Messenger-forritið heyrir sögunni til Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 16:35 Facebook hóf samþættingu Messenger og Facebook árið 2023 og hefur nú lokað borðtölvuforriti sínu fyrir Messenger. Vísir/Getty Meta hætti fyrr í vikunni stuðningi við forrit Facebook Messenger í tölvu fyrir bæði Windows og macOS. Í forritinu var hægt að spjalla við vini án þess að opna Facebook. Enn er hægt að nota smáforritið í snjallsíma en ætli fólk að nota Messenger í tölvu þarf það að vera í gegnum Facebook eða Messenger.com. Í umfjöllun TechCrunch segir að líklega sé Meta að samþætta Messenger og Facebook aftur til að sporna við minni notkun á Facebook. Reyni notendur að opna forritið í dag er þeim vísað inn á Facebook.com, en þeim sem nota Messenger án Facebook-aðgangs er vísað á Messenger.com. Þar þarf fólk að nota kóða til að tengjast. Forritið er fimm ára gamalt en Messenger.com var opnaður fyrir um tíu árum. Í umfjöllun TechCrunch segir að þrátt fyrir að hafa verið upphaflega gefið út í upphafi Covid-19-faraldursins hafi forritið Messenger ekki getað stutt jafn marga þátttakendur í myndsímtölum og samkeppnisaðilar á fyrirtækjamarkaði eins og Zoom, og hafi ekki boðið upp á skjádeilingu eða auðdeilanlegar vefslóðir. Þar segir einnig að Meta hafi nýlega breytt tækninni að baki forritinu og það hafi mjög líklega haft áhrif á eftirspurn notenda. Meta byrjaði árið 2023 að samþætta Messenger aftur inn í aðal-Facebook-farsímaforritið. Í umfjöllun TechCrunch segir að líklega tengist þessi breyting því að Meta sé að reyna að sporna við minni notkun á flaggskipi sínu, Facebook. Í haust varaði fyrirtækið notendur við því að forritið Messenger yrði lagt niður fyrir árslok og hvatti notendur til að setja upp PIN-númer til að vista spjallferil sinn áður en þeir færu yfir á vefinn. Fólki sem notar Messenger án Facebook-aðgangs er vísað á Messenger.com eftir lokunina, þar sem það getur skráð sig inn án þess að stofna Facebook-aðgang. Samfélagsmiðlar Facebook Meta Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Reyni notendur að opna forritið í dag er þeim vísað inn á Facebook.com, en þeim sem nota Messenger án Facebook-aðgangs er vísað á Messenger.com. Þar þarf fólk að nota kóða til að tengjast. Forritið er fimm ára gamalt en Messenger.com var opnaður fyrir um tíu árum. Í umfjöllun TechCrunch segir að þrátt fyrir að hafa verið upphaflega gefið út í upphafi Covid-19-faraldursins hafi forritið Messenger ekki getað stutt jafn marga þátttakendur í myndsímtölum og samkeppnisaðilar á fyrirtækjamarkaði eins og Zoom, og hafi ekki boðið upp á skjádeilingu eða auðdeilanlegar vefslóðir. Þar segir einnig að Meta hafi nýlega breytt tækninni að baki forritinu og það hafi mjög líklega haft áhrif á eftirspurn notenda. Meta byrjaði árið 2023 að samþætta Messenger aftur inn í aðal-Facebook-farsímaforritið. Í umfjöllun TechCrunch segir að líklega tengist þessi breyting því að Meta sé að reyna að sporna við minni notkun á flaggskipi sínu, Facebook. Í haust varaði fyrirtækið notendur við því að forritið Messenger yrði lagt niður fyrir árslok og hvatti notendur til að setja upp PIN-númer til að vista spjallferil sinn áður en þeir færu yfir á vefinn. Fólki sem notar Messenger án Facebook-aðgangs er vísað á Messenger.com eftir lokunina, þar sem það getur skráð sig inn án þess að stofna Facebook-aðgang.
Samfélagsmiðlar Facebook Meta Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira