Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar 10. desember 2025 15:32 Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun