„Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. desember 2025 19:23 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor fór yfir stöðuna á vinstri væng íslenskra stjórnmála í kvöldfréttum Sýnar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Pírata, Vinstri græn og Sósíalista nú til þess að gera tómar skeljar. Meira sóknarfæri væri í því fyrir frambjóðendur flokkanna að sameinast og stofna nýjan flokk í stað þess að bjóða fram sameiginlegan lista en augljóst sé að miklar væringar séu nú á ytri vinstrivæng íslenskra stjórnmála. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar en líkt og fram hefur komið hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrrverandi oddviti Pírata nú yfirgefið flokkinn og gengið til liðs við Samfylkinguna. Píratar eiga í viðræðum um sameiginlegt framboð með öðrum flokkum á vinstri væng eftir að Sanna Magdalena Mörtudóttir, sósíalisti, kallaði eftir því að félagshyggjufólk, óháð flokksmerkjum, gengi til liðs við framboð hennar sem nú gengur undir nafninu Vor til vinstri. Dóra segist skilgreina sig sem jafnaðarmanneskju og hafði ekki áhuga á að taka þátt í sameiginlegu vinstra framboði. Þessar breytingar hafa það í för með sér að Alexandra Briem er oddviti flokksins. Hún segist til í að leiða Pírata í næstu kosningum hvort sem er í sjálfstæðu eða sameiginlegu framboði. Tíu til fimmtán prósent í boði Eiríkur Bergmann segir augljóst að miklar væringar séu á ytri vinstri væng íslenskra stjórnmála, það gleymist oft að sögn Eiríks að Samfylkingin sé líka vinstriflokkur en tómarúmið sé lengst til vinstri. „Í rauninni í öllum efnislegum skilningi, um stjórnmálaflokka með vægi, þá eru þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar. Það er að segja Píratar, Vinstri-grænir og svo Sósíalistar líka. Samt sem áður sýna kannanir að það eru augljós sóknarfæri vinstra megin. Þetta eru tíu til fimmtán prósent fylgi sem vinstriflokkur gæti náð væri hann svona sameinaður. Þannig fólk er eflaust að horfa til þess.“ Sóknarfærið víðtækara fyrir nýjan flokk Eiríkur segir að ákvörðun Dóru Bjartar um að ganga til liðs við Samfylkinguna sé hluti af þessum væringum. Nú sé fólk að finna sig í flokkunum, hvar það eigi heima. Enn sé ekki útséð með það hvað fólk sjái fyrir sér með nýjum vinstriflokki, sé yfirhöfuð verið að vinna að stofnun hans. Hann segir að sellupólitík flokkanna þriggja með sameiginlegu framboði gæti heft slíkan flokk. „Það var nú samt þannig að þegar Reykjavíkurlistinn var að bjóða fram hérna á sínum tíma þá voru þessir flokkar áfram til og þá voru þessi hólfaprófkjör, þau skiptust á einhverjum sætum sem leiddi síðan til þess auðvitað að kannski bara Samfylkingin tekur þá stöðu,“ segir Eiríkur. „Ég held að sóknarfærið sé víðtækara heldur en bara eitthvað samsafn af þessum flokkum sem hefur mistekist að ná þingsæti. Einhverskonar nýr flokkur með jafnvel nýja leiðtoga, hefði að mínu viti svona meiri skýrskotun úti í samfélaginu heldur en einhver niðurnjörvuð hólf þeirra sem fyrir eru.“ Vinstri græn Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag var samþykkt einróma að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar vorið 2026. 13. desember 2025 18:53 Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. 12. desember 2025 13:44 Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins. 1. júlí 2025 20:02 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar en líkt og fram hefur komið hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrrverandi oddviti Pírata nú yfirgefið flokkinn og gengið til liðs við Samfylkinguna. Píratar eiga í viðræðum um sameiginlegt framboð með öðrum flokkum á vinstri væng eftir að Sanna Magdalena Mörtudóttir, sósíalisti, kallaði eftir því að félagshyggjufólk, óháð flokksmerkjum, gengi til liðs við framboð hennar sem nú gengur undir nafninu Vor til vinstri. Dóra segist skilgreina sig sem jafnaðarmanneskju og hafði ekki áhuga á að taka þátt í sameiginlegu vinstra framboði. Þessar breytingar hafa það í för með sér að Alexandra Briem er oddviti flokksins. Hún segist til í að leiða Pírata í næstu kosningum hvort sem er í sjálfstæðu eða sameiginlegu framboði. Tíu til fimmtán prósent í boði Eiríkur Bergmann segir augljóst að miklar væringar séu á ytri vinstri væng íslenskra stjórnmála, það gleymist oft að sögn Eiríks að Samfylkingin sé líka vinstriflokkur en tómarúmið sé lengst til vinstri. „Í rauninni í öllum efnislegum skilningi, um stjórnmálaflokka með vægi, þá eru þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar. Það er að segja Píratar, Vinstri-grænir og svo Sósíalistar líka. Samt sem áður sýna kannanir að það eru augljós sóknarfæri vinstra megin. Þetta eru tíu til fimmtán prósent fylgi sem vinstriflokkur gæti náð væri hann svona sameinaður. Þannig fólk er eflaust að horfa til þess.“ Sóknarfærið víðtækara fyrir nýjan flokk Eiríkur segir að ákvörðun Dóru Bjartar um að ganga til liðs við Samfylkinguna sé hluti af þessum væringum. Nú sé fólk að finna sig í flokkunum, hvar það eigi heima. Enn sé ekki útséð með það hvað fólk sjái fyrir sér með nýjum vinstriflokki, sé yfirhöfuð verið að vinna að stofnun hans. Hann segir að sellupólitík flokkanna þriggja með sameiginlegu framboði gæti heft slíkan flokk. „Það var nú samt þannig að þegar Reykjavíkurlistinn var að bjóða fram hérna á sínum tíma þá voru þessir flokkar áfram til og þá voru þessi hólfaprófkjör, þau skiptust á einhverjum sætum sem leiddi síðan til þess auðvitað að kannski bara Samfylkingin tekur þá stöðu,“ segir Eiríkur. „Ég held að sóknarfærið sé víðtækara heldur en bara eitthvað samsafn af þessum flokkum sem hefur mistekist að ná þingsæti. Einhverskonar nýr flokkur með jafnvel nýja leiðtoga, hefði að mínu viti svona meiri skýrskotun úti í samfélaginu heldur en einhver niðurnjörvuð hólf þeirra sem fyrir eru.“
Vinstri græn Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag var samþykkt einróma að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar vorið 2026. 13. desember 2025 18:53 Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. 12. desember 2025 13:44 Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins. 1. júlí 2025 20:02 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag var samþykkt einróma að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar vorið 2026. 13. desember 2025 18:53
Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. 12. desember 2025 13:44
Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins. 1. júlí 2025 20:02