Sport

Spreng­hlægi­leg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barn­laus maður væri alltaf í Skopp“

Sindri Sverrisson skrifar
Tommi Steindórs og Nablinn fóru á kostum á trampólíninu en undirstrikuðu kannski um leið hve meðalmaðurinn er langt á eftir fimleikafólki á trampólíninu.
Tommi Steindórs og Nablinn fóru á kostum á trampólíninu en undirstrikuðu kannski um leið hve meðalmaðurinn er langt á eftir fimleikafólki á trampólíninu. Sýn Sport

Hún var vægast sagt kostuleg keppnin á trampólíni í Extraleikunum, þar sem þeir Tómas Steindórsson og Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, reyndu alls konar kúnstir auk þess að reyna á þolmörk trampólínsins.

Tommi og Andri hafa mæst í alls konar greinum í Extraleikunum í vetur, en þeir eru hluti af Körfuboltakvöldi Extra á Sýn Sport Ísland. 

Kapparnir hafa þó sennilega aldrei sýnt meiri (eða mögulega sprenghlægilegri) tilþrif en á trampólíninu, eins og sjá má á spilaranum hér að neðan. Má þar sérstaklega mæla með heljarstökkstilraunum þeirra.

Klippa: Extraleikarnir - Ótrúleg stökk á trampólíni

Strákarnir voru duglegir að skjóta hvor á annan fyrir keppnina þar sem Tommi benti á þá staðreynd að hann væri af annarri kynslóð en Andri, og hefði ekki getað leikið sér á trampólíni öll sumur. Nablinn sagði hins vegar að Tommi hefði sem pabbi afsökun til að kíkja í Skopp og stökkva þar reglulega.

„Það væri sérstakt ef 27 ára barnlaus karlmaður væri alltaf í Skopp,“ sagði Andrei léttur.

Keppnina sjálfa er best að segja sem minnst um en benda á spilarann hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×