Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Stjórn­endur sem mega ekki stjórna

Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Lands­þing Við­reisnar hafið

Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina á Grand hótel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, er sjálfkjörin formaður, Daði Már Kristófersson sjálfkjörinn varaformaður og Sigmar Guðmundsson sjálfkjörinn ritari.

Innlent
Fréttamynd

Bókun 35 fór hnökra­laust í gegnum fyrstu um­ræðu en gæti reynt á í næstu

Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað.

Innlent
Fréttamynd

Inga á móti neitunar­valdi sveitar­fé­laga

Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar

Innlent
Fréttamynd

Vilja að á­tján ára fái að kaupa á­fengi

Hildur Sverrisdóttir og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp um breytingar á alls kyns aldurstakmörkunum í lögum. Þau vilja meðal annars færa áfengiskaupaaldur niður um tvö ár í átján ára.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bólaði á ræðu­manni

Skondin uppákoma varð á Alþingi í vikunni þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir ræðumanni sem var á leið í pontu. Hildur birti myndband af uppákomunni á samfélagsmiðlum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti sjálfs­vígs­hugsunum í pontu Al­þingis

Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Innviðaskuld við ís­lenskuna

Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld.

Skoðun
Fréttamynd

Ingvar aftur kominn í leyfi frá þing­störfum

Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, er kominn í leyfi frá þingstörfum. Forseti Alþingis greindi frá því við setningu þingfundar í dag að bréf hafi borist frá þingmanninum þar sem tilkynnt var að hann muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Sam­stillt á­tak um öryggi Ís­lands

Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­menn þing­flokks taka pokann sinn

Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann.

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræðis­legri um­ræðu og sam­stöðu ógnað

Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán á­herslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raun­veru­leg og að­kallandi“

Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. 

Innlent