Sport

Dag­skráin í dag: Pílu­kast og Ís­lands­meistarar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rydz stígur á svið í kvöld.
Rydz stígur á svið í kvöld. James Fearn/Getty Images

HM í pílukasti heldur áfram á rásum Sýnar Sport í dag. Þá verður farið yfir umferðina í enska boltanum og Íslandsmeistaralið Hauka í körfubolta tekið fyrir.

Sýn Sport Viaplay

Spennan magnast á HM í pílukasti sem rúllar í allan dag. Þrjár viðureignir eru á dagskrá í þriðju umferð mótsins klukkan 12:25 á Sýn Sport Viaplay þar sem Ricky Evans og Nathan Aspinall stíga meðal annars á svið.

Callan Rydz og Josh Rock klára þriðju umferðina með fyrstu viðureign kvöldsins en síðari tvær viðureignirnar í kvöld eru þær fyrstu í fjórðu umferð, 16 manna úrslitum.

Það er í beinni á Sýn Sport Viaplay klukkan 18:55.

Sýn Sport Ísland

Íslandsmeistaraserían rúllar áfram. Í kvöld verður tímabil kvennaliðs Hauka í körfubolta gert upp en Haukar urðu Íslandsmeistarar í vor. Þátturinn er klukkan 20:00 á Sýn Sport.

Sýn Sport

Þeir Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason fá til sín góðan gest í VARsjána þar sem umferðin í enska boltanum verður gerð upp á skemmtilegan hátt á Sýn Sport klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×