Innlent

„Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þær Anahita og Elissa ræða við Katrínu Oddsdóttur verjenda sinn í héraðsdómi í morgun.
Þær Anahita og Elissa ræða við Katrínu Oddsdóttur verjenda sinn í héraðsdómi í morgun. Vísir/Anton Brink

Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli hvalveiðimótmælendanna Anahitu Babaei og Elissu Bijou sem hlekkjuðu sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 í 33 klukkustundir árið 2023. Þær segjast tilbúnar til að standa á sínu í réttarsal og segja heiminn standa með sér.

Ákæran var þingfest í júní á síðasta ári. Þær Anahita og Elissa urðu landsfrægar í september 2023 þegar þær komu sér fyrir í tunnum hvalskipanna tveggja í skjóli nætur, í því skyni að koma í veg fyrir að bátarnir kæmust úr höfn. Þær eru ákærðar fyrir húsbrot og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.

Tilbúnar

Fréttastofa náði tali af tvíeykinu áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Þær segjast tilbúnar til að standa á sínu.

„Við erum tilbúnar. Tilbúnar til að standa andspænis dómaranum,“ segir Elissa. Anahita segir það skrítið að þurfa að verja sinn rétt til tjáningarfrelsis.

„Eftir alla þessa bið höfum við getað aflað fleiri gagna sem sýna fram á hvernig þessi aðgerð er brot á svo mörgum alþjóðalögum. Við erum með lögin okkar megin í þessu máli, meirihluti Íslendinga styður okkur, meirihluti heimsbyggðarinnar styður okkur, vísindin líka, þannig við erum mjög öruggar.“

Elissa segir biðina hafa verið langa eftir málaferlunum. Tvö og hálft ár. „Sama hvernig þetta fer gefur þetta okkur tækifæri til að verja hvalina, þar sem þeir geta ekki verið hér. Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir,“ segir Anahita.


Tengdar fréttir

Falla frá hluta ákæru vegna tunnumót­mælanna

Ákæruvaldið hefur ákveðið að falla frá þeim hluta ákæru á hendur Anahitu Babaei og Elissu May Philipps sem varðar brot gegn lögum um siglingavernd vegna hvalveiðimótmælanna í september 2023. 

Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga

Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla.

Ákærðar tveimur árum eftir tunnumót­mælin

Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×