Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Agnar Már Másson skrifar 30. desember 2025 15:48 Pétur Marteinsson var áður í framboði fyrir Sjálsftæðisflokkinn í Reykjavík norður. Það eru reyndar sextán ár liðin síðan þá. Samsett Mynd Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn. Kristrún, sem er formaður Samfylkingarinnar, staðfesti þetta við fjölmiðlamenn er hún gekk inn á ríkisráðsfund klukkan 15 í dag. „Ég hef heyrt af áhuga hans, mér finnst það bara mjög jákvætt,“ sagði hún. „Við höfum rætt saman, ég og Pétur, eins og fleiri aðila sem eru að huga að framboði fyrir flokkinn en ég kem ekki beint að þessu vali frekar en grasrót flokksins,“ bætti formaðurinn við. Pétur Hafliði Marteinsson er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu en rekur nú meðal annars Kaffihús Vesturbæjar ásamt sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. Auk þess er hann markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins OZ Sport. Í alþingiskosningum 2009 skipaði Pétur níunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Að svo stöddu er Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri eini frambjóðandinn sem hefur formlega lýst því yfir að hún sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni en vinsældir hennar mælast litlar. Aftur á móti mælist fylgi Samfylkingarinnar 25 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnun Maskínu, og er því næststærstur á eftir Sjálfstæðisflokknum. Í fréttum Rúv í vikunni var greint frá því að fólk hefði komið að máli við Pétur vegna hugsanlegs framboðs og hann sagðist þá liggja undir feldi. Viðskiptablaðið segir sínar heimildir herma að Pétur hafi þegar sagt við sína nánustu að hann ætli í framboð og að hann hafi hitt Kristrúnu á Kaffi Vest til að ræða málið. Fréttastofa hefur ekki náð í Pétur í vikunni. Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Kristrún, sem er formaður Samfylkingarinnar, staðfesti þetta við fjölmiðlamenn er hún gekk inn á ríkisráðsfund klukkan 15 í dag. „Ég hef heyrt af áhuga hans, mér finnst það bara mjög jákvætt,“ sagði hún. „Við höfum rætt saman, ég og Pétur, eins og fleiri aðila sem eru að huga að framboði fyrir flokkinn en ég kem ekki beint að þessu vali frekar en grasrót flokksins,“ bætti formaðurinn við. Pétur Hafliði Marteinsson er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu en rekur nú meðal annars Kaffihús Vesturbæjar ásamt sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. Auk þess er hann markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins OZ Sport. Í alþingiskosningum 2009 skipaði Pétur níunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Að svo stöddu er Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri eini frambjóðandinn sem hefur formlega lýst því yfir að hún sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni en vinsældir hennar mælast litlar. Aftur á móti mælist fylgi Samfylkingarinnar 25 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnun Maskínu, og er því næststærstur á eftir Sjálfstæðisflokknum. Í fréttum Rúv í vikunni var greint frá því að fólk hefði komið að máli við Pétur vegna hugsanlegs framboðs og hann sagðist þá liggja undir feldi. Viðskiptablaðið segir sínar heimildir herma að Pétur hafi þegar sagt við sína nánustu að hann ætli í framboð og að hann hafi hitt Kristrúnu á Kaffi Vest til að ræða málið. Fréttastofa hefur ekki náð í Pétur í vikunni.
Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira