Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2026 06:56 Skýrsla HMS fjallar einnig um lánamarkaðinn og þar kemur fram að umsvif á skammtímaleigumarkaði hafi verið álíka mikil árið 2025 og þau voru árið 2024. Kaupsamningum í nóvember 2025 fækkaði um 17 prósent milli ára og voru aðeins 779 talsins, líklega vegna tímabundins skerts aðgengis að íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða um miðjan október. Frá þessu er greint í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Að minnsta kosti 1.025 kaupsamningum á fasteignamarkaði var þinglýst í desember en samkvæmt HMS má leiða líkur að því að hluti þeirra varði viðskipti sem frestuðust tímabundið á meðan óvissa var uppi vegna dómsins. Alls voru 740 íbúðir teknar af söluskrá í desember. Vísitala íbúðaverðs lækkaði í desember, annan mánuðinn í röð, en á síðsutu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,11 prósent á sama tíma og verðbólga mældist 4,5 prósent. Íbúðaverð lækkaði meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð hefur ekki haldið í við almenna verðlagsþróun undanfarna mánuði, heldur lækkað að raunvirði fimm mánuði í röð sé miðað við tólf mánaða breytingu. „Viðsnúningur varð í þróun raunverðs á árinu sem var að líða, þar sem íbúðir fóru frá því að hafa hækkað um 5,5% að raunvirði á milli janúarmánaða 2024 og 2025 í að hafa lækkað um 2,27% að raunvirði á milli desembermánaða 2024 og 2025,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt könnun HMS meðal fasteignasala telja flestir þeirra virkni á fasteignamarkaði litla miðað við árstíma. Fasteignamarkaðurinn sé því áfram kaupendamarkaður. Þó megi greina aukningu í aðsókn á fyrstu viku sölutíma. Alls voru 5.105 íbúðir til sölu á landinu öllu í upphafi árs en önnur hver íbúð á höfuðborgarsvæðinu er í nýbyggingu. Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs seldist rúmlega ein af hverjum sex nýjum íbúðum til sölu en helmingur af öðrum íbúðum. Í skýrslunni er fjallað um nýtt mælaborð um fyrstu kaupendur en á síðasta ári var hlutfall fyrstu kaupa 34 prósent. Það hefur verið 32 prósent að meðaltali frá því í ársbyrjun 2007 en sveiflast á milli mánaða og ára. Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Að minnsta kosti 1.025 kaupsamningum á fasteignamarkaði var þinglýst í desember en samkvæmt HMS má leiða líkur að því að hluti þeirra varði viðskipti sem frestuðust tímabundið á meðan óvissa var uppi vegna dómsins. Alls voru 740 íbúðir teknar af söluskrá í desember. Vísitala íbúðaverðs lækkaði í desember, annan mánuðinn í röð, en á síðsutu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,11 prósent á sama tíma og verðbólga mældist 4,5 prósent. Íbúðaverð lækkaði meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð hefur ekki haldið í við almenna verðlagsþróun undanfarna mánuði, heldur lækkað að raunvirði fimm mánuði í röð sé miðað við tólf mánaða breytingu. „Viðsnúningur varð í þróun raunverðs á árinu sem var að líða, þar sem íbúðir fóru frá því að hafa hækkað um 5,5% að raunvirði á milli janúarmánaða 2024 og 2025 í að hafa lækkað um 2,27% að raunvirði á milli desembermánaða 2024 og 2025,“ segir í skýrslunni. Samkvæmt könnun HMS meðal fasteignasala telja flestir þeirra virkni á fasteignamarkaði litla miðað við árstíma. Fasteignamarkaðurinn sé því áfram kaupendamarkaður. Þó megi greina aukningu í aðsókn á fyrstu viku sölutíma. Alls voru 5.105 íbúðir til sölu á landinu öllu í upphafi árs en önnur hver íbúð á höfuðborgarsvæðinu er í nýbyggingu. Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs seldist rúmlega ein af hverjum sex nýjum íbúðum til sölu en helmingur af öðrum íbúðum. Í skýrslunni er fjallað um nýtt mælaborð um fyrstu kaupendur en á síðasta ári var hlutfall fyrstu kaupa 34 prósent. Það hefur verið 32 prósent að meðaltali frá því í ársbyrjun 2007 en sveiflast á milli mánaða og ára. Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira