Ísland í dag - Glímukappar í sýningarham
Stífar æfingar eru í gangi þessa dagana hjá Icelandic Combat theatre, eina fjölbragðaglímufélagi Íslands, fyrir þeirra fyrstu sýningu sem haldin verður á skemmtistaðnum Lemmý á Menningarnótt. Ísland í dag kíkti í heimsókn í nýja æfingahúsnæði félagsins og Tómas Arnar nýtti tækifærið til að læra nokkur bellibrögð.