 06:00
Mannauðsstjórnun Loksins hef ég komist að því af hverju strákurinn sem ég leigði með um árið spilaði alltaf Eye of the tiger á morgnana áður en hann fór í skólann. Þetta vinsæla one hit wonder kom nefnilega óvænt inn í líf mitt á ný við frekar sérstakar kringumstæður. Bakþankar 22. júní 2007 04:15
Samviskubit Bullandi samviskubit fylgir þeirri bullandi velmegun sem við njótum í hnattrænu samhengi, nemi maður passi sig að hugsa bara ekkert um það. Lesi ég á litlu miðana á fötunum mínum kemur í ljós að þau eru meðal annars framleidd í Víetnam (jakki), Kína (bolur og skór) og Indónesíu (gallabuxur). Bakþankar 21. júní 2007 02:00
Daníel og Rut Lúmskasta röksemdin í umræðum um misrétti kynjanna er sú að það fyrirfinnist ekki. Því til stuðnings er gjarnan vísað til frelsis einstaklingsins, allt sé undir honum sjálfum komið alveg óháð kyni. Bakþankar 20. júní 2007 06:00
Sjálfsmyndin í hestöflunum Börn eru undarleg fyrirbæri. Stundum hefur hvarflað að mér að fegurð þeirra og töfrar komi og fari með barnatönnunum. Áður en í þær glittir heilla þau fáa aðra en nánustu ættingja. Þegar síðasta barnatönnin dettur úr eru börnin yfirleitt orðnir unglingar, sem er allt annað og leiðinlegra fyrirbrigði en börn. Bakþankar 19. júní 2007 06:00
Fjallkarl handa Fjallkonunni 17. júní þegar ég var að alast upp sló út skrúðgöngurnar bæði fyrsta maí og á sjómannadaginn og dró að sér svo mikinn mannfjölda niður í miðbæ að þar voru saman komin fleiri andlit en maður hafði áður séð. Og skemmtiatriðin Þjóðsöngskórinn og dansleikur á malbiki á eftir voru stórkostir menningarviðburðir sem hafa geymst í glöpóttu minninu allt fram á þennan dag. Bakþankar 18. júní 2007 01:00
Biljónsdagbók 17.6.2007 Þegar Öxar við ána reif í sundur morgunkyrrðina við East Meadow Manor í Surrey, og Dow Jones stóð í 13.424,39 þegar ég tipplaði út á grasbalann og dró íslenska fánann að húni. Mér finnst það partur af samfélagslegri ábyrgð að halda upp á daginn. Ég er nú einu sinni frá þessari eyju þó að ég sé auðvitað orðinn 83% glóball. Bakþankar 17. júní 2007 03:00
Bókaraþjóð Þau undur og stórmerki hafa orðið á Íslandi að háskólar í landinu eru farnir að keppast um nemendur og auglýsa nú grimmt á hverju ári eftir umsóknum þar sem því er haldið fram að viðkomandi skóli sé bestur út frá einhverjum sjónarmiðum og að þar sé gott að læra í góðu akademísku umhverfi og svo framvegis. Bakþankar 16. júní 2007 03:15
Íslandbaídsjan Í þjóðfélagsumræðunni er oftar en ekki talað um „þær þjóðir sem Íslendingar vilja bera sig saman við". Hingað til hef ég ekki heyrt minnst á Aserbaídsjan í þeim flokki en upp á síðkastið hefur þó komið í ljós að Íslendingar eiga ýmislegt sameiginlegt með Aserum. Bakþankar 15. júní 2007 06:00
Áhugamál Hæfileikinn til að eiga sér áhugamál er eitt það skemmtilegasta sem aðskilur okkur frá hinum dýrategundunum. Aðrir ofur eiginleikar, eins og að vita að einn daginn hrökkvum við upp af, hafa bara skilað okkur bömmerum. Því eru áhugamálin einn besti kostur okkar grimmu tegundar og kæmi til refsilækkunar ef við lentum fyrir tegundadómstóli. Bakþankar 14. júní 2007 06:00
Kynjasögur Egils Það hljóp á snærið hjá blöðunum í síðustu viku þegar skarst í odda á milli Egils Helgasonar og Ara Edwald. Ekki sáu þau ástæðu til að fá hlutlausan lögfræðing til að rýna í tölvupóstsamskipti þeirra - svona rétt til að fræða almenning á því hvað stenst lög - heldur létu þá um að skattyrðast. Egill brá sér síðan í helgarviðtal til Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Blaðinu þar sem hann útlistar það sem bíður hans á Ríkissjónvarpinu. Bakþankar 13. júní 2007 03:00
Heima og heiman Hótel eru undarlegir staðir. Á margan hátt líkjast hótel hugmyndum flestra trúaðra um staðinn sem tekur við eftir að jarðlífinu lýkur. Þá verða engar íþyngjandi skyldur. Enginn þarf að búa um rúmið sitt og ósýnilegar hendur munu alltaf sjá til þess að allt verði hreint og fagurt í kringum mann. Að minnsta kosti ef maður hefur verið góður og lagt fyrir áður en lagt er í langferðina. Bakþankar 12. júní 2007 04:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun