Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson og Kolbeinn H. Stefánsson skrifa 8. janúar 2026 12:30 Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum. Ein áskorunin og jafnframt tækifæri samtímans, felst í því hvernig við mætum hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og tryggjum að eldra fólk geti áfram verið virkir þátttakendur í samfélaginu, og þá ekki síður á atvinnumarkaðinum. Reynslan er dýrmæt auðlind Það er algengur misskilningur að starfskraftar fólks rýrni sjálfkrafa við ákveðinn aldur. Þvert á móti, þá býr eldra fólk yfir dýrmætri reynslu, yfirsýn og vinnusiðferði sem getur sem dæmi verið mikilvægt fyrir atvinnulífið. Sjálfbært samfélag kallar á skipulag þar sem rými er fyrir ólík hlutverk og ólíka þátttöku fólks á öllum æviskeiðum. Slíkt getur gerst með sveigjanleika og starfsumhverfi þar sem unnið er markvisst gegn aldursfordómum. Þannig má hindra félagslega einangrun og það efnahagslega tap sem hlýst af því þegar fólk þarf að fara of snemma út af vinnumarkaði.„Vinnan, fjölskyldan og skyldur móta líf eldra fólks á mjög ólíkan hátt þvert á Evrópu. Þar sem umönnun er á ábyrgð hins opinbera hefur fólk meira rými til að viðhalda heilsu sinni, starfsgleði og virkni; þar sem umönnun hvílir hins vegar sem skylda innan fjölskyldna eykst hættan á kulnun eða starfslokum. Skilningur á þessum kerfislægu og menningarlegu þáttum er lykilatriði þegar huga þarf að lengri og heilbrigðari starfsævi.“ (Ieva Reine, rannsakandi við Háskólann í Uppsölum)Virkni er lykill að vellíðan Rannsóknir sýna að áframhaldandi þátttaka til dæmis í atvinnulífinu eða sjálfboðaliðastarfi hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu eldra fólks. Þegar fólki finnst það hafa hlutverk og tilgang, eykst lífshamingjan. Þetta er ekki spurning um að allir verði að vinna fram á tíræðisaldur, heldur spurning um raunverulegt valfrelsi. Það þarf að efla þau kerfi sem hvetja fólk til þátttöku - í stað þess að letja eða refsa með flóknum reglum eða skertum kjörum.Málþing um framtíðina Hvernig tryggjum við að íslenskt samfélag verði leiðandi í að virkja krafta eldra fólks? Hvernig getum við skipulagt og stutt við atvinnulíf sem er sjálfbært fyrir allar kynslóðir?Umræðan er mikilvæg og um þessi mál verður fjallað á málþingi um atvinnu og starfslok eldra fólks sem haldið verður í Norræna húsinu 14. janúar næstkomandi og íMenningarhúsinu Hofi 16. janúar (nánar hér). Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar deila þekkingu sinni og þeir sem hafa áhuga á samfélagsmálum geta komið til að fræðast og ræða málin.Hækkandi aldur þjóðarinnar þarf ekki að líta á sem byrði, heldur sem tækifæri til að nýta þann reynslubrunn sem eldra fólk býr að. Á því veltur sjálfbærni samfélagsins, að allir fái að njóta sín – óháð fæðingarári.Höfundar eru prófessor og dósent og starfa báðir við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum. Ein áskorunin og jafnframt tækifæri samtímans, felst í því hvernig við mætum hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og tryggjum að eldra fólk geti áfram verið virkir þátttakendur í samfélaginu, og þá ekki síður á atvinnumarkaðinum. Reynslan er dýrmæt auðlind Það er algengur misskilningur að starfskraftar fólks rýrni sjálfkrafa við ákveðinn aldur. Þvert á móti, þá býr eldra fólk yfir dýrmætri reynslu, yfirsýn og vinnusiðferði sem getur sem dæmi verið mikilvægt fyrir atvinnulífið. Sjálfbært samfélag kallar á skipulag þar sem rými er fyrir ólík hlutverk og ólíka þátttöku fólks á öllum æviskeiðum. Slíkt getur gerst með sveigjanleika og starfsumhverfi þar sem unnið er markvisst gegn aldursfordómum. Þannig má hindra félagslega einangrun og það efnahagslega tap sem hlýst af því þegar fólk þarf að fara of snemma út af vinnumarkaði.„Vinnan, fjölskyldan og skyldur móta líf eldra fólks á mjög ólíkan hátt þvert á Evrópu. Þar sem umönnun er á ábyrgð hins opinbera hefur fólk meira rými til að viðhalda heilsu sinni, starfsgleði og virkni; þar sem umönnun hvílir hins vegar sem skylda innan fjölskyldna eykst hættan á kulnun eða starfslokum. Skilningur á þessum kerfislægu og menningarlegu þáttum er lykilatriði þegar huga þarf að lengri og heilbrigðari starfsævi.“ (Ieva Reine, rannsakandi við Háskólann í Uppsölum)Virkni er lykill að vellíðan Rannsóknir sýna að áframhaldandi þátttaka til dæmis í atvinnulífinu eða sjálfboðaliðastarfi hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu eldra fólks. Þegar fólki finnst það hafa hlutverk og tilgang, eykst lífshamingjan. Þetta er ekki spurning um að allir verði að vinna fram á tíræðisaldur, heldur spurning um raunverulegt valfrelsi. Það þarf að efla þau kerfi sem hvetja fólk til þátttöku - í stað þess að letja eða refsa með flóknum reglum eða skertum kjörum.Málþing um framtíðina Hvernig tryggjum við að íslenskt samfélag verði leiðandi í að virkja krafta eldra fólks? Hvernig getum við skipulagt og stutt við atvinnulíf sem er sjálfbært fyrir allar kynslóðir?Umræðan er mikilvæg og um þessi mál verður fjallað á málþingi um atvinnu og starfslok eldra fólks sem haldið verður í Norræna húsinu 14. janúar næstkomandi og íMenningarhúsinu Hofi 16. janúar (nánar hér). Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar deila þekkingu sinni og þeir sem hafa áhuga á samfélagsmálum geta komið til að fræðast og ræða málin.Hækkandi aldur þjóðarinnar þarf ekki að líta á sem byrði, heldur sem tækifæri til að nýta þann reynslubrunn sem eldra fólk býr að. Á því veltur sjálfbærni samfélagsins, að allir fái að njóta sín – óháð fæðingarári.Höfundar eru prófessor og dósent og starfa báðir við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun