Sport

Dag­skráin: Meistara­deild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal-mennirnir Declan Rice og Viktor Gyokeres verða í sviðsljósinu á San Siro í kvöld.
Arsenal-mennirnir Declan Rice og Viktor Gyokeres verða í sviðsljósinu á San Siro í kvöld. Getty/Mark Leech

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum.

Meistaradeild Evrópu byrjar aftur á nýju ári og lið eins og Manchester City, Arsenal, Napoli, Internazionale og Tottenham verða öll í eldlínunni í kvöld. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjunum samtímis og Meistaradeildarmörkin gera svo upp kvöldið.

Stórleikur kvöldsins er á milli Internazionale og Arsenal í Mílanó en augu okkar Íslendinga verða líka á leik FCK Kaupmannahafnar og Napoli þar sem Viktor Bjarki Daðason fær vonandi að spreyta sig á móti ítölsku meisturunum.

Það verða þrír leikir sýndir beint í Bónus-deild kvenna í körfubolta og þar á meðal er nágrannaslagur KR og Vals.

Lokasóknin verður á dagskrá í kvöld en nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitaleikjum Ameríku- og Þjóðadeildanna um næstu helgi.

Kvöldið endar síðan með leik úr bandarísku íshokkídeildinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik KR og Vals í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 18.05 hefst bein útsending frá leik Stjörnunnar og Hamars/Þórs í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 3

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Hauka og Ármanns í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Sýn Sport

Klukkan 19.30 hefst Meistaradeildarmessan þar sem verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.

Klukkan 22.00 hefjast Meistaradeildarmörkin þar sem farið verður yfir mörkin í öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.

Klukkan 22.50 hefst þátturinn Lokasóknin þar sem farið verður yfir helgina í NFL-deildinni.

Sýn Sport 2

Klukkan 17.35 hefst bein útsending frá leik Bodö/Glimt og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Tottenham og Dortmund í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Sýn Sport 3

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik FC Kaupmannahafnar og Napoli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Sýn Sport 4

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Olympiacos og Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Sýn Sport 5

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Villarreal og Ajax í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 15.20 hefst bein útsending frá leik Kairat Almaty og Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Internazionale og Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Tampa Bay Lightning og Minnesota Wild í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×