Betri helmingurinn með Ása - Siggi Þór og Sonja
Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson mætti til mín í skemmtilegt spjall ásamt sínum Betri helming Sonju Jónsdóttur. Sigurður, eða Siggi eins og hann er alltaf kallaður, hefur gert garðinn frægan á fjölum leikhúsanna sem og í sjónvarpsþáttum og bíómyndum og fer hann einmitt á kostum þessa dagana í myndinni “Allra síðasta veiðiferðin”. Sonja er nýkomin heim frá San Fransisco þar sem hún hefur verið að læra vefhönnun undanfarin ár og festu þau nýlega kaup á sinni fyrstu íbúð saman. Siggi & Sonja kynntust í afmæli mömmu sameiginlegrar vinkonu þeirra en hafði Siggi lengi vitað að Sonju en þó hann hafi ekki haft það ofarlega í huga að láta til skarar skríða þar sem hann var sannfærður um að hún væri í sambandi. Með smá hjálp frá vinkonu þeirra beggja kom svo í ljós að svo var ekki og fóru þá hjólin heldur betur að snúast hjá þeim og hefur vatn runnið til sjávar síðan þá og eru þau í dag trúlofuð. Í þættinum ræddum við allt milli himins og jarðar þar á meðal hringferðina á öðru deiti, lífið í fjarsambandi, leiklistina, trúlofunina í sóttkví, spilasýki ásamt því að þau sögðu mér fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal magatruflanir Sigga á fyrsta stefnumótinu.