Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2026 09:51 Sólveig Anna segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með ríkisstjórnina en hún bindi þó vonir við Ragnar Þór. Vísir/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mikla stéttskiptingu innan verkalýðshreyfingarinnar og stöðu verkafólks erfiða. Hún segist vona að kjarasamningar haldi í haust þegar forsenduákvæði verða endurskoðuð en Efling komi alltaf tilbúin til leiks og hún sé tilbúin í slaginn. Sólveig Anna var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist ekkert sérstaklega bjartsýn þegar hún horfir til hagsmuna félaga Eflingar. Hún segist ekki sérstaklega bjartsýn þegar hún hugsar um hagsmuni Eflingarfólks. „Efnahagsaðstæður eru ekki góðar fyrir þetta fólk. Atvinnuleysi er að aukast og það bitnar auðvitað alltaf fyrst á meðlimum verkamannastéttarinnar. Svo er það auðvitað svo að vextir eru enn mjög háir og verðbólgan, sem hefur auðvitað mjög mikil áhrif á tilveruskilyrði verkafólks, þeirra sem hafa ekki mikið á milli handanna, er enn þá mjög há og ekkert sem bendir til þess að hún sé eitthvað að fara að lækka mikið,“ segir Sólveig Anna. Hún segir auk þess stöðuna á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaði erfiða fyrir sitt félagsfólk. Stór hluti Eflingarfólks sé á leigumarkaði og þær aðgerðir sem hafi verið gripið til fyrir þann hóp dugi ekki til. „Aðstæður inni á vinnustöðum Eflingarfólks eru oft mjög erfiðar, mikið álag og undirmönnun, til dæmis á leikskólunum þar sem risastór hópur Eflingarfólks vinnur. Þar virðist bæði það stjórnmálafólk sem er við völd í borginni sem og þau sem vilja komast til valda vera ófær um að hlusta á raddir þess fólks,“ segir hún og að það sé til dæmis engin uppsagnarvernd. Hún segir tilveruskilyrði verkafólks á höfuðborgarsvæðinu lengi hafa verið erfið en hún sjái ekki endilega fram á að þau séu að fara að batna. Hún segir að frá því að hún tók við sem formaður 2018-7 hafi þau náð árangri í að hækka laun, í til dæmis lífskjarasamningunum, þar sem samið var um krónutöluhækkanir. „Þá jókst til dæmis kaupmáttur verkafólks mest allra. Konur og innflytjendur fengu mesta kaupmáttaraukningu. Það eru svona láglaunastéttir landsins. Við náðum svo extra góðum árangri í kjarasamningunum þá við Reykjavíkurborg, að hækka laun sögulega vanmetinna kvennastétta,“ segir hún og að því hafi þau náð fram með því að vera hörð og fara í verkfall. Þessari vegferð hafi þau ekki náð að halda áfram, meðal annars vegna þess að stór hluti verkalýðshreyfingar sé andsnúinn slíkum hækkunum. Hún segir að innan verkalýðshreyfingarinnar sé hörð stéttabarátta þar sem verkafólk, láglaunafólk, láglaunakonurnar og innflytjendurnir takist á við fulltrúa hærri launahópa. „Þetta fólk sem heldur hér öllu gangandi og býr til hagvöxtinn með vinnu sinni og heldur umönnunarkerfinu gangandi.“ Verkalýðshreyfingin klofin Hún segir ákveðna hópa innan Alþýðusambandsins (ASÍ) og Bandalags háskólamanna (BHM) einblína á prósentuhækkanir og að bilið á milli hópanna sé orðið of lítið. „Þannig að þau setja það sem markmið í kjarasamningsviðræðum að stéttaskipting aukist og það er auðvitað mjög erfitt að takast á við þessar aðstæður. Þarna erum við þá bæði að takast á við viðsemjendur okkar og svo erum við líka að takast á við þessa sterku hagsmunahópa innan hreyfingarinnar.“ Sólveig Anna segir að þegar skrifað hafi verið undir langtímasamninga fyrir tæplega tveimur árum hafi verið fallist á hóflegar launahækkanir í þeirri viðleitni að ná niður verðbólgu og vöxtum. „En hið opinbera átti að stilla allri gjaldtöku í hóf og ekki hækka opinber gjöld meira en um nokkur prósent og atvinnurekendur áttu að stilla sig í verðhækkunum, en það hefur ekki gerst,“ segir hún og að atvinnurekendur hafi velt öllu út í verðlag. Leigusalar hafi ekki stillt sig í að hækka leigu og hið opinbera hafi ekki stillt sig. Samið hafi, til dæmis, verið við kennara um miklu ríflegri hækkanir en aðrir fengu og þannig hafi samþykktin við Breiðfylkingu í raun verið rofin. Auk þess hafi frá þeim tíma orðið nokkuð launaskrið á opinberum og almennum markaði. Sólveig Anna segir það til marks um það að hátt vaxta- og verðbólgustig bíti ekki svo mikið á „vel settri millistétt“ og þeim sem hafi það betra en það og því séu þau ekki tilbúin að leggja neinar skerðingar á sig. „En þetta ástand bítur auðvitað mjög harkalega á verka- og láglaunafólki.“ Sólveig Anna segir forsenduákvæði í kjarasamningunum hafa miðað við að verðbólga væri komin á ákveðinn stað þegar forsendur verði endurskoðaðar, í haust, og það sé ýmislegt sem bendi til þess að samningar gætu opnast miðað við það. „Við sem gerðum þessa samninga höfum þurft að sitja undir gagnrýni frá öðrum í verkalýðshreyfingunni, meðal annars forystu sem einmitt kom ekki að gerð þessara samninga, um að þetta hafi verið lélegar forsendur sem að við höfum sett þarna inn. Staðreyndin er auðvitað sú að það var engin leið í þessum kjarasamningsviðræðum að fá Samtök atvinnulífsins til þess að fallast á að forsendurnar ættu til dæmis að snúast um það að vaxtastigið myndi lækka visst mikið.“ Forsenduákvæði kjarasamninga: Í september 2026 skal taka formlega afstöðu til eftirfarandi forsendu: • 12 mánaða verðbólga í ágúst 2026 mælist ekki yfir 4,7%. Forsenda þessi telst þó hafa staðist ef verðbólga á 6 mánaða tímabilinu frá mars – ágúst 2026 verður 4,4% eða lægri miðað við árshraða. Sólveig Anna segir að það hefði ekki verið hægt að fá fram harðari forsendur nema með verkfallsaðgerðum og hún hafi ekki metið sem svo að hægt væri að senda Eflingarfólk í verkfall út af forsenduákvæðum. „Fólk innan hreyfingarinnar sem gagnrýnir þessi forsenduákvæði mikið, virðist ekki vilja horfast í augu við þessa staðreynd. Þetta voru góðir samningar. Þarna komu inn til dæmis ókeypis skólamáltíðir sem hafa auðvitað mjög mikil og góð áhrif fyrir fjölskyldur sem hafa ekki mikið á milli handanna,“ segir Sólveig Anna. Friðarskylda falli niður ef samningar opnast Hún segir að ef forsendur standist ekki í haust og samningar opnist eigi eftir að fara af stað áhugaverð atburðarás sem hún hafi aldrei tekið þátt í. Þá verði að skoða hverju sé hægt að bæta í samningana og ef það verður ekki hægt þá þurfi að segja samningum upp og þá sé ekki lengur friðarskylda á vinnumarkaði. „Þá erum við auðvitað bara komin á allt annan stað. Þá höfum við öll þau réttindi sem við höfum í venjulegum kjarasamningsviðræðum, meðal annars þau að fara í aðgerðir. Ég var að vona að þessir samningar myndu halda út samningstímabilið, meðal annars vegna þess að ég vil að vinnudeilusjóður Eflingar haldi áfram að fitna, eins og púkinn á fjósbitanum, þannig að þegar að því kemur að samningar væru galopnir og við værum vel undirbúin og komin að samningsborðinu á ný að þá gætum við verið með allt í þeirri baráttu sem við þurfum að vera með okkur.“ Hún segir að sama hvað gerist sé Efling alltaf tilbúin og mæti vel undirbúin til leiks, sama hvernig fer. Hagsmunir verkafólks eigi að ráða för Sólveig Anna segist aldrei hafa farið leynt með að vandinn sem mæti verkafólki sé víða og oft og tíðum innan verkalýðshreyfingarinnar. Það hafi allir á vinnumarkaði sama rétt til að semja og fara í verkfall en það sé ósanngjarnt að láglaunafólk eigi alltaf að semja fyrst, nýta verkfallsréttinn og fái fórnir til að ákveða hvert svigrúmið við atvinnurekendur er almennt á vinnumarkaði. Þetta sé ekki eðlilegt ástand og að hennar mati ekki það sem verkalýðshreyfingin eigi að snúast um. „Ég myndi vilja leysa þetta með þeim hætti að foringjar og forysta verkalýðshreyfingarinnar, bæði á almenna og opinbera markaðnum, myndu fallast á það að best sé á þessum tímapunkti að láta hagsmuni verkafólks ráða för þegar sest er við samningaborðið,“ segir Sólveig Anna og að húsnæðismarkaður, há verðbólga og vextir bitni helst á þessum hópi. Hún telji þó ólíklegt að það sé stemning innan verkalýðshreyfingarinnar til að fara þessa leið. Vilhjálmur Birgisson sé þó sammála henni og hún telji líklegt að innan BSRB væri líklega áhugi á þessu, auk þess sem iðnaðarmenn og Samiðn og Byggiðn hafi verið tilbúnir til að fara þessa leið. „En vandinn er innan Alþýðusambandsins og vandinn er innan BHM og svo hjá þessum valdamiklu hópum sem að bara í ljósi mikilvægrar samfélagsstöðu sinnar, eins og til dæmis flugvirkjum… Vandinn er að þessir hópar ætla aldrei að gefa neitt eftir. Þeir fallast ekki á þær hækkanir sem við semjum um og vilja svo bara alltaf fá meira.“ Hvað varðar ríkisstjórnina sem er við völd segir Sólveig Anna að hún hafi verið tilbúin til að vera jákvæð til að byrja með en hún hafi núna valdið henni vonbrigðum. Aðgerðir á húsnæðismarkaði hafi ekki verið nægilegar. Þau hafi talað fyrir hömlum á AirBnb og leiguþaki en það virðist ekki áhugi á því innan ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin vilji ekki styggja leigusala „Ég held að ein af ástæðunum sé sú að fjármálaráðherra einfaldlega trúir bara á það að markaðurinn muni leysa þetta. Ég held að hann sé bara alveg kirfilega bundinn inn í hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar um að einmitt hér sé bara einhver frábær markaður og hann á endanum muni sætta sig.“ Auk þess sé á landinu „stór og valdamikill hópur“ sem hafi mikilla hagsmuna að gæta og „noti leigumarkaðinn og húsnæðismarkaðinn sem gróðauppsprettu.“ Ríkisstjórnin vilji ekki styggja þennan hóp. Að stjórnarliðar þori einfaldlega ekki að grípa til róttækari aðgerða af því þeir vilja ekki styggja þennan hóp, því miður. Hún segir vanta sterkt verkafólk inn á þing en bindi þó vonir við Ragnar Þór Ingólfsson, nýjan félags- og húsnæðismálaráðherra, og að hann beiti sér fyrir þessum málum. Sólveig Anna snerti einnig undir lokin á því að henni hafi ekki verið boðið í Vikulokin á RÚV en hún vakti máls á því fyrir stuttu. Hún gagnrýndi val þáttastjórnanda Vikuloka á Rás 1 og hótaði að hætta að greiða útvarpsgjaldið svari þau ekki fyrir af hverju henni væri aldrei boðið. Morgunútvarpið á Rás 2 brást við gagnrýninni og talaði við hana í gær. Hún segist móðgunargjörn manneskja en málið snúist um það að fulltrúar langstærsta verkalýðsfélags láglaunafólks á þessu landi fái ekki pláss til að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri í þætti þar sem er verið að ræða gerð kjarasamninga. Það sé rangt og ólýðræðislegt og bendi til „millistéttarslagsíðu“. Þátturinn er langur og er hægt að hlusta á hann í heild að ofan. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Félagasamtök Bítið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Sólveig Anna var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist ekkert sérstaklega bjartsýn þegar hún horfir til hagsmuna félaga Eflingar. Hún segist ekki sérstaklega bjartsýn þegar hún hugsar um hagsmuni Eflingarfólks. „Efnahagsaðstæður eru ekki góðar fyrir þetta fólk. Atvinnuleysi er að aukast og það bitnar auðvitað alltaf fyrst á meðlimum verkamannastéttarinnar. Svo er það auðvitað svo að vextir eru enn mjög háir og verðbólgan, sem hefur auðvitað mjög mikil áhrif á tilveruskilyrði verkafólks, þeirra sem hafa ekki mikið á milli handanna, er enn þá mjög há og ekkert sem bendir til þess að hún sé eitthvað að fara að lækka mikið,“ segir Sólveig Anna. Hún segir auk þess stöðuna á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaði erfiða fyrir sitt félagsfólk. Stór hluti Eflingarfólks sé á leigumarkaði og þær aðgerðir sem hafi verið gripið til fyrir þann hóp dugi ekki til. „Aðstæður inni á vinnustöðum Eflingarfólks eru oft mjög erfiðar, mikið álag og undirmönnun, til dæmis á leikskólunum þar sem risastór hópur Eflingarfólks vinnur. Þar virðist bæði það stjórnmálafólk sem er við völd í borginni sem og þau sem vilja komast til valda vera ófær um að hlusta á raddir þess fólks,“ segir hún og að það sé til dæmis engin uppsagnarvernd. Hún segir tilveruskilyrði verkafólks á höfuðborgarsvæðinu lengi hafa verið erfið en hún sjái ekki endilega fram á að þau séu að fara að batna. Hún segir að frá því að hún tók við sem formaður 2018-7 hafi þau náð árangri í að hækka laun, í til dæmis lífskjarasamningunum, þar sem samið var um krónutöluhækkanir. „Þá jókst til dæmis kaupmáttur verkafólks mest allra. Konur og innflytjendur fengu mesta kaupmáttaraukningu. Það eru svona láglaunastéttir landsins. Við náðum svo extra góðum árangri í kjarasamningunum þá við Reykjavíkurborg, að hækka laun sögulega vanmetinna kvennastétta,“ segir hún og að því hafi þau náð fram með því að vera hörð og fara í verkfall. Þessari vegferð hafi þau ekki náð að halda áfram, meðal annars vegna þess að stór hluti verkalýðshreyfingar sé andsnúinn slíkum hækkunum. Hún segir að innan verkalýðshreyfingarinnar sé hörð stéttabarátta þar sem verkafólk, láglaunafólk, láglaunakonurnar og innflytjendurnir takist á við fulltrúa hærri launahópa. „Þetta fólk sem heldur hér öllu gangandi og býr til hagvöxtinn með vinnu sinni og heldur umönnunarkerfinu gangandi.“ Verkalýðshreyfingin klofin Hún segir ákveðna hópa innan Alþýðusambandsins (ASÍ) og Bandalags háskólamanna (BHM) einblína á prósentuhækkanir og að bilið á milli hópanna sé orðið of lítið. „Þannig að þau setja það sem markmið í kjarasamningsviðræðum að stéttaskipting aukist og það er auðvitað mjög erfitt að takast á við þessar aðstæður. Þarna erum við þá bæði að takast á við viðsemjendur okkar og svo erum við líka að takast á við þessa sterku hagsmunahópa innan hreyfingarinnar.“ Sólveig Anna segir að þegar skrifað hafi verið undir langtímasamninga fyrir tæplega tveimur árum hafi verið fallist á hóflegar launahækkanir í þeirri viðleitni að ná niður verðbólgu og vöxtum. „En hið opinbera átti að stilla allri gjaldtöku í hóf og ekki hækka opinber gjöld meira en um nokkur prósent og atvinnurekendur áttu að stilla sig í verðhækkunum, en það hefur ekki gerst,“ segir hún og að atvinnurekendur hafi velt öllu út í verðlag. Leigusalar hafi ekki stillt sig í að hækka leigu og hið opinbera hafi ekki stillt