Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar 22. desember 2025 10:30 Fjarskiptaöryggi Innviðaráðherra ætlar ekki að verða við ósk Farice ehf, (Ríkisfyrirtæki sem á og rekur fjarskiptastrengi til útlanda) um að breyta fjarskiptalögum á þann veg að öryggi fjarskiptastrengja og helgunarsvæðis þeirra verði fulltryggt. Í frumvarpi ráðherra til breytinga á fjarskiptalögum er enn inni undanþáguheimild til ráðherra frá banni við botnfestingar sjókvía og annars búnaðar innan helgunarsvæða. Tæplega 200 athugasemdir bárust við frumvarpið þ.á.m. frá Farice ehf, Mílu, Ljósleiðaranum, Neyðarlínunni, Sýn og Samtökum iðnaðarins og fleirum. Allir nema einn áttu það sameiginlegt að vilja tryggja netöryggi þjóðarinnar og fella undanþáguheimild ráðherra út úr frumvarpinu. Undanþáguheimild ráðherra er í mótsögn við bannið og ómerkir það. Innviðaráðherra og starfsfólk hans í ráðuneytinu tók ekki mark á kröfu Farice og annarra fjarskiptafyrirtækja og einstaklinga, sem hafa áhyggjur af netörygginu og vildu undanþáguheimildina burt. Undanþáguheimildin er eingöngu sett inn vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Seyðisfirði því hennar er þörf þar en ekki við fjarskiptastrengina sem koma á land við Suðurströndina. Í briminu þar verður aldrei sett sjókvíaeldi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi(SFS) voru eini umsagnaraðilinn sem vildi halda undanþáguheimildinni inni. ítök SFS í stjórnkerfinu eru greinilega sterkari en Farice og annarra því ráðherra heldur undanþáguheimildinni inni. Innviðaráðherra lagði frumvarpið fram á Alþingi 15.12.2025. Vonandi er skynsemi alþingismanna það mikil að frumvarpið verið afgreitt án undanþáguheimildar og með netöryggi þjóðarinnar í fyrirrúmi. Og gleymum ekki frændum okkar í Færeyjum sem missa 2/3 hluta netsambands út ef Farice-1 bilar. Samgöngur og samgönguáætlun Ráðherra innviða- samgöngu- og sveitarstjórnarmála telur sig hafa fullt vald til að setja netöryggi og öryggi samgangna í síðasta sæti. Ráðherra ætlar alla vega að fórna hvoru tveggja fyrir laxeldi eins og hefur komið fram í rökum hans fyrir samgönguáætlun. Ef samgönguáætlun á að fara eftir því hverjir vilja sjókvíaeldi er stjórnsýslan komin á ansi lágt plan og traust á Alþingi fokið út í veður og vind. Innviðaráðherra sagði á Sprengisandi 14.12. s.l. að fjórir þættir væru viðmið í skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA), arðsemi, umferðaröryggi, tenging byggða og byggðaþróun. Hann bætti svo við að taka yrði tillit til náttúruvár eins og í Almenningum og Súðavíkurhlíð. Allt gott og blessað með það hjá ráðherra. Ég vitna í skýrslu RHA en þar segir um Fjarðarheiðargöng: „Vegna öryggismála og almannavarna er mikilvægt að skapa góða tengingu við önnur byggðarlög um vegakerfið, t.d. þegar atburðir á borð við snjóflóð og skriðuföll verða en þá getur sjóleiðin verið eina færa leiðin til Seyðisfjarðar.“ „Þetta sjónarmið hlýtur að vera enn mikilvægara en áður þegar litið er til þeirra miklu skriðufalla sem féllu í desember 2020 og rannsókna í kjölfarið sem dregið hafa betur í ljós áhættu af þessu tagi á Seyðisfirði.“ Foráttu veður er líka náttúruvá. Sem betur fer var Fjarðarheiði fær 18. desember 2020 þegar Seyðisfjarðarbær var rýmdur vegna skriðufalla og Héraðsmenn tóku vel á móti samborgurum sínum. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef sjóleiðin hefði verið eina leiðin þennan örlagaríka dag fyrir fimm árum. Það þarf að fara í Fjarðarheiðargöng eins og gildandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir og f.v. ríkisstjórn lofaði að flýta þeim eftir þessar náttúruhamfarir. Síðan eru liðin fimm ár og nýr innviðaráðherra hefur ákveðið að henda þeim út ú r samgönguáætlun, þrátt fyrir að skýrsla RHA vari við því. Umferðaröryggi Í skýrslu RHA kemur fram að tíðni umferðaróhappa er mjög há á Fjarðarheiði, tæplega 9 á ári, en mun lækka um 70% með Fjarðarheiðagöngum, þrátt fyrir mun meiri umferð um göngin en er nú á Fjarðarheiði. Innviðaráðherra telur að ekki þurfi að tryggja umferðaröryggi á Fjarðarheiði, hæsta og erfiðasta fjallvegi landsins, sem er um 20 km langur og nær í 620 m hæð. Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar í skýrslunni er árlegur viðhaldskostnaður á Fjarðarheiðarvegi að meðaltali 113 Mkr, þar af 91 Mkr í vetrarþjónustu. Vegagerðin hefur einnig gefið út að öryggi á veginum um Fjarðarheiði standist ekki alþjóðlegar kröfur og að ekki séu forsendur til að ráðast í viðunandi lagfæringar og uppbyggingu á veginum. Ráðherra , það er ekkert réttlæti og engin rök hafa komið fram fyrir því að ætla ekki að opna örugga láglendisleið, sem styttir vegalengdir innan Múlaþings. Tenging byggða Í skýrslu RHA segir: „Áberandi er hve samskipti munu aukast mikið milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða eða um 73%, en einnig munu samskipti aukast talsvert til bæjanna í Fjarðabyggð en þangað mun leiðin styttast enn meira en til Egilsstaða eða um 11,6 km frá Seyðisfirði. Þetta endurspeglar þau tækifæri sem göngin munu hafa til þess að auka atvinnu- og þjónustusókn milli Seyðisfjarðar og annarra svæða á Mið-Austurlandi.“ „Seyðisfjarðarhöfn (ferjuleið til Evrópu) og Seyðisfjarðarvegur 93 eru skilgreind í grunnneti samgangna“. „Aðgengi að ferjuhöfn Norrænu beint frá Hringvegi mun verða gott bæði fyrir ferðamenn og flutningabíla með varning sem fluttur er inn eða út úr landinu með Norrænu.“ „Fjarðarheiði hefur oft verið farartálmi þannig að fólksbílar, flutningabílar og rútur hafa ekki komist til eða frá ferjuhöfninni. Oft hefur hálka hamlað för og fólk og farartæki lent í svaðilförum þótt Fjarðaheiði hafi ekki talist ófær.“ Það er óskiljanlegt að innviðaráðherra sjái ekki tækifæri í innviðum í Seyðisfirði. Seyðisfjarðarhöfn er í Samevrópska flutningsnetinu. Í höfninni eru tvö ferjulægi og nýleg landtengin fyrir rafmagn fyrir stór skemmtiferðaskip. Verðmæti þessara innviða er a.m.k. 10 milljarða króna. Múlaþing er að skoða meiri nýtingu hafnarinnar með ferjusiglingum til Skotlands, þrátt fyrir svikin loforð um Fjarðarheiðargöng. Samgönguáætlun, sem samþykkt var í júní 2020, er enn í fullu gildi. Innviðráðherra ætlar að kollvarpa henni án þess að hafa fyrir því haldbær rök og engan fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélögin, sem hafa byggt á gildandi áætlun. „Fjarðarheiðargöng munu skapa góða og örugga vegtengingu til Egilsstaða sem segja má að sé miðstöð þjónustu og samgangna á Austurlandi.“ „Bættar tengingar milli staða hafa fjölþætt og almenn áhrif í samfélaginu auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd sem leiða af því að hindrunum á samskiptum hefur verið rutt úr vegi. Má þar nefna að húsnæðismarkaður verður meira samþættur á svæðinu sem gerir aðgengi að húsnæði betra og húsnæðisverð verður jafnara milli staða. Bættar tengingar munu hafa jákvæð áhrif á félagslíf og tómstundastarf og geta aukið fjölbreytni og virkni á því sviði. Lífsgæði og búsetufrelsi munu aukast við aukin tækifæri til samskipta.“ Af hverju metur innviðaráðherra það svo að fólk í Múlaþingi eigi ekki rétt á þessum lífsgæðum og búsetufrelsi, sem skýrsla RHA bendir á? Ríkið og Múlaþing eiga sjúkrahús á Seyðisfirði, innvið sem metinn er á rúman 1,3 milljarð. Heilbrigðisstofnun Austurlands(HSA) starfrækir þar heilsugæslu og öldrunardeildina Fossahlíð. Vistmenn Fossahlíðar koma frá öllu Austurlandi og jafnvel úr öðrum landshlutum. Örugg tenging með Fjarðarheiðargöngum er skilyrði til að samnýta starfsfólk HSA og nauðsynleg fyrir aðstandendur vistmanna. Tökum dæmi um aðstandanda vistmanns frá Borgarfirði, sem leggur af stað til Seyðisfjarðar þegar Fjarðarheiði er talin fær. Þegar heimsókn lýkur hefur veður versnað og „hringtenging innviðaráðherra“ um Fjarðarheiði er orðin ófær. Þá þarf aðstandandinn að leggja á sig rúmlega 60 km lengri ferð um „Mjóafjarðargöng“ og hugsanlega illfæran Fagradal til að komast heim. Það sama á við um allt starfsfólk, sem fer milli Héraðs og Seyðisfjarðar til vinnu. Það á að byrja að tengja byggðir Múlaþings saman og tengja þær síðar við Fjarðabyggð eins og núverandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Það var gert með Héðinsfjarðargöngum til að tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð í nýju sveitarfélagi Fjallabyggð og efla það. Það sama var gert með Vestfjarðagöngum til að tengja saman stækkaðan Ísafjarðarbæ. Í Fjarðabyggð var samfélagið einnig tengt saman með Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum . Af hverju gildir ekki sama stjórnsýsla um byggðirnar í Múlaþingi? Byggðaþróun Í skýrslu RHA segir: „Þegar litið er til þróunar atvinnumála og þær skorður sem náttúruvá setur þróun atvinnulífsins á Seyðisfirði er ljóst að Fjarðarheiðargöng eru mikilvæg til að stækka atvinnusvæði Seyðfirðinga og fjölga þannig atvinnutækifærum. Fjarðarheiðargöng myndu auðvelda rekstur sameinaða sveitarfélagsins[Múlaþings] með því að leggja af erfiðan fjallveg sem er hindrun í daglegum samskiptum innan Múlaþings og sveitarstjórnarmenn í Múlaþingi hafa látið hafa það eftir sér í fréttum að „Fjarðarheiðargöng og Öxi [séu] bæði algjör forsenda fyrir því að þetta sveitarfélag varð að veruleika“ Líklegt er að áhrif af Fjarðarheiðargöngum yrðu mjög jákvæð með hliðsjón af fyrirliggjandi markmiðum á sviði byggðaþróunar með því að skapa láglendisleið milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða í stað erfiðs fjallvegar (+++). Möguleiki er á að nýta Fjarðarheiðargöng sem lagnaleið, m.a. fyrir hitaveitu, ljósleiðara og rafmagnsstrengi milli byggðarlaga.“ Allt skáletrað í þessari grein er beint úr skýrslu RHA. Í henni kemur skýrt fram að Fjarðarheiðargöng voru fyrsti valkostur í skýrslu verkefnahóps 2019 til að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Í framhaldi af því voru Fjarðarheiðargöng sett í forgang í Samgönguáætlun 2020-2034. Fjarðarheiðargöng voru einnig fyrsti valkostur í tillögu starfshóps Vegagerðarinnar um forgangsröðun jarðgangakosta árið 2023. Ráðherra hefur ítrekað vitnað í skýrslurnar frá 2019 og 2023 þegar hann er að rökstyðja forgangsröðun sína með því að taka Mjóafjarðargöng fram yfir Fjarðarheiðargöng. Hann hefur greinilega ekki lesið eða misskilið skilaboðin í gömlu skýrslunum og vill alls ekki taka mark á nýju skýrslunni frá RHA, sem hann hefur reyndar takmarkað lesið að eigin sögn. Rök hans fyrir breyttri forgangsröðun jarðgangna er ekki að finna í eldri skýrslum. Arðsemi Það er undarleg stjórnsýsla þegar ráðherra tekur ekki tillit til aukinnar arðsemi á betri nýtingu núverandi innviða í Múlaþingi, og arðsemi Múlaþings almennt af því að fá Fjarðarheiðargöng, sem tengingu innan sameinaðs sveitarfélags. „Seyðisfjörður verður aðgengilegri sem áfangastaður ferðamanna en bærinn hefur t.d. verið settur á lista sem tímaritið Forbes tók saman yfir 50 fallegustu smábæi heims og hefur sjálfstætt aðdráttarafl sem slíkur.“ Seyðisfjörður hefur laðað að sér ferðafólk í gegnum árin. Skv. upplýsingum ferðaþjónustunnar fara 92 % ferðamanna, sem koma í Egilsstaða niður á Seyðisfjörð. Ráðherra telur arðbærara og réttara að opna nýja órannskaða láglendisleið fyrir Seyðfirðinga og aðra vegfarendur til annars sveitarfélags. Með því horfir hann alfarið fram hjá bættu umferðaröryggi innan Múlaþings, sem ætti að vera í forgangi bæði fyrir íbúa og ferðafólk. Kristrún Frostadóttir kynnti fyrir ári síðan stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar. M.a. átti að rjúfa áralanga kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Sú kyrrstaða verður ekki rofin með samgönguáætlun Eyjólfs Ármanssonar innviðaráðherra. Í grein á Heimildinni kemur eftirfarandi fram í svari innviðaráðuneytisins: „Vegagerðin hefur stuðst við það viðmið að undirbúningur jarðganga taki um 3–5 ár.“ Innviðaráðuneytið veit því að það er ekki raunhæft og ráðherra er að fara með fleipur þegar hann lýsir því yfir að borun Fljótaganga árið 2027. Kyrrstaða verður ekki rofin á yfirstandandi kjörtímabili, nema Fjarðarheiðargöng verði boðin út strax í janúar árið 2026. Þá verður hugsanlega hægt að byrja á Fjarðarheiðargöngum árið 2027 því alþjóðleg útboð taka a.m.k. eitt ár. Innviðaráðherra skipaði á árinu þriggja manna samgönguráð. Ráðherra skipar tvo þeirra án tilnefningar og koma þeir báðir úr Norðvesturkjördæmi, sem fyrir tilviljun er sama kjördæmi og innviðaráðherra kemur úr. Þessi ákvörðun innviðaráðherra lyktar illa af kjördæmapoti, óvandaðri stjórnsýslu og brotum á stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlögum. Samgönguáætlun Eyjólfs Ármannssonar með fullum stuðningi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í heild sinni, eins og ráðherra hélt fram á Sprengisandi 14.12.2025, eru mestu svik Íslandssögunnar. Þetta er skrifað á dimmasta og stysta degi ársins. Frá og með kl. 15:03 er daginn farið að lengja og vonandi birtir yfir alþingismönnum þegar þeir mæta til leiks á nýju ári. Bestu hátíðarkveðjur til allra landsmanna Höfundur sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar í 16 ár. Þá sem nú voru jarðgangnamál í forgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgönguáætlun Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fjarskiptaöryggi Innviðaráðherra ætlar ekki að verða við ósk Farice ehf, (Ríkisfyrirtæki sem á og rekur fjarskiptastrengi til útlanda) um að breyta fjarskiptalögum á þann veg að öryggi fjarskiptastrengja og helgunarsvæðis þeirra verði fulltryggt. Í frumvarpi ráðherra til breytinga á fjarskiptalögum er enn inni undanþáguheimild til ráðherra frá banni við botnfestingar sjókvía og annars búnaðar innan helgunarsvæða. Tæplega 200 athugasemdir bárust við frumvarpið þ.á.m. frá Farice ehf, Mílu, Ljósleiðaranum, Neyðarlínunni, Sýn og Samtökum iðnaðarins og fleirum. Allir nema einn áttu það sameiginlegt að vilja tryggja netöryggi þjóðarinnar og fella undanþáguheimild ráðherra út úr frumvarpinu. Undanþáguheimild ráðherra er í mótsögn við bannið og ómerkir það. Innviðaráðherra og starfsfólk hans í ráðuneytinu tók ekki mark á kröfu Farice og annarra fjarskiptafyrirtækja og einstaklinga, sem hafa áhyggjur af netörygginu og vildu undanþáguheimildina burt. Undanþáguheimildin er eingöngu sett inn vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Seyðisfirði því hennar er þörf þar en ekki við fjarskiptastrengina sem koma á land við Suðurströndina. Í briminu þar verður aldrei sett sjókvíaeldi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi(SFS) voru eini umsagnaraðilinn sem vildi halda undanþáguheimildinni inni. ítök SFS í stjórnkerfinu eru greinilega sterkari en Farice og annarra því ráðherra heldur undanþáguheimildinni inni. Innviðaráðherra lagði frumvarpið fram á Alþingi 15.12.2025. Vonandi er skynsemi alþingismanna það mikil að frumvarpið verið afgreitt án undanþáguheimildar og með netöryggi þjóðarinnar í fyrirrúmi. Og gleymum ekki frændum okkar í Færeyjum sem missa 2/3 hluta netsambands út ef Farice-1 bilar. Samgöngur og samgönguáætlun Ráðherra innviða- samgöngu- og sveitarstjórnarmála telur sig hafa fullt vald til að setja netöryggi og öryggi samgangna í síðasta sæti. Ráðherra ætlar alla vega að fórna hvoru tveggja fyrir laxeldi eins og hefur komið fram í rökum hans fyrir samgönguáætlun. Ef samgönguáætlun á að fara eftir því hverjir vilja sjókvíaeldi er stjórnsýslan komin á ansi lágt plan og traust á Alþingi fokið út í veður og vind. Innviðaráðherra sagði á Sprengisandi 14.12. s.l. að fjórir þættir væru viðmið í skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA), arðsemi, umferðaröryggi, tenging byggða og byggðaþróun. Hann bætti svo við að taka yrði tillit til náttúruvár eins og í Almenningum og Súðavíkurhlíð. Allt gott og blessað með það hjá ráðherra. Ég vitna í skýrslu RHA en þar segir um Fjarðarheiðargöng: „Vegna öryggismála og almannavarna er mikilvægt að skapa góða tengingu við önnur byggðarlög um vegakerfið, t.d. þegar atburðir á borð við snjóflóð og skriðuföll verða en þá getur sjóleiðin verið eina færa leiðin til Seyðisfjarðar.“ „Þetta sjónarmið hlýtur að vera enn mikilvægara en áður þegar litið er til þeirra miklu skriðufalla sem féllu í desember 2020 og rannsókna í kjölfarið sem dregið hafa betur í ljós áhættu af þessu tagi á Seyðisfirði.“ Foráttu veður er líka náttúruvá. Sem betur fer var Fjarðarheiði fær 18. desember 2020 þegar Seyðisfjarðarbær var rýmdur vegna skriðufalla og Héraðsmenn tóku vel á móti samborgurum sínum. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef sjóleiðin hefði verið eina leiðin þennan örlagaríka dag fyrir fimm árum. Það þarf að fara í Fjarðarheiðargöng eins og gildandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir og f.v. ríkisstjórn lofaði að flýta þeim eftir þessar náttúruhamfarir. Síðan eru liðin fimm ár og nýr innviðaráðherra hefur ákveðið að henda þeim út ú r samgönguáætlun, þrátt fyrir að skýrsla RHA vari við því. Umferðaröryggi Í skýrslu RHA kemur fram að tíðni umferðaróhappa er mjög há á Fjarðarheiði, tæplega 9 á ári, en mun lækka um 70% með Fjarðarheiðagöngum, þrátt fyrir mun meiri umferð um göngin en er nú á Fjarðarheiði. Innviðaráðherra telur að ekki þurfi að tryggja umferðaröryggi á Fjarðarheiði, hæsta og erfiðasta fjallvegi landsins, sem er um 20 km langur og nær í 620 m hæð. Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar í skýrslunni er árlegur viðhaldskostnaður á Fjarðarheiðarvegi að meðaltali 113 Mkr, þar af 91 Mkr í vetrarþjónustu. Vegagerðin hefur einnig gefið út að öryggi á veginum um Fjarðarheiði standist ekki alþjóðlegar kröfur og að ekki séu forsendur til að ráðast í viðunandi lagfæringar og uppbyggingu á veginum. Ráðherra , það er ekkert réttlæti og engin rök hafa komið fram fyrir því að ætla ekki að opna örugga láglendisleið, sem styttir vegalengdir innan Múlaþings. Tenging byggða Í skýrslu RHA segir: „Áberandi er hve samskipti munu aukast mikið milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða eða um 73%, en einnig munu samskipti aukast talsvert til bæjanna í Fjarðabyggð en þangað mun leiðin styttast enn meira en til Egilsstaða eða um 11,6 km frá Seyðisfirði. Þetta endurspeglar þau tækifæri sem göngin munu hafa til þess að auka atvinnu- og þjónustusókn milli Seyðisfjarðar og annarra svæða á Mið-Austurlandi.“ „Seyðisfjarðarhöfn (ferjuleið til Evrópu) og Seyðisfjarðarvegur 93 eru skilgreind í grunnneti samgangna“. „Aðgengi að ferjuhöfn Norrænu beint frá Hringvegi mun verða gott bæði fyrir ferðamenn og flutningabíla með varning sem fluttur er inn eða út úr landinu með Norrænu.“ „Fjarðarheiði hefur oft verið farartálmi þannig að fólksbílar, flutningabílar og rútur hafa ekki komist til eða frá ferjuhöfninni. Oft hefur hálka hamlað för og fólk og farartæki lent í svaðilförum þótt Fjarðaheiði hafi ekki talist ófær.“ Það er óskiljanlegt að innviðaráðherra sjái ekki tækifæri í innviðum í Seyðisfirði. Seyðisfjarðarhöfn er í Samevrópska flutningsnetinu. Í höfninni eru tvö ferjulægi og nýleg landtengin fyrir rafmagn fyrir stór skemmtiferðaskip. Verðmæti þessara innviða er a.m.k. 10 milljarða króna. Múlaþing er að skoða meiri nýtingu hafnarinnar með ferjusiglingum til Skotlands, þrátt fyrir svikin loforð um Fjarðarheiðargöng. Samgönguáætlun, sem samþykkt var í júní 2020, er enn í fullu gildi. Innviðráðherra ætlar að kollvarpa henni án þess að hafa fyrir því haldbær rök og engan fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélögin, sem hafa byggt á gildandi áætlun. „Fjarðarheiðargöng munu skapa góða og örugga vegtengingu til Egilsstaða sem segja má að sé miðstöð þjónustu og samgangna á Austurlandi.“ „Bættar tengingar milli staða hafa fjölþætt og almenn áhrif í samfélaginu auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd sem leiða af því að hindrunum á samskiptum hefur verið rutt úr vegi. Má þar nefna að húsnæðismarkaður verður meira samþættur á svæðinu sem gerir aðgengi að húsnæði betra og húsnæðisverð verður jafnara milli staða. Bættar tengingar munu hafa jákvæð áhrif á félagslíf og tómstundastarf og geta aukið fjölbreytni og virkni á því sviði. Lífsgæði og búsetufrelsi munu aukast við aukin tækifæri til samskipta.“ Af hverju metur innviðaráðherra það svo að fólk í Múlaþingi eigi ekki rétt á þessum lífsgæðum og búsetufrelsi, sem skýrsla RHA bendir á? Ríkið og Múlaþing eiga sjúkrahús á Seyðisfirði, innvið sem metinn er á rúman 1,3 milljarð. Heilbrigðisstofnun Austurlands(HSA) starfrækir þar heilsugæslu og öldrunardeildina Fossahlíð. Vistmenn Fossahlíðar koma frá öllu Austurlandi og jafnvel úr öðrum landshlutum. Örugg tenging með Fjarðarheiðargöngum er skilyrði til að samnýta starfsfólk HSA og nauðsynleg fyrir aðstandendur vistmanna. Tökum dæmi um aðstandanda vistmanns frá Borgarfirði, sem leggur af stað til Seyðisfjarðar þegar Fjarðarheiði er talin fær. Þegar heimsókn lýkur hefur veður versnað og „hringtenging innviðaráðherra“ um Fjarðarheiði er orðin ófær. Þá þarf aðstandandinn að leggja á sig rúmlega 60 km lengri ferð um „Mjóafjarðargöng“ og hugsanlega illfæran Fagradal til að komast heim. Það sama á við um allt starfsfólk, sem fer milli Héraðs og Seyðisfjarðar til vinnu. Það á að byrja að tengja byggðir Múlaþings saman og tengja þær síðar við Fjarðabyggð eins og núverandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Það var gert með Héðinsfjarðargöngum til að tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð í nýju sveitarfélagi Fjallabyggð og efla það. Það sama var gert með Vestfjarðagöngum til að tengja saman stækkaðan Ísafjarðarbæ. Í Fjarðabyggð var samfélagið einnig tengt saman með Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum . Af hverju gildir ekki sama stjórnsýsla um byggðirnar í Múlaþingi? Byggðaþróun Í skýrslu RHA segir: „Þegar litið er til þróunar atvinnumála og þær skorður sem náttúruvá setur þróun atvinnulífsins á Seyðisfirði er ljóst að Fjarðarheiðargöng eru mikilvæg til að stækka atvinnusvæði Seyðfirðinga og fjölga þannig atvinnutækifærum. Fjarðarheiðargöng myndu auðvelda rekstur sameinaða sveitarfélagsins[Múlaþings] með því að leggja af erfiðan fjallveg sem er hindrun í daglegum samskiptum innan Múlaþings og sveitarstjórnarmenn í Múlaþingi hafa látið hafa það eftir sér í fréttum að „Fjarðarheiðargöng og Öxi [séu] bæði algjör forsenda fyrir því að þetta sveitarfélag varð að veruleika“ Líklegt er að áhrif af Fjarðarheiðargöngum yrðu mjög jákvæð með hliðsjón af fyrirliggjandi markmiðum á sviði byggðaþróunar með því að skapa láglendisleið milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða í stað erfiðs fjallvegar (+++). Möguleiki er á að nýta Fjarðarheiðargöng sem lagnaleið, m.a. fyrir hitaveitu, ljósleiðara og rafmagnsstrengi milli byggðarlaga.“ Allt skáletrað í þessari grein er beint úr skýrslu RHA. Í henni kemur skýrt fram að Fjarðarheiðargöng voru fyrsti valkostur í skýrslu verkefnahóps 2019 til að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Í framhaldi af því voru Fjarðarheiðargöng sett í forgang í Samgönguáætlun 2020-2034. Fjarðarheiðargöng voru einnig fyrsti valkostur í tillögu starfshóps Vegagerðarinnar um forgangsröðun jarðgangakosta árið 2023. Ráðherra hefur ítrekað vitnað í skýrslurnar frá 2019 og 2023 þegar hann er að rökstyðja forgangsröðun sína með því að taka Mjóafjarðargöng fram yfir Fjarðarheiðargöng. Hann hefur greinilega ekki lesið eða misskilið skilaboðin í gömlu skýrslunum og vill alls ekki taka mark á nýju skýrslunni frá RHA, sem hann hefur reyndar takmarkað lesið að eigin sögn. Rök hans fyrir breyttri forgangsröðun jarðgangna er ekki að finna í eldri skýrslum. Arðsemi Það er undarleg stjórnsýsla þegar ráðherra tekur ekki tillit til aukinnar arðsemi á betri nýtingu núverandi innviða í Múlaþingi, og arðsemi Múlaþings almennt af því að fá Fjarðarheiðargöng, sem tengingu innan sameinaðs sveitarfélags. „Seyðisfjörður verður aðgengilegri sem áfangastaður ferðamanna en bærinn hefur t.d. verið settur á lista sem tímaritið Forbes tók saman yfir 50 fallegustu smábæi heims og hefur sjálfstætt aðdráttarafl sem slíkur.“ Seyðisfjörður hefur laðað að sér ferðafólk í gegnum árin. Skv. upplýsingum ferðaþjónustunnar fara 92 % ferðamanna, sem koma í Egilsstaða niður á Seyðisfjörð. Ráðherra telur arðbærara og réttara að opna nýja órannskaða láglendisleið fyrir Seyðfirðinga og aðra vegfarendur til annars sveitarfélags. Með því horfir hann alfarið fram hjá bættu umferðaröryggi innan Múlaþings, sem ætti að vera í forgangi bæði fyrir íbúa og ferðafólk. Kristrún Frostadóttir kynnti fyrir ári síðan stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar. M.a. átti að rjúfa áralanga kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Sú kyrrstaða verður ekki rofin með samgönguáætlun Eyjólfs Ármanssonar innviðaráðherra. Í grein á Heimildinni kemur eftirfarandi fram í svari innviðaráðuneytisins: „Vegagerðin hefur stuðst við það viðmið að undirbúningur jarðganga taki um 3–5 ár.“ Innviðaráðuneytið veit því að það er ekki raunhæft og ráðherra er að fara með fleipur þegar hann lýsir því yfir að borun Fljótaganga árið 2027. Kyrrstaða verður ekki rofin á yfirstandandi kjörtímabili, nema Fjarðarheiðargöng verði boðin út strax í janúar árið 2026. Þá verður hugsanlega hægt að byrja á Fjarðarheiðargöngum árið 2027 því alþjóðleg útboð taka a.m.k. eitt ár. Innviðaráðherra skipaði á árinu þriggja manna samgönguráð. Ráðherra skipar tvo þeirra án tilnefningar og koma þeir báðir úr Norðvesturkjördæmi, sem fyrir tilviljun er sama kjördæmi og innviðaráðherra kemur úr. Þessi ákvörðun innviðaráðherra lyktar illa af kjördæmapoti, óvandaðri stjórnsýslu og brotum á stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlögum. Samgönguáætlun Eyjólfs Ármannssonar með fullum stuðningi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í heild sinni, eins og ráðherra hélt fram á Sprengisandi 14.12.2025, eru mestu svik Íslandssögunnar. Þetta er skrifað á dimmasta og stysta degi ársins. Frá og með kl. 15:03 er daginn farið að lengja og vonandi birtir yfir alþingismönnum þegar þeir mæta til leiks á nýju ári. Bestu hátíðarkveðjur til allra landsmanna Höfundur sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar í 16 ár. Þá sem nú voru jarðgangnamál í forgangi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar