Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Árni Sæberg skrifar 11. desember 2025 15:49 Leigubílstjórinn var handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt refsingar leigubílstjóra og félaga hans fyrir að nauðga konu og dæmt þá í þriggja ára fangelsi. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Mennirnir voru dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna hvor um sig í miskabætur. Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15. Hann hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Mennirnir voru dæmdir í tveggja ára og sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í apríl síðastliðnum. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Dómur héraðsdóms er reifaður ítarlega í fréttinni hér að neðan: Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samningnum slitið tafarlaust Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni. Dómsmál Kynferðisofbeldi Leigubílar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp klukkan 15. Hann hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Mennirnir voru dæmdir í tveggja ára og sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í apríl síðastliðnum. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Dómur héraðsdóms er reifaður ítarlega í fréttinni hér að neðan: Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samningnum slitið tafarlaust Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Leigubílar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira