Bíó og sjónvarp

Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Edda Björgvins, Sveppi, Sigurður Þór, Snjólaug Lúðvíks og Villi Neto munu keppa í íslenska Taskmaster.
Edda Björgvins, Sveppi, Sigurður Þór, Snjólaug Lúðvíks og Villi Neto munu keppa í íslenska Taskmaster.

Fimm vel valdir keppendur hafa farið á kostum við upptökur á fyrstu þáttaröðinni af íslensku útgáfu skemmtiþáttarins Taskmaster sem hefur göngu sína á SÝN í lok mars næstkomandi.

Í þættinum etja fimm íslenskir skemmtikraftar kappi í óvæntum og oft furðulegum þrautum sem krefjast útsjónarsemi, hugmyndaauðgi og húmors. Allt er þetta gert í nafni heiðurs og hláturs en einnig til að finna út hver verði hinn eini sanni þrautakóngur.

Þættinum, þrautunum og keppninni verður stjórnað af Ara Eldjárni sem verður Taskmasterinn og Jóhanni Alfreð Kristjánssyni aðstoðarmanni hans sem leiðir keppendur í gegnum þrautirnar skemmtilegu.

Leikarar og grínistar

Keppendur fyrstu þáttaraðarinnar þarf vart að kynna enda eiga þau það sameiginlegt að vera þekkt fyrir grín sitt og gaman sem leikarar, skemmtikraftar, uppistandarar og samfélagsmiðlastjörnu. 

Keppendurnir eru: Edda Björgvinsdóttir, leikkona; Snjólaug Lúðvíksdóttir, uppistandari; Sigurður Óskarsson, leikari; Sverrir Þór Sverrisson/Sveppi, skemmtikraftur og sjónvarpsstjarna; Vilhelm Netó, leikari og uppistandari.

Taskmaster hóf fyrst göngu sína í Bretlandi og hefur síðan farið sigurför um heiminn, verið framleiddir og sýndir í á þriðja tug landa. Hefur það víða þótt eftirsótt að komast að sem keppandi í þessum gríðarvinsælu þáttum.

Tökur halda áfram í febrúar þegar skorið verður úr um hver ber sigur úr bítum í fyrstu íslensku þáttaröð Taskmaster. Aðdáendum gefst kostur á að vera viðstaddir upptökur en hægt er að skrá sig á dagsetningar hér en þar er tuttugu ára aldurstakmark.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.