Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar 9. desember 2025 12:00 Á morgun, miðvikudaginn 10. desember 2025, kýs stjórn RÚV um það hvort Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári eða sniðgengur keppnina vegna þáttöku Ísraels - og þjóðarmorðsins á Gaza. Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpi (sem stjórnarmönnum ber að framfylgja) segir að markmið þeirra sé að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Nýleg skoðanakönnun Gallup sýnir að 68% Íslendinga vilja ekki að við tökum þátt ef Ísrael verður með en aðeins 21% vilja gera það. Markmiðum laganna um félgslega samheldni verður augljóslega ekki náð með því stjórn RÚV láti vilja svo lítils minnihluta ráða för en hunsi vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Í stefnu RÚV segir að hlutverk félagsins sé að þjóna samfélaginu og að það standi vörð um hagsmuni almennings af hugrekki. Það ætti því að vera borðleggjandi hver niðurstaða stjórnar RÚV verður á morgun - en svo er þó ekki. Þrýstingur Ástæðan er þær aðferðir sem Ísrael beitir um allan heim til að þvinga fram þá niðurstöðu sem þau vilja. Í Bandaríkjunum er grímulaus hagsmunagæsla Ísraels vel þekkt og ekki síður sú harka sem þau nota gegn öllum sem eru þeim andsnúin. Svindl Ísraels í kosningunni í úrslitum Eurovision í fyrra hefur mikið verið rætt. Vegna þess var framkvæmd kosninganna nýlega breytt til að reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Ásakanir hafa núna komið fram um að að Ísrael hafi haft rangt við þegar aðildarfélög EBU greiddu atkvæði á þann veg að ekki komst á dagskrá tillaga um að vísa Ísrael úr kepnni. Það er allanvega alveg ljóst að Ísrael og bandamenn þess munu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að stjórn RÚV greiði atkvæði á þann veg sem þjóðin vill. Stjórn RÚV Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi fyrir utan einn fulltrúa starfsfólks. Þau eru því flest fulltrúar flokka á þingi og fullrúar sömu flokka og mynda ríkisstjórn, mynda meirihluta í stjórn RÚV. Skoðum þennan meirhluta. Ef við byrjum á fulltrúum Samfylkingarinnar þá eru það: Stefán Jón Hafstein og Kristín Sóley Björnsdóttir og til vara eru Viðar Eggertsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Samkvæmt Gallup vilja 80% kjósenda Samfylkingarinnar ekki að við tökum þátt ef Ísrael er með en aðeins 5% vilja það, svo ef allt er eðlilegt má reikna með þessir stjórnarmenn greiði atkvæði með sniðgöngu. Fulltrúar Viðreisnar eru Auður Finnbogadóttir og Dijá Ámundadóttir Zoëga og varamenn þeirra eru Kamma Thordarson og Natan Kolbeinsson. Vilji kjósenda Viðreisnar er líka alveg klár því 77% vilja sniðganga ef Ísrael verður með en 11% ekki. Heimir Már Pétursson er fulltrúi Flokks fólksins og varamaður hans er Katrín Viktoría Leiva. Í Flokki fólksins vilja 47% ekki að við tökum þátt í Eurovision ef Ísrael er með en 18% vilja það. Sniðgöngufólkið er því miklu fjölmennara þótt munurinn sé minni en hjá hinum stjórnarflokkunum. Vilji flokksmanna er engu að síður afgerandi. Saman mynda þessi þrír flokkar meirihluta í stjórn Rúv og því má búast við að þau standi saman í þessu máli til að skapa ekki úlfúð og ágreining innan sinna raða og milli flokkanna innbyrðis. Fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórninni er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varamaður hennar er Jónas Skúlason. Stuðningur kjósenda Framsóknarflokksins við sniðgöngu er enn meiri en meðal kjósenda Flokks fólksins því 53% framsóknarfólks vill ekki vera með Ísrael á sviðinu en aðeins 17% vill það. Það verður því athyglisvert að sjá hvort fulltrúi Framsóknarflokksins fari að eindregnum vilja flokksmanna sinna og styðji tillögu um sniðgöngu eða gangi þvert gegn þeim vilja og sláist í hóp með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum og þeirra 21% kjósenda sem vilja vera með Ísrael í Eurovision. Við munum aldrei gleyma Mörgum okkar sem erum í þeim stóra hópi kjósenda sem vill sniðganga Eurovision er mikil alvara - og við höfum mörg hver sterkar tilfinningar að baki þeirri sannfæringu - að okkur beri skylda til að sýna í verki andúð okkar á þjóðarmorðinu á Gaza. Sniðganga Eurovision 2026 er góð leið til þess - og mun heyrast um allan heim. Við munum örugglega ekki taka því vel ef fulltrúar í stjórn RÚV láta utanaðkomandi þrýsting verða til þess að þau gangi í berhögg við skýran vilja stuðningmanna sinna. Slík svik við kjósendur þeirra flokka sem að baki þeim standa mun fylgja því fólki um ókomna tíð. Við munum aldrei gleyma þessari kosningu sem fram fer í stjórn RÚV á morgun. Höfundur er hönnuður og áhugamaður um að Ísland leggi sitt af mörkum til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, miðvikudaginn 10. desember 2025, kýs stjórn RÚV um það hvort Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári eða sniðgengur keppnina vegna þáttöku Ísraels - og þjóðarmorðsins á Gaza. Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpi (sem stjórnarmönnum ber að framfylgja) segir að markmið þeirra sé að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Nýleg skoðanakönnun Gallup sýnir að 68% Íslendinga vilja ekki að við tökum þátt ef Ísrael verður með en aðeins 21% vilja gera það. Markmiðum laganna um félgslega samheldni verður augljóslega ekki náð með því stjórn RÚV láti vilja svo lítils minnihluta ráða för en hunsi vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Í stefnu RÚV segir að hlutverk félagsins sé að þjóna samfélaginu og að það standi vörð um hagsmuni almennings af hugrekki. Það ætti því að vera borðleggjandi hver niðurstaða stjórnar RÚV verður á morgun - en svo er þó ekki. Þrýstingur Ástæðan er þær aðferðir sem Ísrael beitir um allan heim til að þvinga fram þá niðurstöðu sem þau vilja. Í Bandaríkjunum er grímulaus hagsmunagæsla Ísraels vel þekkt og ekki síður sú harka sem þau nota gegn öllum sem eru þeim andsnúin. Svindl Ísraels í kosningunni í úrslitum Eurovision í fyrra hefur mikið verið rætt. Vegna þess var framkvæmd kosninganna nýlega breytt til að reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Ásakanir hafa núna komið fram um að að Ísrael hafi haft rangt við þegar aðildarfélög EBU greiddu atkvæði á þann veg að ekki komst á dagskrá tillaga um að vísa Ísrael úr kepnni. Það er allanvega alveg ljóst að Ísrael og bandamenn þess munu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að stjórn RÚV greiði atkvæði á þann veg sem þjóðin vill. Stjórn RÚV Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi fyrir utan einn fulltrúa starfsfólks. Þau eru því flest fulltrúar flokka á þingi og fullrúar sömu flokka og mynda ríkisstjórn, mynda meirihluta í stjórn RÚV. Skoðum þennan meirhluta. Ef við byrjum á fulltrúum Samfylkingarinnar þá eru það: Stefán Jón Hafstein og Kristín Sóley Björnsdóttir og til vara eru Viðar Eggertsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Samkvæmt Gallup vilja 80% kjósenda Samfylkingarinnar ekki að við tökum þátt ef Ísrael er með en aðeins 5% vilja það, svo ef allt er eðlilegt má reikna með þessir stjórnarmenn greiði atkvæði með sniðgöngu. Fulltrúar Viðreisnar eru Auður Finnbogadóttir og Dijá Ámundadóttir Zoëga og varamenn þeirra eru Kamma Thordarson og Natan Kolbeinsson. Vilji kjósenda Viðreisnar er líka alveg klár því 77% vilja sniðganga ef Ísrael verður með en 11% ekki. Heimir Már Pétursson er fulltrúi Flokks fólksins og varamaður hans er Katrín Viktoría Leiva. Í Flokki fólksins vilja 47% ekki að við tökum þátt í Eurovision ef Ísrael er með en 18% vilja það. Sniðgöngufólkið er því miklu fjölmennara þótt munurinn sé minni en hjá hinum stjórnarflokkunum. Vilji flokksmanna er engu að síður afgerandi. Saman mynda þessi þrír flokkar meirihluta í stjórn Rúv og því má búast við að þau standi saman í þessu máli til að skapa ekki úlfúð og ágreining innan sinna raða og milli flokkanna innbyrðis. Fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórninni er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varamaður hennar er Jónas Skúlason. Stuðningur kjósenda Framsóknarflokksins við sniðgöngu er enn meiri en meðal kjósenda Flokks fólksins því 53% framsóknarfólks vill ekki vera með Ísrael á sviðinu en aðeins 17% vill það. Það verður því athyglisvert að sjá hvort fulltrúi Framsóknarflokksins fari að eindregnum vilja flokksmanna sinna og styðji tillögu um sniðgöngu eða gangi þvert gegn þeim vilja og sláist í hóp með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum og þeirra 21% kjósenda sem vilja vera með Ísrael í Eurovision. Við munum aldrei gleyma Mörgum okkar sem erum í þeim stóra hópi kjósenda sem vill sniðganga Eurovision er mikil alvara - og við höfum mörg hver sterkar tilfinningar að baki þeirri sannfæringu - að okkur beri skylda til að sýna í verki andúð okkar á þjóðarmorðinu á Gaza. Sniðganga Eurovision 2026 er góð leið til þess - og mun heyrast um allan heim. Við munum örugglega ekki taka því vel ef fulltrúar í stjórn RÚV láta utanaðkomandi þrýsting verða til þess að þau gangi í berhögg við skýran vilja stuðningmanna sinna. Slík svik við kjósendur þeirra flokka sem að baki þeim standa mun fylgja því fólki um ókomna tíð. Við munum aldrei gleyma þessari kosningu sem fram fer í stjórn RÚV á morgun. Höfundur er hönnuður og áhugamaður um að Ísland leggi sitt af mörkum til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar