Innlent

Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins: „Þor­gerður er afar indæl“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Myndin af Þorgerði og Hlyni sem fylgdi færslunni.
Myndin af Þorgerði og Hlyni sem fylgdi færslunni.

Starfsmenn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem sjá um samfélagsmiðla virðast afar ánægðir með utanríkisráðherrann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, ef marka má færslu sem birtist á Facebook í morgun. Þar segir einfaldlega: „Þorgerður er afar indæl“.

Með færslunni er birt mynd af Þorgerði Katrínu og Hlyni Höskuldssyni, deildarstjóra hjá SHS, þar sem þau ræða saman í jólaboði utanríkisráðuneytisins sem er sagt hafa farið fram í gærkvöldi. 

Þá er fjallað um aðkomu SHS að Operation Interbow, sem snýst um þjálfun úkraínskra hermanna í umönnun særðra félaga, og hvernig sérhæfðir bráðatæknar SHS ásamt leiðbeinendum frá öðrum löndum hafi menntað um það bil 650 liðsmenn Úkraínuhers í „combat medicine“, sem má þýða sem átaka bráðaþjónustu. 

Verkefninu sé hvergi nærri lokið, segir í færslunni, sem lýkur á orðunum „Slava Ukraini!“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×