Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 12. desember 2025 15:01 Síðasta fjárhagsáætlun meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði Samfylkingin lagði fram fjölda tillagna við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í byrjun mánaðarins. Tillögurnar voru fullfjármagnaðar og áttu það allar sammerkt að miða að því að efla Hafnarfjörð og bæta hag og velferð íbúa. Þær endurspegluðu einnig skýra sýn Samfylkingarinnar fyrir bæjarfélagið og íbúa til framtíðar og sneru að málum sem skipta daglegt líf fólks miklu máli. Þar var meðal annars um að ræða tillögur um húsnæðismál, frístundir barna og ungmenna, bætt aðgengi fólks með fötlun að stofnunum bæjarins og almennum vinnumarkaði, bættar samgöngur í bænum og svo mætti lengi áfram telja. Allt saman tillögur þar sem ætlunin er að einfalda daglegt líf fólks, í samræmi við upplegg málefnavinnu Samfylkingarinnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Meirihlutinn fellur á prófinu Þessi framtíðarsýn og stefnumörkun sem birtist í tillögum jafnaðarfólks er skýrt mótvægi við það stefnu- og metnaðarleysi sem einkennir þessa síðustu fjárhagsáætlun meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á kjörtímabilinu. Enda fór það svo að meirihlutinn annað hvort hafnaði eða vísaði frá nánast öllum tillögum okkar jafnaðarfólks. Áætlun meirihlutans einkennist enn og aftur af lausatökum, skammtímareddingum og stefnuleysi í stóru sem smáu. Það kemur ekki á óvart því allar fyrri fjárhagsáætlanir meirihlutans hafa verið þessu marki brenndar. Fjárhagsáætlanir snúast nefnilega ekki eingöngu um að skipta skattfé á milli málaflokka og einstakra verkefna heldur að marka stefnu til framtíðar og leggja almennar línur í rekstri og framkvæmdum bæjarfélagsins. Á því prófi fellur meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks enn á ný og kýs fremur að tjalda til einnar nætur, láta málin reka á reiðanum og halda áfram í hlutlausum gír. Ósjálfbær rekstur og skammtímareddingar í lok árs Það er ekki nóg með að alla framtíðarsýn og stefnumörkun vanti hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks heldur er rekstur bæjarins einnig í ólestri. Meirihlutinn er hins vegar býsna þjálfaður og leikinn í því að búa til glansmynd af ábyrgum rekstri bæjarfélagsins því allt kjörtímabilið hefur það legið fyrir að reksturinn er ósjálfbær. Hann skilar ekki fjármunum í verklegar framkvæmdir eða fjárfestingar og síðustu ár hafa allar meiriháttar framkvæmdir verið fjármagnaðar með lántöku og einskiptistekjum sem verða til við lóðasölu. Nú í lok árs staðfestist þetta enn og aftur þegar fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks boða til aukafundar í bæjarráði rétt fyrir jól til þess að úthluta lóðum og ætla með því að bókfæra tekjur á árinu til að viðhalda hinni innihaldslausu glansmynd í ársreikningi þessa árs. Hér er því miður bara um enn eina skammtímareddinguna að ræða sem lýsir fyrst og fremst fumi og fáti við stjórn bæjarins. Hunsa eigin tillögu og hafna tillögu Samfylkingarinnar um hagræðingu Allt tal um rekstrarsnilld Sjálfstæðisflokksins sem fulltrúar hans hafa lengi reynt að halda á loft á sér enga stoð í raunveruleikanum því ekkert hefur verið gert á kjörtímabilinu til þess að takast á við undirliggjandi vanda í rekstri bæjarfélagsins. Meirihlutinn neitar að horfast í augu við raunveruleikann, ber höfðinu við steininn og setur kíkinn fyrir blinda augað. Hans eina svar er að bera innihaldslausa glansmynd á borð fyrir bæjarbúa. Í byrjun reyndi þó meirihlutinn að sýna smá lit því í fyrstu fjárhagsáætlun meirihlutans á kjörtímabilinu var að finna hagræðingarkröfu, frá honum sjálfum, upp á 500 milljónir. Ekki fylgdi þó hugur máli því ekkert var gert í málinu þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir jafnaðarfólks. Það innsiglar svo uppgjöf meirihlutans fyrir verkefninu að síðan hefur engin slík hagræðingartillaga komið frá honum og við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar felldi meirihlutinn tillögu Samfylkingarinnar um hagræðingu upp á 300 milljónir á næsta ári. Þörf á kraftmiklum og markvissum aðgerðum í stað uppgjafar Þessi staða er grafalvarleg því að óbreyttu mun Hafnarfjörður lenda í verulegum fjárhagsvandræðum þegar slaknar á framboði og eftirspurn eftir lóðum og milljarða tekjur af lóðasölu dragast saman. Samkvæmt gildandi skipulagi þá fer nýjum uppbyggingarsvæðum fækkandi og afar hægt hefur gengið byggja upp á þéttingarreitum undir forystu þessa meirihluta. Þá er uppgjöf fyrir verkefninu, eins og raunin er hjá fulltrúum meirihlutans, ekki í boði. Nú er þörf á skýrri stefnumörkun með kraftmiklum og markvissum aðgerðum. Skýr framtíðarsýn Samfylkingarinnar Hafnarfjörður er stórt og öflugt bæjarfélag og ýmsu hefur vissulega miðað í rétta átt á síðustu árum. Í minnihluta bæjarstjórnar hefur jafnaðarfólk haldið meirihlutanum við efnið með málefnalegum hætti í mikilvægum málum, stórum sem smáum. Við erum einnig með skýra framtíðarsýn sem birtist meðal annars í því að við höfum verið óþreytandi við að setja mál og málefni á dagskrá bæjarstjórnar sem skipta máli fyrir hag og velferð bæjarbúa. Þar má nefna mál sem snúa að velferð barna og ungmenna, velferð eldra fólks, málefnum heimilislausra, fjölbreyttri húsnæðisuppbyggingu þar sem félagslegar áherslur eru í forgrunni og margt fleira, sem meirihlutinn, í anda gamaldags pólitíkur, hefur nánast öllum hafnað. Tækifæri til breytinga næsta vor Valdaþreyta og samstarfsdoði eru helstu einkenni síðustu fjárhagsáætlunar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þróunin hjá þessum meirihluta hefur verið mjög hliðstæð þróuninni hjá ríkisstjórn þessara sömu flokka og VG sem hrökklaðist frá völdum með eftirminnilegum hætti í þingkosningum fyrir ári síðan. En það styttist í bæjarstjórnarkosningar og í þeim geta Hafnfirðingar valið nýtt upphaf fyrir Hafnarfjörð með skýrri framtíðarsýn og stefnu Samfylkingarinnar i stað kyrrstöðunnar í boði núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Það er þörf á breytingum í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta fjárhagsáætlun meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði Samfylkingin lagði fram fjölda tillagna við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í byrjun mánaðarins. Tillögurnar voru fullfjármagnaðar og áttu það allar sammerkt að miða að því að efla Hafnarfjörð og bæta hag og velferð íbúa. Þær endurspegluðu einnig skýra sýn Samfylkingarinnar fyrir bæjarfélagið og íbúa til framtíðar og sneru að málum sem skipta daglegt líf fólks miklu máli. Þar var meðal annars um að ræða tillögur um húsnæðismál, frístundir barna og ungmenna, bætt aðgengi fólks með fötlun að stofnunum bæjarins og almennum vinnumarkaði, bættar samgöngur í bænum og svo mætti lengi áfram telja. Allt saman tillögur þar sem ætlunin er að einfalda daglegt líf fólks, í samræmi við upplegg málefnavinnu Samfylkingarinnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Meirihlutinn fellur á prófinu Þessi framtíðarsýn og stefnumörkun sem birtist í tillögum jafnaðarfólks er skýrt mótvægi við það stefnu- og metnaðarleysi sem einkennir þessa síðustu fjárhagsáætlun meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á kjörtímabilinu. Enda fór það svo að meirihlutinn annað hvort hafnaði eða vísaði frá nánast öllum tillögum okkar jafnaðarfólks. Áætlun meirihlutans einkennist enn og aftur af lausatökum, skammtímareddingum og stefnuleysi í stóru sem smáu. Það kemur ekki á óvart því allar fyrri fjárhagsáætlanir meirihlutans hafa verið þessu marki brenndar. Fjárhagsáætlanir snúast nefnilega ekki eingöngu um að skipta skattfé á milli málaflokka og einstakra verkefna heldur að marka stefnu til framtíðar og leggja almennar línur í rekstri og framkvæmdum bæjarfélagsins. Á því prófi fellur meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks enn á ný og kýs fremur að tjalda til einnar nætur, láta málin reka á reiðanum og halda áfram í hlutlausum gír. Ósjálfbær rekstur og skammtímareddingar í lok árs Það er ekki nóg með að alla framtíðarsýn og stefnumörkun vanti hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks heldur er rekstur bæjarins einnig í ólestri. Meirihlutinn er hins vegar býsna þjálfaður og leikinn í því að búa til glansmynd af ábyrgum rekstri bæjarfélagsins því allt kjörtímabilið hefur það legið fyrir að reksturinn er ósjálfbær. Hann skilar ekki fjármunum í verklegar framkvæmdir eða fjárfestingar og síðustu ár hafa allar meiriháttar framkvæmdir verið fjármagnaðar með lántöku og einskiptistekjum sem verða til við lóðasölu. Nú í lok árs staðfestist þetta enn og aftur þegar fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks boða til aukafundar í bæjarráði rétt fyrir jól til þess að úthluta lóðum og ætla með því að bókfæra tekjur á árinu til að viðhalda hinni innihaldslausu glansmynd í ársreikningi þessa árs. Hér er því miður bara um enn eina skammtímareddinguna að ræða sem lýsir fyrst og fremst fumi og fáti við stjórn bæjarins. Hunsa eigin tillögu og hafna tillögu Samfylkingarinnar um hagræðingu Allt tal um rekstrarsnilld Sjálfstæðisflokksins sem fulltrúar hans hafa lengi reynt að halda á loft á sér enga stoð í raunveruleikanum því ekkert hefur verið gert á kjörtímabilinu til þess að takast á við undirliggjandi vanda í rekstri bæjarfélagsins. Meirihlutinn neitar að horfast í augu við raunveruleikann, ber höfðinu við steininn og setur kíkinn fyrir blinda augað. Hans eina svar er að bera innihaldslausa glansmynd á borð fyrir bæjarbúa. Í byrjun reyndi þó meirihlutinn að sýna smá lit því í fyrstu fjárhagsáætlun meirihlutans á kjörtímabilinu var að finna hagræðingarkröfu, frá honum sjálfum, upp á 500 milljónir. Ekki fylgdi þó hugur máli því ekkert var gert í málinu þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir jafnaðarfólks. Það innsiglar svo uppgjöf meirihlutans fyrir verkefninu að síðan hefur engin slík hagræðingartillaga komið frá honum og við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar felldi meirihlutinn tillögu Samfylkingarinnar um hagræðingu upp á 300 milljónir á næsta ári. Þörf á kraftmiklum og markvissum aðgerðum í stað uppgjafar Þessi staða er grafalvarleg því að óbreyttu mun Hafnarfjörður lenda í verulegum fjárhagsvandræðum þegar slaknar á framboði og eftirspurn eftir lóðum og milljarða tekjur af lóðasölu dragast saman. Samkvæmt gildandi skipulagi þá fer nýjum uppbyggingarsvæðum fækkandi og afar hægt hefur gengið byggja upp á þéttingarreitum undir forystu þessa meirihluta. Þá er uppgjöf fyrir verkefninu, eins og raunin er hjá fulltrúum meirihlutans, ekki í boði. Nú er þörf á skýrri stefnumörkun með kraftmiklum og markvissum aðgerðum. Skýr framtíðarsýn Samfylkingarinnar Hafnarfjörður er stórt og öflugt bæjarfélag og ýmsu hefur vissulega miðað í rétta átt á síðustu árum. Í minnihluta bæjarstjórnar hefur jafnaðarfólk haldið meirihlutanum við efnið með málefnalegum hætti í mikilvægum málum, stórum sem smáum. Við erum einnig með skýra framtíðarsýn sem birtist meðal annars í því að við höfum verið óþreytandi við að setja mál og málefni á dagskrá bæjarstjórnar sem skipta máli fyrir hag og velferð bæjarbúa. Þar má nefna mál sem snúa að velferð barna og ungmenna, velferð eldra fólks, málefnum heimilislausra, fjölbreyttri húsnæðisuppbyggingu þar sem félagslegar áherslur eru í forgrunni og margt fleira, sem meirihlutinn, í anda gamaldags pólitíkur, hefur nánast öllum hafnað. Tækifæri til breytinga næsta vor Valdaþreyta og samstarfsdoði eru helstu einkenni síðustu fjárhagsáætlunar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þróunin hjá þessum meirihluta hefur verið mjög hliðstæð þróuninni hjá ríkisstjórn þessara sömu flokka og VG sem hrökklaðist frá völdum með eftirminnilegum hætti í þingkosningum fyrir ári síðan. En það styttist í bæjarstjórnarkosningar og í þeim geta Hafnfirðingar valið nýtt upphaf fyrir Hafnarfjörð með skýrri framtíðarsýn og stefnu Samfylkingarinnar i stað kyrrstöðunnar í boði núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Það er þörf á breytingum í Hafnarfirði. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar