Jólasaga - Eva Björg Ægisdóttir

„Ég leyfði mér að vera rosalega dökk í þessari bók sem er eitthvað sem ég hef kannski ekki alltaf leyft mér, því ég er með ömmu og afa uppi á Skaga sem lesa alltaf allar bækurnar. Ég hef alltaf verið svona smá að hugsa: Ég get ekki sagt þetta af því amma mín á eftir að lesa þetta. En ég held að á endanum verði maður að taka allt svoleiðis út úr hausnum á sér og bara leyfa sér að skrifa. Ég held að þannig verði þetta best,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir um nýjustu bók sína Heim fyrir Myrkur. Eva Björg er fyrsti viðmælandi í Jólasögu en á aðventunni fáum við að kynnast nokkrum íslenskum rithöfundum nánar og heyra frá hugarheimi þeirra, skrifum, jólahefðum, innblæstri og fleira.

7116
14:30

Vinsælt í flokknum Jólasaga