sig. Samið hafi, til dæmis, verið við kennara um miklu ríflegri hækkanir en aðrir fengu og þannig hafi samþykktin við Breiðfylkingu í raun verið rofin. Auk þess hafi frá þeim tíma orðið nokkuð launaskrið á opinberum og almennum markaði. Sólveig Anna segir það til marks um það að hátt vaxta- og verðbólgustig bíti ekki svo mikið á „vel settri millistétt“ og þeim sem hafi það betra en það og því séu þau ekki tilbúin að leggja neinar skerðingar á sig. „En þetta ástand bítur auðvitað mjög harkalega á verka- og láglaunafólki.“ Sólveig Anna segir forsenduákvæði í kjarasamningunum hafa miðað við að verðbólga væri komin á ákveðinn stað þegar forsendur verði endurskoðaðar, í haust, og það sé ýmislegt sem bendi til þess að samningar gætu opnast miðað við það. „Við sem gerðum þessa samninga höfum þurft að sitja undir gagnrýni frá öðrum í verkalýðshreyfingunni, meðal annars forystu sem einmitt kom ekki að gerð þessara samninga, um að þetta hafi verið lélegar forsendur sem að við höfum sett þarna inn. Staðreyndin er auðvitað sú að það var engin leið í þessum kjarasamningsviðræðum að fá Samtök atvinnulífsins til þess að fallast á að forsendurnar ættu til dæmis að snúast um það að vaxtastigið myndi lækka visst mikið.“ Forsenduákvæði kjarasamninga: Í september 2026 skal taka formlega afstöðu til eftirfarandi forsendu: • 12 mánaða verðbólga í ágúst 2026 mælist ekki yfir 4,7%. Forsenda þessi telst þó hafa staðist ef verðbólga á 6 mánaða tímabilinu frá mars – ágúst 2026 verður 4,4% eða lægri miðað við árshraða. Sólveig Anna segir að það hefði ekki verið hægt að fá fram harðari forsendur nema með verkfallsaðgerðum og hún hafi ekki metið sem svo að hægt væri að senda Eflingarfólk í verkfall út af forsenduákvæðum. „Fólk innan hreyfingarinnar sem gagnrýnir þessi forsenduákvæði mikið, virðist ekki vilja horfast í augu við þessa staðreynd. Þetta voru góðir samningar. Þarna komu inn til dæmis ókeypis skólamáltíðir sem hafa auðvitað mjög mikil og góð áhrif fyrir fjölskyldur sem hafa ekki mikið á milli handanna,“ segir Sólveig Anna. Friðarskylda falli niður ef samningar opnast Hún segir að ef forsendur standist ekki í haust og samningar opnist eigi eftir að fara af stað áhugaverð atburðarás sem hún hafi aldrei tekið þátt í. Þá verði að skoða hverju sé hægt að bæta í samningana og ef það verður ekki hægt þá þurfi að segja samningum upp og þá sé ekki lengur friðarskylda á vinnumarkaði. „Þá erum við auðvitað bara komin á allt annan stað. Þá höfum við öll þau réttindi sem við höfum í venjulegum kjarasamningsviðræðum, meðal annars þau að fara í aðgerðir. Ég var að vona að þessir samningar myndu halda út samningstímabilið, meðal annars vegna þess að ég vil að vinnudeilusjóður Eflingar haldi áfram að fitna, eins og púkinn á fjósbitanum, þannig að þegar að því kemur að samningar væru galopnir og við værum vel undirbúin og komin að samningsborðinu á ný að þá gætum við verið með allt í þeirri baráttu sem við þurfum að vera með okkur.“ Hún segir að sama hvað gerist sé Efling alltaf tilbúin og mæti vel undirbúin til leiks, sama hvernig fer. Hagsmunir verkafólks eigi að ráða för Sólveig Anna segist aldrei hafa farið leynt með að vandinn sem mæti verkafólki sé víða og oft og tíðum innan verkalýðshreyfingarinnar. Það hafi allir á vinnumarkaði sama rétt til að semja og fara í verkfall en það sé ósanngjarnt að láglaunafólk eigi alltaf að semja fyrst, nýta verkfallsréttinn og fái fórnir til að ákveða hvert svigrúmið við atvinnurekendur er almennt á vinnumarkaði. Þetta sé ekki eðlilegt ástand og að hennar mati ekki það sem verkalýðshreyfingin eigi að snúast um. „Ég myndi vilja leysa þetta með þeim hætti að foringjar og forysta verkalýðshreyfingarinnar, bæði á almenna og opinbera markaðnum, myndu fallast á það að best sé á þessum tímapunkti að láta hagsmuni verkafólks ráða för þegar sest er við samningaborðið,“ segir Sólveig Anna og að húsnæðismarkaður, há verðbólga og vextir bitni helst á þessum hópi. Hún telji þó ólíklegt að það sé stemning innan verkalýðshreyfingarinnar til að fara þessa leið. Vilhjálmur Birgisson sé þó sammála henni og hún telji líklegt að innan BSRB væri líklega áhugi á þessu, auk þess sem iðnaðarmenn og Samiðn og Byggiðn hafi verið tilbúnir til að fara þessa leið. „En vandinn er innan Alþýðusambandsins og vandinn er innan BHM og svo hjá þessum valdamiklu hópum sem að bara í ljósi mikilvægrar samfélagsstöðu sinnar, eins og til dæmis flugvirkjum… Vandinn er að þessir hópar ætla aldrei að gefa neitt eftir. Þeir fallast ekki á þær hækkanir sem við semjum um og vilja svo bara alltaf fá meira.“ Hvað varðar ríkisstjórnina sem er við völd segir Sólveig Anna að hún hafi verið tilbúin til að vera jákvæð til að byrja með en hún hafi núna valdið henni vonbrigðum. Aðgerðir á húsnæðismarkaði hafi ekki verið nægilegar. Þau hafi talað fyrir hömlum á AirBnb og leiguþaki en það virðist ekki áhugi á því innan ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin vilji ekki styggja leigusala „Ég held að ein af ástæðunum sé sú að fjármálaráðherra einfaldlega trúir bara á það að markaðurinn muni leysa þetta. Ég held að hann sé bara alveg kirfilega bundinn inn í hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar um að einmitt hér sé bara einhver frábær markaður og hann á endanum muni sætta sig.“ Auk þess sé á landinu „stór og valdamikill hópur“ sem hafi mikilla hagsmuna að gæta og „noti leigumarkaðinn og húsnæðismarkaðinn sem gróðauppsprettu.“ Ríkisstjórnin vilji ekki styggja þennan hóp. Að stjórnarliðar þori einfaldlega ekki að grípa til róttækari aðgerða af því þeir vilja ekki styggja þennan hóp, því miður. Hún segir vanta sterkt verkafólk inn á þing en bindi þó vonir við Ragnar Þór Ingólfsson, nýjan félags- og húsnæðismálaráðherra, og að hann beiti sér fyrir þessum málum. Sólveig Anna snerti einnig undir lokin á því að henni hafi ekki verið boðið í Vikulokin á RÚV en hún vakti máls á því fyrir stuttu. Hún gagnrýndi val þáttastjórnanda Vikuloka á Rás 1 og hótaði að hætta að greiða útvarpsgjaldið svari þau ekki fyrir af hverju henni væri aldrei boðið. Morgunútvarpið á Rás 2 brást við gagnrýninni og talaði við hana í gær. Hún segist móðgunargjörn manneskja en málið snúist um það að fulltrúar langstærsta verkalýðsfélags láglaunafólks á þessu landi fái ekki pláss til að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri í þætti þar sem er verið að ræða gerð kjarasamninga. Það sé rangt og ólýðræðislegt og bendi til „millistéttarslagsíðu“. Þátturinn er langur og er hægt að hlusta á hann í heild að ofan.
Forsenduákvæði kjarasamninga: Í september 2026 skal taka formlega afstöðu til eftirfarandi forsendu: • 12 mánaða verðbólga í ágúst 2026 mælist ekki yfir 4,7%. Forsenda þessi telst þó hafa staðist ef verðbólga á 6 mánaða tímabilinu frá mars – ágúst 2026 verður 4,4% eða lægri miðað við árshraða.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Félagasamtök Bítið Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira