Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Lovísa Arnardóttir skrifar 8. desember 2025 15:28 Framkvæmdastjóri Eagle golfferða segir hafa tekið tíma að leysa úr flækjum sem sköpuðust eftir fall Play í september á þessu ári. Vísir/Egill Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð. Félagið hefur því ekki lengur heimild til að setja saman, bjóða fram eða selja pakkaferðir eða að milligangast sölu samtengdrar ferðatilhögunar í atvinnuskyni. Fjallað var um það í síðustu viku að Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir ættu um milljón inni hjá fyrirtækinu vegna golfferðar sem þau komust ekki í þegar Play fór í þrot. Þau reyndu að sækja um endurgreiðslu til Ferðatryggingasjóðs en aðeins er hægt að sækja þar um hafi fyrirtæki skilað inn leyfi eða orðið ógjaldfær. Til dæmis geta viðskiptavinir Tango Travel, sem hætti starfsemi eftir fall Play, ekki sótt um í sjóðinn. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu segir að sjóðurinn endurgreiði ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna ógjaldfærni ferðaskrifstofu. Þakkar þolinmæði og skilning Árni Freyr Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Eagle golfferða, segir afar miður að staðan sé þessi. Í tilkynningu á Facebook-síðu fyrirtækisins þakkar hann viðskiptavinum fyrir þolinmæði og skilning sem þau hafi sýnt á meðan fyrirtækið vann að því að leysa úr flækjum sem sköpuðust eftir fall Play. „Ferlið hefur verið bæði umfangsmikið og tímafrekt, og okkur þykir innilega leitt að uppgjör mála hafi dregist svona á langinn. Nú getum við þó loks komið með mikilvægar og jákvæðar fréttir,“ segir hann og að viðskiptavinir geti nú sótt um í Ferðatryggingasjóð. „Við skiljum vel að þessi staða hefur valdið mörgum vonbrigðum og óvissu. Markmið okkar frá fyrsta degi hefur verið að tryggja rétt farþega og vinna náið með viðeigandi aðilum að því að koma öllum málum í réttan og tryggan farveg. Við erum þakklát fyrir þann skilning og stuðning sem margir hafa sýnt og höldum áfram að vera til staðar fyrir ykkur meðan endanlega er gengið frá öllum málum,“ segir hann að lokum. Í tilkynningu Ferðamálastofu kemur fram að frestur til að senda sjóðnum kröfu sé til og með 9. febrúar 2026. „Krafa þarf að berast innan kröfulýsingarfrests. Kröfur sem berast eftir þann tíma eru ekki teknar til greina. Kröfur eru sendar í gegnum vefgátt á island.is,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Golf Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Félagið hefur því ekki lengur heimild til að setja saman, bjóða fram eða selja pakkaferðir eða að milligangast sölu samtengdrar ferðatilhögunar í atvinnuskyni. Fjallað var um það í síðustu viku að Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir ættu um milljón inni hjá fyrirtækinu vegna golfferðar sem þau komust ekki í þegar Play fór í þrot. Þau reyndu að sækja um endurgreiðslu til Ferðatryggingasjóðs en aðeins er hægt að sækja þar um hafi fyrirtæki skilað inn leyfi eða orðið ógjaldfær. Til dæmis geta viðskiptavinir Tango Travel, sem hætti starfsemi eftir fall Play, ekki sótt um í sjóðinn. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu segir að sjóðurinn endurgreiði ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna ógjaldfærni ferðaskrifstofu. Þakkar þolinmæði og skilning Árni Freyr Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Eagle golfferða, segir afar miður að staðan sé þessi. Í tilkynningu á Facebook-síðu fyrirtækisins þakkar hann viðskiptavinum fyrir þolinmæði og skilning sem þau hafi sýnt á meðan fyrirtækið vann að því að leysa úr flækjum sem sköpuðust eftir fall Play. „Ferlið hefur verið bæði umfangsmikið og tímafrekt, og okkur þykir innilega leitt að uppgjör mála hafi dregist svona á langinn. Nú getum við þó loks komið með mikilvægar og jákvæðar fréttir,“ segir hann og að viðskiptavinir geti nú sótt um í Ferðatryggingasjóð. „Við skiljum vel að þessi staða hefur valdið mörgum vonbrigðum og óvissu. Markmið okkar frá fyrsta degi hefur verið að tryggja rétt farþega og vinna náið með viðeigandi aðilum að því að koma öllum málum í réttan og tryggan farveg. Við erum þakklát fyrir þann skilning og stuðning sem margir hafa sýnt og höldum áfram að vera til staðar fyrir ykkur meðan endanlega er gengið frá öllum málum,“ segir hann að lokum. Í tilkynningu Ferðamálastofu kemur fram að frestur til að senda sjóðnum kröfu sé til og með 9. febrúar 2026. „Krafa þarf að berast innan kröfulýsingarfrests. Kröfur sem berast eftir þann tíma eru ekki teknar til greina. Kröfur eru sendar í gegnum vefgátt á island.is,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu.
Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Golf Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira