Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2025 21:01 Yehoram Ulman rabbíni og tengdapabbi Eli Schlanger flutti tilfinningaþrungið ávarp í útför hans í dag. AP Photo/Mark Baker Naveed Akram, annar árásarmannanna á Bondi-strönd í Ástralíu, var í morgun ákærður fyrir ódæðið. Stjórnvöld í Nýju Suður-Wales boða breytingar á skotvopnalöggjöf fyrir jól. Naveed er sakaður um að hafa myrt fimmtán og sært tugi en ákæran er í fimmtíu og níu liðum. Faðir hans, Sajid Akram var felldur af lögreglu a vettvangi. Naveed varð einnig fyrir skotum og liggur enn á sjúkrahúsi. Enn hefur ekki verið hægt að yfirheyra hann af ráði. Haldin var minningarstund fyrir fórnarlömbin í gær, þar á meðal hina tíu ára Matildu sem var yngst hinna myrtu. Nokkur fórnarlambanna voru svo borin til grafar í morgun, þar á meðal rabbíninn Eli Schlanger. Hann var liðlega fertugur og lætur eftir sig fimm börn, það yngsta aðeins tveggja mánaða gamalt. Útförin var afskaplega vel sótt og var fjöldi lögreglumanna viðstaddur til að gæta öryggis. „Eftir það sem gerðist sé ég mest eftir, fyrir utan það augljósa, því sem ég hefði getað gert betur: Að segja Eli oftar hve mikið við elskum hann, hve mikið ég elska hann, hvað við erum þakklát fyrir allt sem hann gerir og hve stolt við erum af honum,“ sagði Yehoram Ulman, rabbíni og tengdafaðir Schlanger, í útförinni í dag. Árásin var gerð á samkomu gyðinga á fyrsta degi ljósahátiðarinnar, Hanukkah, og er sú mannskæðasta í Ástralíu frá 1996. Ríkisstjóri Nýju Suður-Wales tilkynnti í morgun að þingið verði kallað saman eftir helgi til að afgreiða breytingar á skotvopnalöggjöf. Vonir standa til að málið verði afgreitt fyrir jól. Frumvarpið er ekki tilbúið en verður kynnt minnihlutanum á allra næstu dögum. „Til að setja þak á fjölda skotvopna, endurflokka hálfsjálfvirkar haglabyssur og pumpuhaglabyssur, athuga minnkun magasína í haglabyssum, að banna beltamatara fyrir þessar haglabyssur og, það sem mestu máli skiptir, að afnema áfrýjunarleið til dómstóla þegar skráningaryfirvald hefur tekið ákvörðun um að afturkalla leyfi,“ sagði Chris Minns ríkisstjóri Nýju Suður-Wales þegar hann tilkynnti um breytingarnar í morgun. Ástralía Hryðjuverkaárás á Bondi-strönd í Sydney Tengdar fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Naveed Akram annar árásarmannanna á Bondi strönd í Ástralíu var í morgun formlega ákærður fyrir ódæðið. 17. desember 2025 07:44 Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Svo virðist sem feðgarnir sem stóðu fyrir árásinni á Bondi-strönd um helgina og myrtu fimmtán, hafi fundið innblástur í Ríki íslam. Tveir heimagerðir Ríki íslam fánar fundust í bifreið þeirra og þá hefur verið staðfest að þeir hafi ferðast til Filippseyja, mögulega til að fá herþjálfun. 16. desember 2025 07:21 Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Ráðamenn í Ástralíu hafa samþykkt sín á milli að herða löggjöf ríkisins þegar kemur að skotvopnum, sem þykir þegar nokkuð ströng. Það er í kjölfar þess að feðgar skutu fimmtán manns til bana, þar á meðal eina tíu ára stúlku, og særðu tugi til viðbótar á Bondi-strönd um helgina. 15. desember 2025 12:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Naveed er sakaður um að hafa myrt fimmtán og sært tugi en ákæran er í fimmtíu og níu liðum. Faðir hans, Sajid Akram var felldur af lögreglu a vettvangi. Naveed varð einnig fyrir skotum og liggur enn á sjúkrahúsi. Enn hefur ekki verið hægt að yfirheyra hann af ráði. Haldin var minningarstund fyrir fórnarlömbin í gær, þar á meðal hina tíu ára Matildu sem var yngst hinna myrtu. Nokkur fórnarlambanna voru svo borin til grafar í morgun, þar á meðal rabbíninn Eli Schlanger. Hann var liðlega fertugur og lætur eftir sig fimm börn, það yngsta aðeins tveggja mánaða gamalt. Útförin var afskaplega vel sótt og var fjöldi lögreglumanna viðstaddur til að gæta öryggis. „Eftir það sem gerðist sé ég mest eftir, fyrir utan það augljósa, því sem ég hefði getað gert betur: Að segja Eli oftar hve mikið við elskum hann, hve mikið ég elska hann, hvað við erum þakklát fyrir allt sem hann gerir og hve stolt við erum af honum,“ sagði Yehoram Ulman, rabbíni og tengdafaðir Schlanger, í útförinni í dag. Árásin var gerð á samkomu gyðinga á fyrsta degi ljósahátiðarinnar, Hanukkah, og er sú mannskæðasta í Ástralíu frá 1996. Ríkisstjóri Nýju Suður-Wales tilkynnti í morgun að þingið verði kallað saman eftir helgi til að afgreiða breytingar á skotvopnalöggjöf. Vonir standa til að málið verði afgreitt fyrir jól. Frumvarpið er ekki tilbúið en verður kynnt minnihlutanum á allra næstu dögum. „Til að setja þak á fjölda skotvopna, endurflokka hálfsjálfvirkar haglabyssur og pumpuhaglabyssur, athuga minnkun magasína í haglabyssum, að banna beltamatara fyrir þessar haglabyssur og, það sem mestu máli skiptir, að afnema áfrýjunarleið til dómstóla þegar skráningaryfirvald hefur tekið ákvörðun um að afturkalla leyfi,“ sagði Chris Minns ríkisstjóri Nýju Suður-Wales þegar hann tilkynnti um breytingarnar í morgun.
Ástralía Hryðjuverkaárás á Bondi-strönd í Sydney Tengdar fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Naveed Akram annar árásarmannanna á Bondi strönd í Ástralíu var í morgun formlega ákærður fyrir ódæðið. 17. desember 2025 07:44 Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Svo virðist sem feðgarnir sem stóðu fyrir árásinni á Bondi-strönd um helgina og myrtu fimmtán, hafi fundið innblástur í Ríki íslam. Tveir heimagerðir Ríki íslam fánar fundust í bifreið þeirra og þá hefur verið staðfest að þeir hafi ferðast til Filippseyja, mögulega til að fá herþjálfun. 16. desember 2025 07:21 Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Ráðamenn í Ástralíu hafa samþykkt sín á milli að herða löggjöf ríkisins þegar kemur að skotvopnum, sem þykir þegar nokkuð ströng. Það er í kjölfar þess að feðgar skutu fimmtán manns til bana, þar á meðal eina tíu ára stúlku, og særðu tugi til viðbótar á Bondi-strönd um helgina. 15. desember 2025 12:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Naveed Akram annar árásarmannanna á Bondi strönd í Ástralíu var í morgun formlega ákærður fyrir ódæðið. 17. desember 2025 07:44
Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Svo virðist sem feðgarnir sem stóðu fyrir árásinni á Bondi-strönd um helgina og myrtu fimmtán, hafi fundið innblástur í Ríki íslam. Tveir heimagerðir Ríki íslam fánar fundust í bifreið þeirra og þá hefur verið staðfest að þeir hafi ferðast til Filippseyja, mögulega til að fá herþjálfun. 16. desember 2025 07:21
Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Ráðamenn í Ástralíu hafa samþykkt sín á milli að herða löggjöf ríkisins þegar kemur að skotvopnum, sem þykir þegar nokkuð ströng. Það er í kjölfar þess að feðgar skutu fimmtán manns til bana, þar á meðal eina tíu ára stúlku, og særðu tugi til viðbótar á Bondi-strönd um helgina. 15. desember 2025 12:00