ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar 11. desember 2025 08:33 Evrópusambandið hefur undanfarið gefið sterk merki um að mögulega verði hætt við áform um að banna sölu nýrra bensín- og dísilökutækja árið 2035. Í fréttum frá Reuters, AutoExpress og Carwow kemur fram að framkvæmdastjórn ESB hafi þegar hafið endurskoðun á markmiðinu og að frestun til ársins 2040 sé til umfjöllunar. Ástæðurnar eru ýmsar. Víða vantar uppbyggða hleðsluinnviði, rafvæðing hefur gengið hægar en spár gerðu ráð fyrir og aðildarríki hafa lýst yfir áhyggjum af miklum kostnaði fyrir heimili og atvinnulíf ef þrýst verði á full raforkuskipti of hratt. Þá óttast bæði bílaiðnaður og verkalýðshreyfing að of þröng tímalína gæti skaðað samkeppnishæfni Evrópu og flýtt fyrir því að framleiðsla og störf flytjist úr álfunni. Á sama tíma og Evrópusambandið er að draga úr hraðanum í orkuskiptum standa íslensk stjórnvöld fast á áformum um hækkun álaga á mótorhjól, þó svo að rafvæddir valkostir séu enn langt frá því að vera raunhæfir í íslenskum aðstæðum. Rafmótorhjól bjóða hvorki upp á drægni, endingu né verð sem hægt er að bera saman við hefðbundin mótorhjól, auk þess sem kuldi og langar vegalengdir gera notkun þeirra tortryggilega. Mótorhjól eru þó aðeins örlítið brot af heildarlosun í vegasamgöngum. Það hefur því vakið athygli að Ísland sé að hækka álögur á farartækjaflokk sem hefur litla sem enga möguleika á að uppfylla raforkuskiptakröfur á næstu árum, á sama tíma og löndin sem mótuðu upphaflegu reglurnar eru að draga í land. Um leið og hækkanir á mótorhjólum hafa vakið gagnrýni, hafa komið fram upplýsingar um að ríkisstjórnin sé að endurskoða fyrri áform um að setja 40 prósenta vörugjald á T3 ökutæki, þar á meðal fjórhjól og sexhjól sem gegna lykilhlutverki í landbúnaði, björgunarsveitastarfi og ferðaþjónustu. Tillagan mætti mikilli mótspyrnu þar sem bent var á að þessi ökutæki væru fyrst og fremst vinnuvélar, ekki lúxusfarartæki. Hækkunin hefði því bitnað sérstaklega á þeim atvinnugreinum og öryggisstarfsemi sem treysta á þau. Sú staðreynd að stjórnvöld virðast nú tilbúin að bakka frá þessari ákvörðun hefur verið túlkuð sem jákvætt skref og dæmi um að rök, gögn og raunveruleg notkun geti sannfært stjórnvöld um að endurmeta stefnu sína. Þegar litið er á heildarmyndina verður ósamræmið áberandi. Evrópusambandið, sem Ísland hefur gjarnan fylgt í regluverki um umhverfi og orkuskipti, er að íhuga lengri tímaramma og sveigjanlegri nálgun. Ísland hins vegar er að herða álögur á farartækjaflokka sem ekki hafa tæknilegar forsendur til að fylgja rafvæðingarstefnu á næstu árum, og í tilviki mótorhjóla er rafvæðingin beinlínis óframkvæmanleg miðað við vöruúrval og veðurfar hér á landi. Auk þess hefur komið fram vaxandi umræða um að íþróttatæki á borð við keppnismótorhjól, motocrosshjól og aðrar vélar sem aðeins eru notaðar á lokuðum brautum og fara aldrei á númer eða í almennar samgöngur, eigi alls ekki að bera vörugjöld sem byggja á forsendum hefðbundinnar notkunar í umferð. Slík gjöld eru hönnuð með það í huga að ökutæki aki 10–20 þúsund kílómetra á ári í almennri umferð. Keppnistæki eru hins vegar oft ekið 100–300 kílómetra á ársgrundvelli, í afmörkuðu umhverfi, undir eftirliti og án nokkurs álags á vegakerfið eða daglega umferð. Að leggja sömu gjöld á þessi tæki og á hefðbundin skráningarskyld ökutæki er því hvorki röklega né sanngjarnt og stenst illa samanburð við skattkerfi nágrannaríkja. Spurningin sem situr eftir er því ekki aðeins hvort Ísland sé að fara hraðar en ESB í orkuskiptum heldur einnig hvort skattheimtan sé raunhæf og í samræmi við raunverulega notkun þeirra tækja sem hún nær til. Ef stjórnvöld eru tilbúin að endurskoða T3 gjaldið á grundvelli raka og notkunar, þá hlýtur að sama sjónarmið eigi einnig við um mótorhjól og keppnistæki sem hvorki valda mengun né sliti á vegum í líkingu við hefðbundna umferð. Orkuskipti verða að byggja á tæknilegum veruleika en ekki óskhyggju, og skattlagning þarf að endurspegla raunverulega notkun. Að öðrum kosti er hætt við að álögur bitni fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín og á greinum sem eru mikilvægar fyrir bæði öryggi, atvinnu og íþróttastarfsemi. Höfundur flytur inn Ducati og aprilia mótorhjól, er varaformaður íþróttafélagsins Hafliða í Hafnarfirði og fyrrverandi keppandi í mótorsporti hér heima sem erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur undanfarið gefið sterk merki um að mögulega verði hætt við áform um að banna sölu nýrra bensín- og dísilökutækja árið 2035. Í fréttum frá Reuters, AutoExpress og Carwow kemur fram að framkvæmdastjórn ESB hafi þegar hafið endurskoðun á markmiðinu og að frestun til ársins 2040 sé til umfjöllunar. Ástæðurnar eru ýmsar. Víða vantar uppbyggða hleðsluinnviði, rafvæðing hefur gengið hægar en spár gerðu ráð fyrir og aðildarríki hafa lýst yfir áhyggjum af miklum kostnaði fyrir heimili og atvinnulíf ef þrýst verði á full raforkuskipti of hratt. Þá óttast bæði bílaiðnaður og verkalýðshreyfing að of þröng tímalína gæti skaðað samkeppnishæfni Evrópu og flýtt fyrir því að framleiðsla og störf flytjist úr álfunni. Á sama tíma og Evrópusambandið er að draga úr hraðanum í orkuskiptum standa íslensk stjórnvöld fast á áformum um hækkun álaga á mótorhjól, þó svo að rafvæddir valkostir séu enn langt frá því að vera raunhæfir í íslenskum aðstæðum. Rafmótorhjól bjóða hvorki upp á drægni, endingu né verð sem hægt er að bera saman við hefðbundin mótorhjól, auk þess sem kuldi og langar vegalengdir gera notkun þeirra tortryggilega. Mótorhjól eru þó aðeins örlítið brot af heildarlosun í vegasamgöngum. Það hefur því vakið athygli að Ísland sé að hækka álögur á farartækjaflokk sem hefur litla sem enga möguleika á að uppfylla raforkuskiptakröfur á næstu árum, á sama tíma og löndin sem mótuðu upphaflegu reglurnar eru að draga í land. Um leið og hækkanir á mótorhjólum hafa vakið gagnrýni, hafa komið fram upplýsingar um að ríkisstjórnin sé að endurskoða fyrri áform um að setja 40 prósenta vörugjald á T3 ökutæki, þar á meðal fjórhjól og sexhjól sem gegna lykilhlutverki í landbúnaði, björgunarsveitastarfi og ferðaþjónustu. Tillagan mætti mikilli mótspyrnu þar sem bent var á að þessi ökutæki væru fyrst og fremst vinnuvélar, ekki lúxusfarartæki. Hækkunin hefði því bitnað sérstaklega á þeim atvinnugreinum og öryggisstarfsemi sem treysta á þau. Sú staðreynd að stjórnvöld virðast nú tilbúin að bakka frá þessari ákvörðun hefur verið túlkuð sem jákvætt skref og dæmi um að rök, gögn og raunveruleg notkun geti sannfært stjórnvöld um að endurmeta stefnu sína. Þegar litið er á heildarmyndina verður ósamræmið áberandi. Evrópusambandið, sem Ísland hefur gjarnan fylgt í regluverki um umhverfi og orkuskipti, er að íhuga lengri tímaramma og sveigjanlegri nálgun. Ísland hins vegar er að herða álögur á farartækjaflokka sem ekki hafa tæknilegar forsendur til að fylgja rafvæðingarstefnu á næstu árum, og í tilviki mótorhjóla er rafvæðingin beinlínis óframkvæmanleg miðað við vöruúrval og veðurfar hér á landi. Auk þess hefur komið fram vaxandi umræða um að íþróttatæki á borð við keppnismótorhjól, motocrosshjól og aðrar vélar sem aðeins eru notaðar á lokuðum brautum og fara aldrei á númer eða í almennar samgöngur, eigi alls ekki að bera vörugjöld sem byggja á forsendum hefðbundinnar notkunar í umferð. Slík gjöld eru hönnuð með það í huga að ökutæki aki 10–20 þúsund kílómetra á ári í almennri umferð. Keppnistæki eru hins vegar oft ekið 100–300 kílómetra á ársgrundvelli, í afmörkuðu umhverfi, undir eftirliti og án nokkurs álags á vegakerfið eða daglega umferð. Að leggja sömu gjöld á þessi tæki og á hefðbundin skráningarskyld ökutæki er því hvorki röklega né sanngjarnt og stenst illa samanburð við skattkerfi nágrannaríkja. Spurningin sem situr eftir er því ekki aðeins hvort Ísland sé að fara hraðar en ESB í orkuskiptum heldur einnig hvort skattheimtan sé raunhæf og í samræmi við raunverulega notkun þeirra tækja sem hún nær til. Ef stjórnvöld eru tilbúin að endurskoða T3 gjaldið á grundvelli raka og notkunar, þá hlýtur að sama sjónarmið eigi einnig við um mótorhjól og keppnistæki sem hvorki valda mengun né sliti á vegum í líkingu við hefðbundna umferð. Orkuskipti verða að byggja á tæknilegum veruleika en ekki óskhyggju, og skattlagning þarf að endurspegla raunverulega notkun. Að öðrum kosti er hætt við að álögur bitni fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín og á greinum sem eru mikilvægar fyrir bæði öryggi, atvinnu og íþróttastarfsemi. Höfundur flytur inn Ducati og aprilia mótorhjól, er varaformaður íþróttafélagsins Hafliða í Hafnarfirði og fyrrverandi keppandi í mótorsporti hér heima sem erlendis.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun