Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 11:02 Heimsmethafinn Armand Duplantis og fótboltastjarnan Aitana Bonmatí þóttu skara fram úr á árinu. Samsett/Getty Alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, AIPS, hafa valið íþróttafólk ársins sem að þessu sinni kemur úr frjálsum íþróttum og fótbolta. Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar. Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar.
Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira