Páfakjör hófst síðdegis
Páfakjör hófst síðdegis í dag og hefur verið mikið um dýrðir í Páfagarði. Dagurinn hófst snemma með guðsþjónustu í Péturskirkju sem var þétt setin. 133 kardínálar, íklæddir blóðrauðum klæðum sátu í kringum altarið í Péturskirkju og báðu Guð um að veita sér styrk til að velja næsta páfa vel.