Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar 10. desember 2025 15:32 Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun