Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2026 13:09 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður gestur á fundinum sem er ætlað að vera lágstemmdur. Vísir/Vilhelm Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál. Tilkynninguna um fundinn má sjá á vef flokksins. Þar segir að Samfylkingarfélagið í Reykjavík gangist í vetur fyrir spjallfundum um Ísland og Evrópusambandið og að haldnir séu stuttir fundir mánaðarlega með einum gesti eða tveimur. Næsti fundur verði nú á miðvikudag í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg og gestur sjálf Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Spjallað verði um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum, væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu og stöðu Evrópusambandsins hér og á alþjóðavettvangi. „Þetta spjall um Evrópu er haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla, og er tilgangurinn bæði að fræðast og undirbúa sig fyrir atkvæðagreiðsluna um aðildarviðræður seinna á kjörtímabilinu. Allir félagar velkomnir ‒ og takið með ykkur gesti!“ Aukinn kraftur hefur færst í umræðuna um Evrópumál undanfarna daga vegna ólgunnar í heimsmálum og yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar um Grænland. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sagt áherslu verða lagða á að klára varnarsamning við ESB og boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður verði lögð fyrir Alþingi í vor. Óformlegur fundur „Við erum kannski ekkert að prjóna þetta mál í hæstu hæðir, við gætum alveg eins verið í matreiðsluklúbbi, jafnaðarmenn og áhugamenn um ítalska matseld,“ segir Sigfús Ómar Höskuldsson formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í samtali við Vísi. „Það eru ekki allir jafn áhugasamir um þetta mál, en það getur verið mikilvægt fyrir íslenska þjóð að taka þessa umræðu. Við erum ekki að halda formlegan fund til að álykta um neitt, þetta er umræða, líkt og að sitja við eldhúsborðið og spjalla. Þetta er ekki gert til þess að blaðamenn geti vitnað til þeirra samræðna sem þarna eiga sér stað, en það er heldur ekkert að fela þarna.“ „Það er algjör tilviljun að það sem búið er að vera að gerast í heiminum rími við efni þessa fundar og að Kristrún sé að sækja hann,“ segir Sigfús. „Þetta var löngu bókað og löngu ákveðið, það er bara tilviljun. Auðvitað gefur það fundinum aukið vægi að slíkur gestur sæki hann, sérstaklega í ljósi umræðunnar, en það er bara tilviljun.“ Leiðtogar flokkanna ræddu Evrópumálin meðal annars í Kryddsíldinni á Gamlársdag. Samfylkingin Evrópusambandið Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Tengdar fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. 10. janúar 2026 09:45 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Tilkynninguna um fundinn má sjá á vef flokksins. Þar segir að Samfylkingarfélagið í Reykjavík gangist í vetur fyrir spjallfundum um Ísland og Evrópusambandið og að haldnir séu stuttir fundir mánaðarlega með einum gesti eða tveimur. Næsti fundur verði nú á miðvikudag í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg og gestur sjálf Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Spjallað verði um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum, væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu og stöðu Evrópusambandsins hér og á alþjóðavettvangi. „Þetta spjall um Evrópu er haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla, og er tilgangurinn bæði að fræðast og undirbúa sig fyrir atkvæðagreiðsluna um aðildarviðræður seinna á kjörtímabilinu. Allir félagar velkomnir ‒ og takið með ykkur gesti!“ Aukinn kraftur hefur færst í umræðuna um Evrópumál undanfarna daga vegna ólgunnar í heimsmálum og yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar um Grænland. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sagt áherslu verða lagða á að klára varnarsamning við ESB og boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður verði lögð fyrir Alþingi í vor. Óformlegur fundur „Við erum kannski ekkert að prjóna þetta mál í hæstu hæðir, við gætum alveg eins verið í matreiðsluklúbbi, jafnaðarmenn og áhugamenn um ítalska matseld,“ segir Sigfús Ómar Höskuldsson formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í samtali við Vísi. „Það eru ekki allir jafn áhugasamir um þetta mál, en það getur verið mikilvægt fyrir íslenska þjóð að taka þessa umræðu. Við erum ekki að halda formlegan fund til að álykta um neitt, þetta er umræða, líkt og að sitja við eldhúsborðið og spjalla. Þetta er ekki gert til þess að blaðamenn geti vitnað til þeirra samræðna sem þarna eiga sér stað, en það er heldur ekkert að fela þarna.“ „Það er algjör tilviljun að það sem búið er að vera að gerast í heiminum rími við efni þessa fundar og að Kristrún sé að sækja hann,“ segir Sigfús. „Þetta var löngu bókað og löngu ákveðið, það er bara tilviljun. Auðvitað gefur það fundinum aukið vægi að slíkur gestur sæki hann, sérstaklega í ljósi umræðunnar, en það er bara tilviljun.“ Leiðtogar flokkanna ræddu Evrópumálin meðal annars í Kryddsíldinni á Gamlársdag.
Samfylkingin Evrópusambandið Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Tengdar fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. 10. janúar 2026 09:45 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. 10. janúar 2026 09:45