Sport

Dag­skráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks

Valur Páll Eiríksson skrifar
Michael van Gerwen mætir til leiks í Alexandra Palace í kvöld.
Michael van Gerwen mætir til leiks í Alexandra Palace í kvöld. Vísir/Getty

Nóg er um að vera á rásum Sýnar Sport þennan fimmtudaginn þar sem körfubolti, pílukast og fótbolti eru í aðalhlutverki.

Pílukast á Sýn Sport Viaplay

HM í pílukasti er á Sýn Sport Viaplay í allan dag. Fyrri hlutinn hefst að venju klukkan 12:25 þar sem Callan Rydz og Ryan Joyce mæta til leiks.

Þá stígur þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen á stokk í kvöld, ásamt Dave Chisnall, Fallon Sherrock og fleirum til. Seinni hlutinn byrjar á Sýn Sport Viaplay klukkan 18:55.

Reykjanesslagur í Bónus deild karla

Fjórir leikir eru á dagskrá í Bónus deild karla klukkan 19:15 eins og venjulega á fimmtudögum. Þeim verður öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland áður en þeir verða gerðir upp í Tilþrifunum á sömu rás.

Flestra augu verða eflaust á grannaslag í Reykjanesbæ milli Keflavíkur og Njarðvíkur.

  • 19:10 Skiptiborðið (Sýn Sport Ísland)
  • 19:05 Keflavík – Njarðvík (Sýn Sport Ísland 2)
  • 19:05 Tindastóll – KR (Sýn Sport Ísland 3)
  • 19:05 ÍR -Valur (Sýn Sport Ísland 4)
  • 19:05 Þór Þorlákshöfn – Grindavík (Sýn Sport Ísland 5)
  • 21:10 Tilþrifin (Sýn Sport Ísland)

Blikar og Big Ben

Fótboltinn er þá einnig á sínum stað og tveir leikir á dagskrá. Breiðablik þarf að vinna stórlið Strasbourg í Frakklandi til að eiga möguleika á sæti í umspili Sambandsdeildinnar og eiga þar ærið verkefni fyrir höndum.

Bein útsending frá leik Breiðabliks og Strasbourg er klukkan 19:50 á Sýn Sport. Á sama tíma er leikur Mainz og Samsunspor, liðs Loga Tómassonar, á Sýn Sport 2 klukkan 19:50.

Íþróttavikan og viðburðir kvöldsins verða svo gerðir upp af Gumma Ben og Hjálmari Erni ásamt góðum gestum í Big Ben sem er í beinni á Sýn Sport klukkan 22:10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×