Fyrirtæki keppast um að fá hinsegin vottun
Fyrirtæki keppast um að fá svokallaða hinsegin vottun svo þau geti kallað sig hinsegin væna vinnustaði að sögn talsmanns Samtakanna 78 . Sjötta fyrirtækið fékk slíka vottun hér á landi í vikunni. Framkvæmdastjóri segir ferlið tímafrekt en afar mikilvægt.