Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur Páll Eiríksson skrifar 5. desember 2025 16:30 Emegha lét heldur klaufaleg ummæli falla þar sem hann opinberaði vankunnáttu sína í landafræði. Justin Setterfield/Getty Images Hollenski framherjinn Emmanuel Emegha hefur verið dæmdur í eins leiks bann af félagi sínu Strasbourg í Frakklandi af heldur kómískum sökum. Umdeild ummæli féllu ekki vel í kramið hjá stjórnendum liðsins. Emegha samdi við Strasbourg árið 2023 er hann kom frá Sturm Graz í Austurríki. Hann hefur síðan staðið sig gríðarvel þar sem liðið komst í Evrópukeppni í fyrsta sinn í árabil og varð framganga hans til þess að Chelsea hefur fest kaup á honum fyrir næsta sumar. Framherjinn hávaxni þekkti þó lítið til franska félagsins þegar hann samdi við það fyrir tveimur árum síðan. Hreinskilningslega hélt ég að Strasbourg væri í Þýskalandi en það kom í ljós að borgin var í Frakklandi. En ég held að allir þekki til Strasbourg núna, sagði Emegha á dögunum en Strasbourg lenti í sjöunda sæti frönsku deildarinnar í fyrra og komst þar af leiðandi í Sambandsdeild Evrópu. Þessi ummæli kappans hafa ekki mælst vel fyrir á meðal stuðningsmanna liðsins og stjórnenda þess. Landafræðikunnátta kappans hefur þar af leiðandi komið honum í eins leiks bann hjá liðinu og mun hann ekki spila um helgina. Rosenior segir þetta lexíu fyrir framherjann unga.Mike Hewitt/Getty Images „Emma lét nokkur klaufaleg ummæli falla við fjölmiðla sem særðu marga og var refsað fyrir það,“ segir Englendingurinn Liam Rosenior, þjálfari Strasbourg. „Hann þarf líka að gera sér grein fyrir því að allar gjörðir hafa afleiðingar,“ bætti þessi fyrrum leikmaður Fulham og Hull City í ensku úrvalsdeildinni við um hollenska framherjann. Emegha er sagður hafa skilið ákvörðun félagsins að setja hann í bann vegna skorts á virðingu fyrir reglum og gildum þess. Strasbourg mætir Breiðabliki í síðustu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í Strasbourg (í Frakklandi en ekki Þýskalandi) þann 18. desember næst komandi. Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Emegha samdi við Strasbourg árið 2023 er hann kom frá Sturm Graz í Austurríki. Hann hefur síðan staðið sig gríðarvel þar sem liðið komst í Evrópukeppni í fyrsta sinn í árabil og varð framganga hans til þess að Chelsea hefur fest kaup á honum fyrir næsta sumar. Framherjinn hávaxni þekkti þó lítið til franska félagsins þegar hann samdi við það fyrir tveimur árum síðan. Hreinskilningslega hélt ég að Strasbourg væri í Þýskalandi en það kom í ljós að borgin var í Frakklandi. En ég held að allir þekki til Strasbourg núna, sagði Emegha á dögunum en Strasbourg lenti í sjöunda sæti frönsku deildarinnar í fyrra og komst þar af leiðandi í Sambandsdeild Evrópu. Þessi ummæli kappans hafa ekki mælst vel fyrir á meðal stuðningsmanna liðsins og stjórnenda þess. Landafræðikunnátta kappans hefur þar af leiðandi komið honum í eins leiks bann hjá liðinu og mun hann ekki spila um helgina. Rosenior segir þetta lexíu fyrir framherjann unga.Mike Hewitt/Getty Images „Emma lét nokkur klaufaleg ummæli falla við fjölmiðla sem særðu marga og var refsað fyrir það,“ segir Englendingurinn Liam Rosenior, þjálfari Strasbourg. „Hann þarf líka að gera sér grein fyrir því að allar gjörðir hafa afleiðingar,“ bætti þessi fyrrum leikmaður Fulham og Hull City í ensku úrvalsdeildinni við um hollenska framherjann. Emegha er sagður hafa skilið ákvörðun félagsins að setja hann í bann vegna skorts á virðingu fyrir reglum og gildum þess. Strasbourg mætir Breiðabliki í síðustu umferð í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í Strasbourg (í Frakklandi en ekki Þýskalandi) þann 18. desember næst komandi.
Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira