Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2025 07:50 Guðrún Karls Helgudóttir er biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Rétt tæpur helmingur þjóðarinnar ber mikið traust til Þjóðkirkjunnar, ríflega tuttugu prósent segjast bera lítið traust en tæpur þriðjungur kveðst hvorki bera mikið né lítið traust til kirkjunnar samkvæmt nýrri könnun Gallup. Traust til stofnunarinnar hefur vaxið töluvert undanfarin tvö ár en umtalsvert meiri ánægja mælist með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups en með störf forvera hennar í embætti. Um er að ræða niðurstöður netkönnunar Gallup sem gerð var dagana 30. október til 26. nóvember. Í úrtaki voru 2.815 manns og var svarhlutfall 43,5%. Athygli vekur að traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist til muna síðastliðin tvö ár og nálgast nú það sama og var fyrir hrun. Eldra fólk er líklegra til að bera meira traust til kirkjunnar og karlar bera minna traust til hennar en konur. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mest traust til kirkjunnar ef horft er til stjórnmálaviðhorfa þeirra sem svöruðu könnuninni og kjósendur Miðflokksins einna minnst, en þeir sem segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa bera þó minnst traust til þjóðkirkjunnar. Konur ánægðari með biskup en karlar Þá segjast hátt í 57% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, en ríflega 11% segjast óánægð. Um 32% segjast hvorki ánægð né óánægð og um 15% tóku ekki afstöðu. „Reynslan sýnir að ánægja með störf biskupa og fleiri embættismanna er oft mest í byrjun en hlutfall þeirra sem eru ánægð með störf Guðrúnar er hærra en hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur þegar hún hóf störf fyrir rúmum áratug,“ segir í tilkynningu Gallup, en Guðrún tók við embætti í september í fyrra. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups af Agnesi M. Sigurðardóttur í fyrrahaust.Vísir/Vilhelm Aftur eru konur líklegri en karlar til að vera ánægð með störf biskups, en 66% kvenna segjast ánægðar með störf Guðrúnar, en 48% karla. Aðeins 7% kvenna segjast óánægðar með störf hennar á móti 15% karla. Sömuleiðis eru kjósendur Framsóknarflokksins ánægðastir með störf biskups og kjósendur Miðflokksins óánægðastir. Fólk í yngsta aldurshópnum, það er 18 til 29 ára er ekki eins ánægt með störf biskups og fólk í öðrum aldurshópum, en í þeim aldurshópi er jafnframt hæst hlutfall þeirra sem segist hvorki ánægt né óánægt með störf hennar. Minnsti stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju í tvo áratugi Spurt var einnig hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Um 48% sögðust hlynntir, 28% andvíg og 24% segjast hvorki hlynnt né andvíg. Athygli vekur einnig að hlutfall þeirra sem segjast hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju ekki mælst lægra í næstum tvo áratugi. „Karlar eru frekar andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar honum. Fólk er almennt hlynntara aðskilnaði eftir því sem það er yngra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar. Þau sem kysu aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis nú eru hlynntust aðskilnaði ríkis og kirkju en þar á eftir þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru andvígust aðskilnaði,“ segir í tilkynningunni. Skoðanakannanir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður netkönnunar Gallup sem gerð var dagana 30. október til 26. nóvember. Í úrtaki voru 2.815 manns og var svarhlutfall 43,5%. Athygli vekur að traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist til muna síðastliðin tvö ár og nálgast nú það sama og var fyrir hrun. Eldra fólk er líklegra til að bera meira traust til kirkjunnar og karlar bera minna traust til hennar en konur. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mest traust til kirkjunnar ef horft er til stjórnmálaviðhorfa þeirra sem svöruðu könnuninni og kjósendur Miðflokksins einna minnst, en þeir sem segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa bera þó minnst traust til þjóðkirkjunnar. Konur ánægðari með biskup en karlar Þá segjast hátt í 57% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, en ríflega 11% segjast óánægð. Um 32% segjast hvorki ánægð né óánægð og um 15% tóku ekki afstöðu. „Reynslan sýnir að ánægja með störf biskupa og fleiri embættismanna er oft mest í byrjun en hlutfall þeirra sem eru ánægð með störf Guðrúnar er hærra en hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur þegar hún hóf störf fyrir rúmum áratug,“ segir í tilkynningu Gallup, en Guðrún tók við embætti í september í fyrra. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups af Agnesi M. Sigurðardóttur í fyrrahaust.Vísir/Vilhelm Aftur eru konur líklegri en karlar til að vera ánægð með störf biskups, en 66% kvenna segjast ánægðar með störf Guðrúnar, en 48% karla. Aðeins 7% kvenna segjast óánægðar með störf hennar á móti 15% karla. Sömuleiðis eru kjósendur Framsóknarflokksins ánægðastir með störf biskups og kjósendur Miðflokksins óánægðastir. Fólk í yngsta aldurshópnum, það er 18 til 29 ára er ekki eins ánægt með störf biskups og fólk í öðrum aldurshópum, en í þeim aldurshópi er jafnframt hæst hlutfall þeirra sem segist hvorki ánægt né óánægt með störf hennar. Minnsti stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju í tvo áratugi Spurt var einnig hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Um 48% sögðust hlynntir, 28% andvíg og 24% segjast hvorki hlynnt né andvíg. Athygli vekur einnig að hlutfall þeirra sem segjast hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju ekki mælst lægra í næstum tvo áratugi. „Karlar eru frekar andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar honum. Fólk er almennt hlynntara aðskilnaði eftir því sem það er yngra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar. Þau sem kysu aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis nú eru hlynntust aðskilnaði ríkis og kirkju en þar á eftir þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru andvígust aðskilnaði,“ segir í tilkynningunni.
Skoðanakannanir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira