Betri helmingurinn - Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir

Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og hans betri helmingur Hallveig Hafstað Haraldsdóttir kíktu til mín í skemmtilegt spjall nú á dögunum. Logi er ekki við eina fjölina felldur en er hann einna þekktastur fyrir músíkina sína en byrjaði hann snemma í mússíksenunni og vakti fyrst athygli fyrir störf sín í hljómsveitinni Retro Stefson sem var geysivinsæl hér um árið en síðan þá hefur hann gert heilan helling af solo efni sem hefur slegið í gegn. Logi er þessa stundina í Listaháskólanum að læra Vöruhönnun og lá því beint við að hann fór af stað með þáttinn Skapalón á rúv sem fjallar um Íslenska hönnun. Þá er hann einn af stofnendum 101 Productons en reka þeir í dag útvarpsstöðina 101. Hallveig er þessa stundina nýbúin í fæðingarorlofi en er hún menntuð í sálfræði og spennt að takast á við ný og spennandi verkefni á komandi tímum. Logi og Hallveig vissu lengi af hvert öðru og tengjast í raun úr allskonar áttum í gegnum sameiginlega vini. Logi man þó vel eftir fyrsta skiptinu sem þau áttu einhver samskipti en það var árið 2014 þar sem Logi var að stríða henni fyrir leik hennar í ansi skrautlegu tónlistarmyndbandi. Þau fóru þó ekki á sitt fyrsta stefnumót fyrr en fjórum árum seinna og smullu algjörlega saman og hafa verið saman síðan og eiga í dag einn strák en átti Logi annan strák úr fyrra sambandi. Í þættinum fórum við um víðann völl en ræddum við meðal annars frumkvöðlamennskuna og tónlistina, sameiningu fjölskyldunar og stjúpmóður hlutverkið, deit-tímabilið og rómantíkina ásamt því að heyra margar skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Hallveig átti í erfiðleikum með að koma fárveikum Loga uppá spítala.

315
04:17

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása