Erlent

Hætta vinnslu um­sókna inn­flytj­enda frá 75 ríkjum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Marco Rubio er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að hætta vinnslu  umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum, þar sem þau segja viðkomandi einstaklinga líklega til að þarfnast fjárhagslegrar aðstoðar frá hinu opinbera.

Á samfélagsmiðlum bandaríska utanríkisráðuneytisins segir að vinnslu verði hætt á umsóknum einstaklinga frá þeim 75 ríkjum hvers ríkisborgarar hafa „tekið bætur frá Bandaríkjamönnum“ í óásættanlegum mæli.

Ákvörðunin tekur gildi 21. janúar næstkomandi og verður í gildi þar til búið er að endurskoða úrvinnsluferlið. Hún gildir hins vegar ekki um einstaklinga sem koma til landsins sem ferðamenn eða vegna vinnu sinnar.

Ríkin eru:

Afganistan, Albanía, Alsír, Antígva og Barbúda, Armenía, Aserbaídsjan, Bahama-eyjar, Bangladess, Barbados, Belarús, Belís, Bútan, Bosnía, Brasilía, Búrma, Kambódía, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Kólumbía, Kongó, Kúba, Dóminíka, Egyptaland, Erítrea, Eþíópía, Fíjí, Gambía, Georgía, Gana, Grenada, Gvatemala, Gínea, Haítí, Íran, Írak, Fílabeinsströndin, Jamaíka, Jórdanía, Kasakstan, Kosovó, Kúvæt, Kirgistan, Laos, Líbanon, Líbería, Líbía, Makedónía, Moldóva, Mongólía, Svartfjallaland, Morokkó, Nepal, Níkaragva, Nígería, Pakistan, Vestur-Kongó, Rússland, Rúanda, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur, Senegal, Síerra Leóne, Sómalía, Suður-Súdan, Súdan, Sýrland, Tansanía, Taíland, Tógó, Túnis, Úganda, Úrúgvæ, Úsbekistan og Jemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×