Dómsdagsklukkan færð fram

Vísindamenn hafa fært dómsdagsklukkuna svokölluðu fram og hefur hún aldrei staðið nær miðnætti. Kjarnorkuvísindamenn sem standa að baki tímaritinu Bulletin of the Atomic Scientist hafa haldið klukkunni úti frá árinu 1947 en hún er sögð mæla hversu stutt er í heimsendi eða mikil áföll af mannavöldum. Upphaflega var hún stillt á sjö mínútur í miðnætti og hefur færst fram og til baka síðan. Nú stendur hún í 85 sekúndum í miðnætti en var í fyrra var klukkan 89 sekúndur í tólf. Vísindamennirnir vísa til ýmiss konar ógna af völdum gervigreindar, loftslagsbreytinga og valdatafls stórvelda.

4
01:12

Vinsælt í flokknum Fréttir